Síða 1 af 1

Framtíð línulegs sjónvarps [loftnet, kapall]

Sent: Lau 13. Apr 2019 04:23
af jonfr1900
Ég er kominn á þá skoðun að línulegt sjónvarp er búið að vera miðað við þá þróun sem er í gangi núna. Líklega verða ríkisreknar stöðvar þær einu sem mundu senda út á endanum. Einkastöðvar munu hverfa eða fara eingöngu í streymi veitur. Ég tel víst að árið 2029 verði flestar sjónvarpsstöðvar horfnar á Íslandi og í Evrópu. Það verður auðvitað mismunandi eftir löndum hversu langt þetta verður komið en þar sem þetta verður komið lengst þá verða svo til allar sjónvarpsstöðvar horfnar. Þessi þróun verður mjög svipuð og því sem gerðist með fastlínu símann. Fyrir um áratug voru allir (eða flestir) með landlínu ef þeir bjuggu í íbúð en í dag tilheyrir þetta til undantekninga að fólk sé með fastlínu síma heima hjá sér.

Ég vil samt endilega heyra aðrar skoðanir á þessu.

Re: Framtíð línulegs sjónvarps [loftnet, kapall]

Sent: Lau 13. Apr 2019 11:56
af rapport
Ég held að það verði útbúin einhverksonar þjónusta tengd streymnisveitum sem leyfir t.d. sjúkrahúsum, elliheimilum, blokkum þar sem eru einungis þjónustuíbúðir aldraðra o.þ.h. að vera með línulega dagskrá fyrir sína skjólstæðinga sem margir hafa takmarkaða tæknilega eða líkamlega getu til að vera velja sér afþreyingu.

Þeir gætu valið áherslur, t.d. ég vil alltaf sjá fréttir og enska boltann en dagrskáin sé bland af sakamálaþáttum og sápuóperum.

Svo sér streymisveitan bara um að búa til línulega dagskrá "channel" sem yrði default þegar kveikt er á sjónvarpinu, en annar alltaf hægt, ef fólk vill og getur að velja upp á hár hvað á að horfa á.

Re: Framtíð línulegs sjónvarps [loftnet, kapall]

Sent: Lau 13. Apr 2019 13:43
af DJOli
Ég var kominn á þetta álit 2004 eða 2005 sirka, og var að spá af hverju þetta væri svona agalega lengi að deyja. En svo náttúrulega koma fleiri þróanir, nettengingar verða hraðari, Spotify, Amazon TV, Netflix & Hulu verða til. Ég held að markaðurinn sé bara alveg rosalega lengi að bregðast við tækninýjungum, og þessi vaxtarsprettur s.l. 15-20 ár, er búinn að vera einsdæmi tel ég.

Re: Framtíð línulegs sjónvarps [loftnet, kapall]

Sent: Sun 14. Apr 2019 01:54
af jonfr1900
Ég sé að Stöð 2 er í markaðsátaki núna með opna dagskrá. Þetta bendir sterklega til þess ekki gangi nógu vel hjá þeim að afla áskrifenda að rásinni. Ætli þetta sé sama staða hjá Símanum með sjónvarpsþjónustuna þar.

Re: Framtíð línulegs sjónvarps [loftnet, kapall]

Sent: Sun 14. Apr 2019 02:06
af DJOli
jonfr1900 skrifaði:Ég sé að Stöð 2 er í markaðsátaki núna með opna dagskrá. Þetta bendir sterklega til þess ekki gangi nógu vel hjá þeim að afla áskrifenda að rásinni. Ætli þetta sé sama staða hjá Símanum með sjónvarpsþjónustuna þar.

Sem dæmi þá er þetta það fyrsta sem ég heyri af þessu. Ég hef ekki verið í sjónvarpsáskrift síðan í smá tíma 2011 eða 2012, og þá tók þá bara tímann sem verið var að sýna 2. seríu af Sönn Íslensk Sakamál.

Re: Framtíð línulegs sjónvarps [loftnet, kapall]

Sent: Sun 14. Apr 2019 03:58
af jonfr1900
Ég segi upp sjónvarpsþjónustu Símans núna um mánaðarmótin, þar sem ég flyt aftur til Danmerkur á næsta ári (í síðasta lagi, ef ég kemst fyrr, þá fer ég fyrr). Í Danmörku ætla ég ekki að vera með neina sjónvarpsþjónustu keypta, nota það sem ég næ yfir loftnet og læt það duga. DR sendir út á internetinu og ég get notað það að auki ef loftnetið dugar ekki.

