Síðustu ár PC tölvunnar

Umræða um það sem koma skal, bæði í vélbúnaði og hugbúnaði
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3562
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 300
Staða: Ótengdur

Síðustu ár PC tölvunnar

Pósturaf appel » Lau 30. Maí 2015 19:59

Mynd
http://www.engadget.com/2015/05/30/inte ... ck-review/

Mynd
https://www.kickstarter.com/projects/15 ... 9-computer

Nú eru að koma fram full fledged PC tölvur í form-factor sem má líkja helst við USB lykil eða greiðslukort af stærð, "PC on a stick".

Ljóst er að þessi þróun mun aðeins halda áfram, hægt er að búa til örlitlar PC tölvur sem ná að gera allt það helsta í desktop umhverfi sem flestir þurfa. Plugga bara í skjáinn og bang, kominn með bara feykilega fína desktop tölvu.
Svo þegar skoðað er inn í nýja Apple Air þá kemur í ljóst að tölvan sjálf er bara lítið kort. Svo jú auðvitað mobile markaðurinn.

Öll merkin eru komin fram um að við getum vænst öflugra PC tölva í formi "sticks" innan 1-2 ára, og þá tala ég um "stick" sem geta gert alveg heilmikið og koðna ekki undan smá álagi.

Ég velti fyrir mér framtíð PC tölvunnar við þessi umskipti. Ljóst er að markaðshlutdeild hennar á eftir hrynja þegar fólk sér að það getur bara keypt sér $100 stick í stað $1000 atx turnvélar og gefur nærri sama umhverfi og upplifun, svo ég tali nú ekki um sparnað í rafmagni og plássi og snúrum.

Pjúralistarnir auðvitað mótmæla og segja þessi stick ómöguleg, ekki sé hægt að keyra nýjustu leikina á þessu. En fyrir hin 90% eru þessi stick nóg, hin 90% eru ekki að sækjast eftir þessu hraðasta og öflugasta. Þó má segja að mikið af þessum 90% séu nú þegar farin í annað en PC tölvur, enda fáir sem eru með PC tölvur í sínu nærumhverfi lengur, heima og í vinnu.

Eftir situr örsmár markaður fyrir hardcore PC geeka og PC gamera, sem jú vissulega telur í milljónum eða tugmilljónum, en í stóra samhenginu er það örsmár markaður. Stærð markaðar ræður öllu um framþróun, ef þetta er lítill markaður þá verða fjárfestingar litlar og þá sjáum við fram á mjög litla framþróun. Margir munu einfaldlega hætta að horfa á þennan markað.
Mobile markaður sem telur í milljörðum manna mun ætíð hafa forgang í fjárfestingum og framþróun, og við erum komin á það stig að mobile markaðurinn er að fara taka yfir PC markaðinn í næstum heild sinni.


Dauða PC tölvunnar hefur verið spáð margoft, en ég held að vandamálið sé að hingað til hefur ekkert getað leyst hana almennilega af hólmi, fyrir utan jú laptop tölvur. En núna erum við að sjá eitthvað sem getur valdið mikið "disruptioni" í PC geiranum, og það á eftir að hafa áhrif á allt PC ecosystemið.


*-*

Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2259
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu ár PC tölvunnar

Pósturaf BjarniTS » Lau 30. Maí 2015 21:46

Skemmtileg vangavelta.
Ég held að það sem er löngu búið að eiga sér stað með cloud geymslu fyrir gögn , vinnustöðvar/virtual vélar af cloud , muni eiga sér stað á sambærilegan máta í leikjaheiminum.
Hvað er langt þangað til að þú getur keypt þér aðgang að stream þjónustu fyrir tölvuleikjaspilun yfir netið með 0 input lag ?
Dýrt hw yrði sama og óþarfi fyrir 90% af fólki.

Hvað er langt þangað til að allt sem heitir vélbúnaðarafköst fyrir hvaða vinnslu sem er verður bara vöruflokkur sem þú getur keypt á netinu ódýrt ?


Nörd

Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 508
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 59
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu ár PC tölvunnar

Pósturaf Hannesinn » Lau 30. Maí 2015 22:07

Það er alveg ljóst að það verða stórar breytingar í tölvuheiminum á næstu árum. Manni finnst samt símaþróunin líklegri en "PC on a stick" dæmið.

