Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Umræða um það sem koma skal, bæði í vélbúnaði og hugbúnaði
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3562
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 300
Staða: Ótengdur

Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf appel » Fim 19. Mar 2015 00:49*-*

Skjámynd

kunglao
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 326
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf kunglao » Fim 19. Mar 2015 01:17

Þetta er alveg klikkað flott. Veistu til þess að það sé hægt að fá gamla en góða 3D prentara eins og makerbot á íslandi ? Einhverja sem kosta ekki alveg augu úr manni ?


Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3562
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 300
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf appel » Fim 19. Mar 2015 01:35

Makerbot eru orðnir úreldir þegar þessir "CLIP" prentarar koma á markaðinn, og þeir koma á markaðinn í lok árs kannski.

Ég er búinn að liggja yfir þessu slefandi á lyklaborðið í smá tíma, og þetta er algjörlega framtíðin í 3D printing. Þetta leysir alveg ótal mörg vandamál með núverandi 3D prentunaraðferðir, og opnar á gríðarlegan fjölda af use-cases. Skalanleikinn, nákvæmnin, hraðinn... þetta er bara geggjun. Menn tala um að ef hægt væri að leysa 1 af stórum vandamálunum við 3D prentun þá væri það mjög stórt, en þessi aðferð leysir a.m.k. 3-4 stór vandamál.

Sjáið bara til, vandamálið með núverandi 3D prenturum er að tíminn sem tekur að prenta vex í n^3 veldi eftir því sem hluturinn stækkar. 2x stærri hlutur tekur 4x lengri tíma, 4x stærri hlutur tekur 64x lengri tíma, 8x stærri hlutur tekur 512x lengri tíma. Svo vex tíminn enn aftur eftir því sem þú vilt auka upplausnina.

En með þessari CLIP aðferð þá hverfur þessi vöxtur þar sem allt "lagið" er prentað í heilu lagi með ljósgeislunar-projector undir plötunni, og upplausnin skiptir ekki máli. Vissulega þarf að vinna í tækninni svo hægt sé að prenta stóra hluti, en við erum enn bara í "infancy" á þessari tækni. Við erum í raun að fara úr a.m.k. O(N^3) Í O(N), þ.e. tíminn vex eingöngu í samræmi við "hæð" hlutsins. A.m.k. sýnist mér að þetta vera þannig.

Ef við erum að tala um hve stór þessi frétt er í ricther-skala í tækniheiminum þá er þetta 9+. It's a "game changer".


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3349
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 280
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf urban » Fim 19. Mar 2015 08:46

Það er ekki bara hraðinn sem að er alveg stórmerkilegur í þessu, heldur er nákvæmnin svo svakaleg líka.

Mér skillst að þetta sé mynd af nákvæmninni sem að þessi tækni getur gert núna (las það á internetinu, svo það hlýtur að vera satt)

Mynd

fyrir þá sem að átta sig ekki á þessari stærð, raun breidd á þessari mynd er einhver staðar um 1 mm


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Jón Ragnar
FanBoy
Póstar: 731
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 90
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf Jón Ragnar » Fim 19. Mar 2015 09:14

Þetta er engu líkt.CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3511
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf dori » Fim 19. Mar 2015 09:55

Er þetta ekki sama tækni og t.d. Formlabs prentarinn FORM1 (og FORM1+)?

Bætt við:
Sé að þeir eru að nota skjávarpa en ekki leiser en að öðru leyti virðist þetta vera sama concept. Það er þannig séð ekkert glænýtt, ekki einu sinni það að nota skjávarpa í það. En kannski er þetta fyrsti consumer grade prentarinn sem notar skjávarpa til að herða resin.Skjámynd

Tw1z
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Mán 19. Jan 2015 14:35
Reputation: 7
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf Tw1z » Fim 19. Mar 2015 13:30

Þetta er alveg magnað


MSI GF 960GTX Tiger 2048MB || Intel Core i5-4690K 3.5GHz || Asus Z97-K || G.Skill 8GB (4x4GB) Ares 2133MHz DDR3 || Antec P280 White || Corsair AX860 || 500GB 850 EVO + 1TB Seagate Sata 3

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3562
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 300
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf appel » Fim 19. Mar 2015 14:29

dori skrifaði:Er þetta ekki sama tækni og t.d. Formlabs prentarinn FORM1 (og FORM1+)?

Bætt við:
Sé að þeir eru að nota skjávarpa en ekki leiser en að öðru leyti virðist þetta vera sama concept. Það er þannig séð ekkert glænýtt, ekki einu sinni það að nota skjávarpa í það. En kannski er þetta fyrsti consumer grade prentarinn sem notar skjávarpa til að herða resin.