Re: Framtíð línulegs sjónvarps [loftnet, kapall]

Sent: Sun 14. Apr 2019 08:49
af Moldvarpan
jonfr1900 skrifaði:Ég er kominn á þá skoðun að línulegt sjónvarp er búið að vera miðað við þá þróun sem er í gangi núna. Líklega verða ríkisreknar stöðvar þær einu sem mundu senda út á endanum. Einkastöðvar munu hverfa eða fara eingöngu í streymi veitur. Ég tel víst að árið 2029 verði flestar sjónvarpsstöðvar horfnar á Íslandi og í Evrópu. Það verður auðvitað mismunandi eftir löndum hversu langt þetta verður komið en þar sem þetta verður komið lengst þá verða svo til allar sjónvarpsstöðvar horfnar. Þessi þróun verður mjög svipuð og því sem gerðist með fastlínu símann. Fyrir um áratug voru allir (eða flestir) með landlínu ef þeir bjuggu í íbúð en í dag tilheyrir þetta til undantekninga að fólk sé með fastlínu síma heima hjá sér.

Ég vil samt endilega heyra aðrar skoðanir á þessu.



Þið verðið að átta ykkur á að það eru ekki allir eins. Fyrir mjög margt fólk, þá er línuleg dagskrá alveg nóg.
Nú ef það langaði í tilbreytingu, þá náði það sér í videospólu, sem er netflix nútímans.

Skal veðja 10k á að sjónvarp í línulegri verði enn í gangi eftir 10ár.

Re: Framtíð línulegs sjónvarps [loftnet, kapall]

Sent: Sun 14. Apr 2019 08:51
af Moldvarpan
jonfr1900 skrifaði:Ég er kominn á þá skoðun að línulegt sjónvarp er búið að vera miðað við þá þróun sem er í gangi núna. Líklega verða ríkisreknar stöðvar þær einu sem mundu senda út á endanum. Einkastöðvar munu hverfa eða fara eingöngu í streymi veitur. Ég tel víst að árið 2029 verði flestar sjónvarpsstöðvar horfnar á Íslandi og í Evrópu. Það verður auðvitað mismunandi eftir löndum hversu langt þetta verður komið en þar sem þetta verður komið lengst þá verða svo til allar sjónvarpsstöðvar horfnar. Þessi þróun verður mjög svipuð og því sem gerðist með fastlínu símann. Fyrir um áratug voru allir (eða flestir) með landlínu ef þeir bjuggu í íbúð en í dag tilheyrir þetta til undantekninga að fólk sé með fastlínu síma heima hjá sér.

Ég vil samt endilega heyra aðrar skoðanir á þessu.



Þetta er bara kjaftæði. Flestir sem ég þekki, eru með fastlínu síma.

Re: Framtíð línulegs sjónvarps [loftnet, kapall]

Sent: Sun 14. Apr 2019 11:02
af Hizzman
á meðan almenningur er skattlagður til að reka RUV er erfitt að ímynda sér að eina leiðin til að sjá ruv sé í gegnum netveitu sem þarf að greiða fyrir aukalega.

Re: Framtíð línulegs sjónvarps [loftnet, kapall]

Sent: Sun 14. Apr 2019 18:50
af jonfr1900
Ég sagði ekki að línulegt sjónvarp yrði úr sögunni árið 2029 en það verður líklega mjög dregið úr því þá og margar sjónvarpsstöðvar sem eru til í dag verða horfnar. Á Íslandi verða þetta líklega flestar sjónvarpsstöðvar enda gengur þetta ekkert svo vel lengur hjá þeim í dag.

Ég tel hinsvegar líklegt að undir lok fimmta áratugarins verði flestar eða allar sjónvarpsstöðvar löngu horfnar og gleymdar (2049).

Re: Framtíð línulegs sjónvarps [loftnet, kapall]

Sent: Lau 27. Apr 2019 02:22
af jonfr1900
Hérna er áhugaverð grein um það hvernig staðan er í Evrópu með kapaláskriftir (IPTV, Kapal (DVB-C)) og síðan áskriftir yfir loftnet. Þetta er allt saman að lækka í Evrópu. Það er einnig áhugavert í þessum tölum að á Íslandi er horft minnst á línulegt sjónvarp í Evrópu. Hérna er grein sem bendir til annars.

Edit: Lagaði tengla á réttar greinar.