Öflugustu símarnir í dag er betri en 8-10 ára fullsize borðtölvur og þróun í allri afþreyingu hefur bent á síma/spjaldtölvur seinustu ár, sama hvort það er samfélagsmiðlar, fréttir, tónlist eða bíómyndir.

Ég sé mun frekar fyrir mér einhvers konar dokku fyrir síma, sem gefur þér samband við peripherals, eða stærri skjá, lyklaborð, o.s.fr. til að byrja með, og svo verður þetta eflaust þráðlaust einhvern tímann síðar.

Svo er líka spurning hvort að mainframe pælingin gæti jafnvel komið einhvers staðar sem millistig, því að streaming á leikjum (og eflaust öðru high-end multimedia) er ekki tilbúið í dag, ekki locally og hvað þá yfir internetið. Steamboxið er allavega að gæla við þessa pælingu.

En það er allavega eitthvað stórt byrjað að gerast.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2162
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 98
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu ár PC tölvunnar

Pósturaf GullMoli » Lau 30. Maí 2015 22:14

Hannesinn skrifaði:Það er alveg ljóst að það verða stórar breytingar í tölvuheiminum á næstu árum. Manni finnst samt símaþróunin líklegri en "PC on a stick" dæmið.

Öflugustu símarnir í dag er betri en 8-10 ára fullsize borðtölvur og þróun í allri afþreyingu hefur bent á síma/spjaldtölvur seinustu ár, sama hvort það er samfélagsmiðlar, fréttir, tónlist eða bíómyndir.

Ég sé mun frekar fyrir mér einhvers konar dokku fyrir síma, sem gefur þér samband við peripherals, eða stærri skjá, lyklaborð, o.s.fr. til að byrja með, og svo verður þetta eflaust þráðlaust einhvern tímann síðar.

Svo er líka spurning hvort að mainframe pælingin gæti jafnvel komið einhvers staðar sem millistig, því að streaming á leikjum (og eflaust öðru high-end multimedia) er ekki tilbúið í dag, ekki locally og hvað þá yfir internetið. Steamboxið er allavega að gæla við þessa pælingu.

En það er allavega eitthvað stórt byrjað að gerast.


Svipað og Microsoft eru að gera með Windows Phone 10, fídus sem kallast Continuum|| i7 920 || GA-X58A-UD3R || 12GB DDR3 || GTX 1070 || Intel X25-M 80GB || 1000W || P280 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5563
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 405
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu ár PC tölvunnar

Pósturaf rapport » Lau 30. Maí 2015 23:01

Hvernig verður það þegar fólk er bara komið með litla tengipunkta í hendurnar og allt cpu powereið er í skýinu eða blackbox leikjatölvum?

Ég held að þetta sé ekki góð þróun, þetta "lokar" tölvuheiminum svolítið...Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14544
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1218
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu ár PC tölvunnar

Pósturaf GuðjónR » Sun 31. Maí 2015 00:13

Athyglisverðar pælingar, símarnir stækka og tölvurnar minnka. Stream möguleikarnir verða meiri og meiri, ætli þetta verði ekki í þannig að þú kaupir þér"stream" aðgang að cross-platform ofurleikajvél og spilar svo remote. Verður þá með einhverskonar endastöð heima hjá þér, jafnvel eitthvað sem verður innbyggt í LCD skjáinn og TV.
Menn eru þegar farnir að fikta við þetta:
http://www.nvidia.com/object/cloud-gaming.html
Olli
Gúrú
Póstar: 537
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu ár PC tölvunnar

Pósturaf Olli » Sun 31. Maí 2015 00:18

Ja veistu mér finnst mjög jákvæð þróun að geta spilað hvaða leik sem er á næstum hvaða vél sem er í gegnum eitthverja áskriftarleið eins og þetta verður sennilega, þótt að það gæti drepið nörda tölvu markaðinn sem ég hef svo gaman af í dag!Skjámynd

Moldvarpan
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 185
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu ár PC tölvunnar

Pósturaf Moldvarpan » Sun 31. Maí 2015 10:35

Þetta verður athyglisverð þróun. Mörg platform eiga eftir að koma fram, mörg eiga eftir að deyja hratt.