Formlabs er með laser sem fer um yfirborðið og þéttir saman punkt fyrir punkt, svo tekur hún næsta lag. Þannig að Formlabs er ekki ólíkt hefðbundnum extruder aðferðum, þ.e. O(N^3).

CLIP aðferðin virkar öðruvísi.


*-*

Skjámynd

hilmar
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Fös 13. Mar 2015 19:56
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf hilmar » Fim 19. Mar 2015 15:47

Ég get loksins farið að prenta út mínar eiginn waifus :3Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3511
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf dori » Fim 19. Mar 2015 16:47

appel skrifaði:
dori skrifaði:Er þetta ekki sama tækni og t.d. Formlabs prentarinn FORM1 (og FORM1+)?

Bætt við:
Sé að þeir eru að nota skjávarpa en ekki leiser en að öðru leyti virðist þetta vera sama concept. Það er þannig séð ekkert glænýtt, ekki einu sinni það að nota skjávarpa í það. En kannski er þetta fyrsti consumer grade prentarinn sem notar skjávarpa til að herða resin.


Formlabs er með laser sem fer um yfirborðið og þéttir saman punkt fyrir punkt, svo tekur hún næsta lag. Þannig að Formlabs er ekki ólíkt hefðbundnum extruder aðferðum, þ.e. O(N^3).

CLIP aðferðin virkar öðruvísi.

Já, þetta er skjávarpi sem varpar hverri slice og þéttir það allt saman þannig að það er kannski hraðvirkara en FORM1. Hins vegar er FORM1 bara eitt sem ég mundi eftir, það hafa verið aðrir SLA prentarar og sumir þeirra hafa notað skjávarpa.

Ég sé ekki muninn á þessari CLIP aðferð og "venjulegu SLA", óháð því hvaða ljós þú notar til að herða resinið. En mjög spennandi og ótrúlega gaman ef þetta er ný og betri aðferð til að prenta. Þá er kannski kominn einhver 3d prentari sem maður myndi vilja eiga.Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3562
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 300
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf appel » Fim 19. Mar 2015 20:04

dori skrifaði:
appel skrifaði:
dori skrifaði:Er þetta ekki sama tækni og t.d. Formlabs prentarinn FORM1 (og FORM1+)?

Bætt við:
Sé að þeir eru að nota skjávarpa en ekki leiser en að öðru leyti virðist þetta vera sama concept. Það er þannig séð ekkert glænýtt, ekki einu sinni það að nota skjávarpa í það. En kannski er þetta fyrsti consumer grade prentarinn sem notar skjávarpa til að herða resin.


Formlabs er með laser sem fer um yfirborðið og þéttir saman punkt fyrir punkt, svo tekur hún næsta lag. Þannig að Formlabs er ekki ólíkt hefðbundnum extruder aðferðum, þ.e. O(N^3).

CLIP aðferðin virkar öðruvísi.

Já, þetta er skjávarpi sem varpar hverri slice og þéttir það allt saman þannig að það er kannski hraðvirkara en FORM1. Hins vegar er FORM1 bara eitt sem ég mundi eftir, það hafa verið aðrir SLA prentarar og sumir þeirra hafa notað skjávarpa.

Ég sé ekki muninn á þessari CLIP aðferð og "venjulegu SLA", óháð því hvaða ljós þú notar til að herða resinið. En mjög spennandi og ótrúlega gaman ef þetta er ný og betri aðferð til að prenta. Þá er kannski kominn einhver 3d prentari sem maður myndi vilja eiga.


SLA er með O(N^3) prenttíma, og notar laser.. hence "laser sintering". Laserinn bræðir saman efni á yfirborðinu eftir línu.

En það er mikill munur á útkomunni, þetta er ekki bara spurning um hraða.

CLIP aðferðin skilar af sér "solid" hlut, með engum prent-rásum. Hluturinn er jafn solid og ef hann hefði verið gerður í formi, og er með smooth yfirborð.

Hinsvegar skilar SLA af sér í raun viðkvæmari hlut sem er með grófa áferð, þar sem hver díll er bræddur til að límast við yfirborðið.

Það gefur auga leið að samfelldur hlutur er mun sterkari heldur en hlutur sem er settur saman úr mörgum smærri einingum sem eru "límdir" saman.


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3562
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 300
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf appel » Fim 19. Mar 2015 20:39

The continuity of the process also means that Clip produces much stronger objects than the slate-like structure of objects printed in layers, which can be sturdy in one direction, but will shatter under force in the other. The 3D-printed gun may have made the headlines, but it would have been useless at withstanding an explosion in practice.

