Síða 1 af 1

Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Sent: Þri 29. Okt 2019 11:10
af GuðjónR
Ég hef verið að lesa pælingar þess efnis að Intel ætli að lækka verð á níundu kynslóð örgjörfa um allt að 50% til þess að slá á forskotið sem AMD eru að ná með nýjustu örgjörvunum sínum. Veit ekki hversu mikið er til í þessu en þetta er engu að síður athyglisvert sérstaklega ef rétt reynist.
Það væri ekkert leiðinlegt að sjá 9900K fara í 40þúsundkallinn.

Linkur 1
Linkur 2

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Sent: Þri 29. Okt 2019 11:32
af Hnykill
Svo er spurning hversu lengi líður þar til þær taka virkni í tölvubúðum hér á klakanum.

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Sent: Þri 29. Okt 2019 11:35
af GuðjónR
Hnykill skrifaði:Svo er spurning hversu lengi líður þar til þær taka virkni í tölvubúðum hér á klakanum.

Ef þetta gerist á annað borð þá myndi það örugglega lækka samstundis alstaðar.

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Sent: Þri 29. Okt 2019 11:38
af dISPo
Á pínu erfitt með að trúa því að þetta verði rauninn. Verður áhugavert að sjá.

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Sent: Þri 29. Okt 2019 14:37
af GuðjónR
dISPo skrifaði:Á pínu erfitt með að trúa því að þetta verði rauninn. Verður áhugavert að sjá.

Þegar AMD hefur náð forskoti þá hefur Intel alltaf brugðist við, þeir hafa aldrei leyft AMD að njóta sín.
Þeir hafa alltaf verið tilbúnir með og dúndrað út öflugri örgörva og kæft þannig samkeppnina, þeir virðast hinsvegar ekki vera með neitt á kantinum núna þannig að „pricecut“ er ekki ólíklegt niðurstaða.

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Sent: Þri 29. Okt 2019 14:57
af dISPo
Ég las nýlega að kynslóð 10 yrði öll með Hyper-threading, eða að mestu, svo það er ákveðið svar við AMD. Líklega fylgir einhver lækkun líka.

En spurning, er þá rétt að bíða með uppfærslur í bili ? Bæði AMD og Intel.

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Sent: Þri 29. Okt 2019 15:02
af olihar
dISPo skrifaði:Á pínu erfitt með að trúa því að þetta verði rauninn. Verður áhugavert að sjá.


Það hefur verið fjallað um að Intel ætli að endurgreiða byrgjun muninn á þeim vörur sem til eru á lager.

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Sent: Þri 29. Okt 2019 15:11
af GuðjónR
dISPo skrifaði:Ég las nýlega að kynslóð 10 yrði öll með Hyper-threading, eða að mestu, svo það er ákveðið svar við AMD. Líklega fylgir einhver lækkun líka.

En spurning, er þá rétt að bíða með uppfærslur í bili ? Bæði AMD og Intel.

Þetta er klassísk spurning, ég hef alltaf sagt að ef maður ætlar að bíða eftir einhverju betra, öflugra eða ódýrara þá getur maður beðið að eilífu því það er alltaf eitthvað handan við hornið.
Hitt er annað mál að það er garanterað að Intel bregst við þessari samkeppni, þeir hafa alltaf gert það og það mun ekkert breytast núna. Hvað nákvæmlega þeir gera og hvenær er hinsvegar útilokað að giska á.

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Sent: Þri 29. Okt 2019 22:44
af Deucal
Ef price droppið verður nægilega mikið að það borgar sig að senda með Amazon USA til Íslands í gegnum tollinn, þá droppa menn hérna heima prísin strax.

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Sent: Mið 30. Okt 2019 00:26
af Stuffz
hmm...
Microsoft, ekkert Windows 9.
Apple, enginn Iphone 9.
Intel, 50% off á kynslóð 9.

Eru tæknirisar hjátrúarfullir?

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Sent: Mið 30. Okt 2019 06:47
af kornelius
Held að það séu æði margir að hugsa sig um að skipta alfarið yfir í AMD
Sjá https://www.theregister.co.uk/2019/10/2 ... aintainer/

Re: Er 50% verðfall á Intel örgjörvum yfirvofandi?

Sent: Mið 30. Okt 2019 08:54
af Dropi
Þeir eru þegar búnir að slá 50% af HEDT, 10. serían er bara 9. serían með nýju nafni og helmingi lægra verði. Þetta eru ekki nýjar upplýsingar ég veit það, en það sýnir hvað þeir eru tilbúnir að gera til að halda sínu forskoti.