En ég tel það vera rangt að segja að pc tölvan eigi 1-2 ár eftir ólifuð. Það er gróflega vanmetið getu PC tölvunnar.
Nú eru SMART tv´s og computer on a stick búið að vera til(android) í þó nokkur ár, þetta nýtist vel við ýmislegt en alls ekki allt.

Ég skal glaður éta þessi orð ofaní mig 2017, en ég hef ekki áhyggjur af því.
Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 380
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu ár PC tölvunnar

Pósturaf Cikster » Sun 31. Maí 2015 10:46

Sem stendur hef ég litlar áhyggjur af high end PC tölvum. Framleiðendur gætu allir farið yfir í pc on a stick en þeir sem væru með venjulegu high end tölvurnar mundu bæði vera taldir betri útaf breiðari vörulínu og því að vera með puttana í því nýjasta/besta. Svo má ekki gleyma því að þeir sem eiga high end tölvurnar eru líklegri til að vera spurðir af ættingjum og vinum hvað eigi að kaupa.Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14544
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1218
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu ár PC tölvunnar

Pósturaf GuðjónR » Sun 31. Maí 2015 12:05

PC tölvan eins og við þekkjum hana er búin að vera ótrúlega lífsseig, 198ogeitthvað komu fyrstu kassarnir á markað og þetta er nánast eins.
Þegar ég keypti fyrsta iMacinn 2008 þá var ég bara búinn að fá leið af þessum hlunkakössum og snúruveseni út um allt.
Og með húsið fullt af börnum þá var engin tími lengur fyrir svona grúsk.
Það eru samt skemmtilegar nýjungar, t.d. allar þessar smátölvur sem eru að koma, sticks, tölvur innbyggðar í skjái (eins og iMac).
Örþunnar laptops eins og Yoga3Pro og Macbook, spjaldtölvur og öflugir snjallsímar og úr.

Ég held samt að gömlu góðu kassarnir eigi fullt eftir, þeir sem framleiða hardware eru örugglega ekki tilbúnir að leggja árar í bát og hætta.
Það er og verður markaður fyrir kassana áfram, hugsalega í breyttri mynd, þ.e. nettari setup. En á endanum munu þeir hverfa, en það verður örugglega ekki næstu tíu árin.Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3059
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 40
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu ár PC tölvunnar

Pósturaf beatmaster » Sun 31. Maí 2015 12:44

Það verður gaman að skoða þennan þráð árið 2020 og sjá hvar við stöndum þá, ég er enþá jafn sannfærður og ég var fyrir 3 árum um að Apple myndi deyja út/minnka verulega og Android myndi hrapa gersamlega niður í markaðshlutdeild, ég sagði þá að þetta myndi taka kanski 5 ár en þetta tekur eitthvað lengri tíma en mun samt gerast, ástæðan er einfaldlega öflugri lágwatta x86 örgjörvar, fyrirtækjarekstur og kunnugleiki við Windows.

Eftir því sem fleiri fyrirtæki fara að taka upp BYOD (Bring Your Own Device) stefnu fara fleiri spurningar að vakna upp vaðandi öryggi þeirra tækja sem fá að tengjast fyrirtækjanetinu, þar er Google ekkert svakalega vinsælt þar sem að notendaskilmálarnir gefur þeim tækjum og notendum Chrome ansi mikinn rétt sem að fyrirtæki eru ekkert endilega til í að gefa, líklegra finnst mér að Google tæki og vafrar verði einfaldlega bönnuð í fyrirtækjanetum.

Í mobile væðingu fyrirtækja varð Apple fyrir valinu og verður það eitthvað enn en á endanum munu þægindin við að hafa bara einn Microsoft aðgang og nota hann til að skrá sig inn í símann, spjaldtölvuna, eða fartölvuna hvort sem er heima eða í vinnunni ástæðan fyrir því að Apple hlutdeildin mun minnka.

Á endanum verðu það væntanlega þannig að alvöru leikir verða streamaðir eða leiknir í gegnum vafra, spurning hversu langt er í það


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Hrotti
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 68
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Síðustu ár PC tölvunnar

Pósturaf Hrotti » Sun 31. Maí 2015 13:44

Þegar að sæmileg leikjavél kemst fyrir í svona stick, hvað verður þá hægt að gera með fullblown turn \:D/


Verðlöggur alltaf velkomnar.