Jonathan Rowley, of Digits2Widgets, a 3D printing company in London, said the strength factor was even more impressive than the new technique’s speed. “At the moment most 3D printers produce crap slowly and I don’t need crap fast.

“If you add the speed of this technology to the extra strength it provides it means you could produce parts that start to compete with traditional manufacturing. It’s probably something of a big deal.”

http://www.theguardian.com/science/2015 ... 3d-printer


*-*


Gislinn
FanBoy
Póstar: 760
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 48
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf Gislinn » Fim 19. Mar 2015 23:21

Það er svo mikið bull að halda því fram að þetta sé eitthvað glænýtt. FORM1 hefur gert sambærilega hluti, eini munurinn er að FORM1 eyðir tíma í að gera einn layer í einu meðan þessi tekur hvern layer (sem þessir gaurar kalla slice) og sinter-ar hann í einu. 3D líkanið er samt slice-að niður í layera (eða slice-ur ef menn vilja ekki nota orðið layer). Þeir meiga samt eiga það að þessi græja hjá þeim er að gera þetta hratt og af mikilli nákvæmni, en að reyna að drulla yfir núverandi tækni og segja að það sé eitthvað allt annað en þetta er, það er bara fáranlegt PR stunt.*

*Þessi skoðun er byggð á því að lesa greinina sem þessir gaurar gáfu út og umfjöllun um þessa tækni. Ef menn vilja reyna að sannfæra mig um að þetta sé eitthvað allt annað en núverandi tækni þá væri ágætt að sjá einhver haldbær rök fyrir því.

BÆTI VIÐ: Það er samt rétt hjá hönnuðunum að þetta er game-changing hraði á framleiðslu. Ég er samt enn á þeirri skoðun að þetta er í raun bara þróun á sintering aðferðum sem eru nú þegar þekktar.


common sense is not so common.

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3562
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 300
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf appel » Fim 19. Mar 2015 23:35*-*


Gislinn
FanBoy
Póstar: 760
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 48
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf Gislinn » Fim 19. Mar 2015 23:54

appel skrifaði:TED fyrirlesturinn kominn online:

https://www.ted.com/talks/joe_desimone_ ... 25x_faster


Þetta er í bestafalli auglýsing (Fellur kannski ekki beint undir TEDvertising, eða hvað?). Það eina sem þeir hafa fram yfir þessa græju (linkur) er einhver himna sem hleypir súrefni að efninu að neðanverðu sem gerir þeim kleyft að halda slice-unum þynnri.

EDIT: Hér (linkur) er sambærileg græja sem hægt er að kaupa, hér vantar bara súrefnisflæðið um botnin, curing time per layer er um 0.7 sekúndur (fer þó eftir varpanum sem þú notar og efninu).

Eins og ég segi, PR stunt. :fly


common sense is not so common.

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3562
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 300
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf appel » Fös 20. Mar 2015 00:47

Týpískt :)

Evrópumenn kunna ekki rass á markaðssetningu.

En það er áhugavert að fá meiri upplýsingar um muninn á þessu frá Carbon3D og hinum. Furðulegt að þetta skuli hafa verið til "all along" en svo koma einhverjir kanar á sviðið á TED og eigna sér hugmyndina??


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3562
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 300
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf appel » Fös 20. Mar 2015 01:18

Ég er búinn að finna góða grein sem lýsir þessu og ber saman t.d. við LumiPocket aðferðina og hina DIY-græjuna.

Chemical trick speeds up 3D printing
3D printers typically build one horizontal layer at time. Some do so by depositing droplets of building material as if they were laying tiny bricks. Others create their products by shining ultraviolet rays up into a bath of liquid resin. The light solidifies the resin, and the partial product is pulled upwards one notch to repeat the process for the next layer below. Objects appear to materialize out of the bath, just as the shape-shifting robot in the 1991 science-fiction film Terminator 2 formed out of liquid metal.

A team led by Joseph DeSimone, a chemist at the University of North Carolina at Chapel Hill, has now refined the liquid-resin process to make it go continuously rather than in fits and starts. They made the bottom of the container that holds the resin bath from a material that is permeable to oxygen. Because oxygen inhibits the solidification of resin, it creates a ‘dead zone’ — a layer just tens of microns thick at the bottom of the container — where the resin stays liquid even when ultraviolet rays are shining on it. The solidification reaction happens instead just above the dead zone. Because liquid is always present below the slowly forming object, the researchers can pull it up in a continuous manner, rather than waiting for new liquid resin to flow in.
http://www.nature.com/news/chemical-tri ... ng-1.17122Þannig að CLIP aðferðin er "continious" á meðan hinar aðferðirnar eru enn "layered".

Í hinum aðferðunum er eitt lag er "flashað" með ljósi og beðið eftir að það herðist, og svo er hluturinn dreginn upp um þykkt eins lags. Því næst er beðið eftir að resin fær að fljóta undir hlutinn, og svo er processinn endurtekinn. Þetta veldur því að þú færð ákveðna lagskiptingu, þ.e. hvert lag er hert við fyrra lagið.

CLIP aðferðin beinir ljósi á hlutinn og dregur hann jafnóðum upp. Af því leiðir að þú færð mun samfelldari og heillegan hlut.

Aðalmunurinn er þetta "dead-zone" súrefnis á milli botnsins og lagsins sem er verið að herða. Það gerir þér kleift að láta hlutinn rísa upp stöðugt á meðan er verið að prenta því það er alltaf efni tilbúið undir, ólíkt hinni aðferðinni.


*-*


Gislinn
FanBoy
Póstar: 760
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 48
Staða: Ótengdur

Re: Næsta stökkið í 3D prentun - Carbon 3D

Pósturaf Gislinn » Fös 20. Mar 2015 09:33

appel skrifaði:Ég er búinn að finna góða grein sem lýsir þessu og ber saman t.d. við LumiPocket aðferðina og hina DIY-græjuna.

*snip*

Þannig að CLIP aðferðin er "continious" á meðan hinar aðferðirnar eru enn "layered".

Í hinum aðferðunum er eitt lag er "flashað" með ljósi og beðið eftir að það herðist, og svo er hluturinn dreginn upp um þykkt eins lags. Því næst er beðið eftir að resin fær að fljóta undir hlutinn, og svo er processinn endurtekinn. Þetta veldur því að þú færð ákveðna lagskiptingu, þ.e. hvert lag er hert við fyrra lagið.

CLIP aðferðin beinir ljósi á hlutinn og dregur hann jafnóðum upp. Af því leiðir að þú færð mun samfelldari og heillegan hlut.

Aðalmunurinn er þetta "dead-zone" súrefnis á milli botnsins og lagsins sem er verið að herða. Það gerir þér kleift að láta hlutinn rísa upp stöðugt á meðan er verið að prenta því það er alltaf efni tilbúið undir, ólíkt hinni aðferðinni.


Þetta er samt nákvæmlega sama aðferð og DLP græjurnar, munurinn er bara sá að með þessari himnu þá verður resinið fljótara að herðast og þeir geta dregið layer-inn fljótar frá. Þeir slice-a samt líkanið í layera (þótt að þeir layerar geti verið mun minni en í hinum græjunum þá er það samt layered), þ.a. þeirra sölutrik er að segja "við erum með alveg glænýja aðferð sem er miklu hraðari en allar aðrar lausnir hingað til" en það sem þeir ættu að vera að segja er "við tókum lausn sem var þegar til (DLP) og bættum hana lítillega til að hún væri hraðari og hlutirnir kæmu meira smooth út (súrefnishimna sem hleypir súrefni að botninum), þessi aðferð er miklu hraðari en flestar lausnir hingað til en eingöngu örlítið hraðvirkari en aðrar lausnir sem nota DLP lausnina.".

appel skrifaði:Í hinum aðferðunum er eitt lag er "flashað" með ljósi og beðið eftir að það herðist, og svo er hluturinn dreginn upp um þykkt eins lags. Því næst er beðið eftir að resin fær að fljóta undir hlutinn, og svo er processinn endurtekinn. Þetta veldur því að þú færð ákveðna lagskiptingu, þ.e. hvert lag er hert við fyrra lagið.


Í þessari CLIP aðferð er líka eitt lag flashað með ljósi og það látið herðast, nema það herðist það hratt að mótorinn þarf aldrei að stoppa og bíða á milli layera.

Það sem þessir gaurar fundu upp (sem er jú vissulega impressive) er himna sem gerir resininu kleyft að komast undir hlutinn fljótar.

Ekki misskilja mig, ég er sammála þér um að þetta er merkileg framþróun. Ég er bara virkilega ósammála þessari auglýsinga herferð sem þessir gaurar eru í, þeir eru í raun að taka credit fyrir alveg nýrri tækni þegar þeir ættu í raun og veru að fókusa meira á þeirra eigin viðbót við núverandi tækni [að mínu mati] (sem er mjög impressive útaf fyrir sig). Þessir gaurar eru mun meiri buissness menn heldur en vísindamenn.


common sense is not so common.