Síða 1 af 1

Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Mið 28. Jan 2015 19:47
af zedro
Jæja, er að flytja og það vantar nokkrar innstungur á dósirnar í herberginu. Rámaði mig þá í þráð sem ég sá hérna inná um
innstungur með USB innbyggðu. Illa gengur mér samt að hafa uppá þessari vöru finn ekkert á heimasíðum Byko, Husa eða Ikea.
Var bennt á einhverjar sérverslanir af sölumanni, held að það hafi verið Rönning er samt ekki viss.

Hvernig er reynslan ykkar af þessu er einhver með svona? Er þetta bara bóla og á maður að láta straumbreytinn nægja?


Topic 2: Draga netkapall um raflagnir er eitthvað vit í því? Eða ætti maður að nýta sér powerline græju?

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Mið 28. Jan 2015 20:46
af hagur
USB hleðslutæki í venjulega dós fæst hjá Reykjafelli: http://www.reykjafell.is/innlagnaefni/j ... 0v5212usb/

Þarf að sérpanta samt. Held líka að þetta sé ekki nægilega öflugt til að hlaða t.d iPad.

Varðandi CATx með rafmagnslögnum þá er það alveg hægt (fer samt eftir sverleika röranna og hversu mikið er þegar í þeim) en þetta er náttúrulega bannað að gera skv stöðlum.

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Mið 28. Jan 2015 21:00
af tdog
Þetta getur hlaðið einn iPhone á fullum hraða í einu, og einn iPad á 0,65x hraða :)

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Mið 28. Jan 2015 21:08
af Dúlli
Það er allveg gott í þessu en rosalega asnarlegt að sá heilri dós fyrir svona USB stuff. Frékkar bara hafa tengil, er hann virkilega svona mikið fyrir ? færð þér bara tengill sem er með fjarlægjanlegum kappli. Hef þurft að skipta um svona USB stuff fyrir nokkra einstaklinga sem voru ekkert sáttir með þetta þar sem þetta var varla notað oftast.

En með CAT, það er ekkert mál að draga í, ef þú ert ekki að nota COAX ég myndi rífa það út og setja CAT í staðinn.

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Mið 28. Jan 2015 21:11
af Viktor
hagur skrifaði:Þarf að sérpanta samt. Held líka að þetta sé ekki nægilega öflugt til að hlaða t.d iPad.


Það er reyndar myth, hann hleðst bara hægar :)
En iPad hleðslutækin eru 2.1 amps.

Venjulegt USB 0.5 amps.
iPhone hleðslutæki USB 1.0 amps.

Will they all charge an iPad even when your PC shows "Not Charging"? YES your PC USB will charge your iPad, but very, very slowly because it is 1/4th of what an iPad charger is so it will take 4 times longer than an iPad charger (BUT YOUR SCREEN MUST BE OFF).


https://discussions.apple.com/docs/DOC-3511

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Mið 28. Jan 2015 21:12
af Blackened
Mátt samt ekki draga cat5 með raflögnum.. bara ef það eru smáspennurör til staðar þaðer.. Síma eða Sjónvarpslagnir

Annars veit ég að Rönning var amk með usb í vegg unit einhver..

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Mið 28. Jan 2015 21:15
af Dúlli
Blackened skrifaði:Mátt samt ekki draga cat5 með raflögnum.. bara ef það eru smáspennurör til staðar þaðer.. Síma eða Sjónvarpslagnir

Annars veit ég að Rönning var amk með usb í vegg unit einhver..


Þú mátt það ekki en það hefur svo lítil áhrif sem enginn, hef langt svona í mörg hús hjá fólki sem ég þekki til og aldrei neitt vesen eða vandamál. Bara flottur frágangur.

Svo eins og ég segi ef það eru fínar COAX lagnir í húsinu er bara gott að skipta þeim út fyrir CAT.

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Mið 28. Jan 2015 21:22
af andribolla
hagur skrifaði:Varðandi CATx með rafmagnslögnum þá er það alveg hægt (fer samt eftir sverleika röranna og hversu mikið er þegar í þeim) en þetta er náttúrulega bannað að gera skv stöðlum.


og ástæðan fyrir því að það er bannað er,
einangrun á cat köplum þola ekki skammhlaupstrauma frá 230v raflögnum, ef það verðu skammhlaup gæti það skotið í gegnum einangrunina á cat kaplinum og í cat leiðarann, ég veit ekki hvað netkortið og router þinn segir um það.
líkurnar á því að það gerist eru samt ekki mjög mikklar.

Dúlli skrifaði: Þú mátt það ekki en það hefur svo lítil áhrif sem enginn, hef langt svona í mörg hús hjá fólki sem ég þekki til og aldrei neitt vesen eða vandamál. Bara flottur frágangur.

Þetta er ekkert nema fúks. flokkast ekki sem flottur frágangur.

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Mið 28. Jan 2015 21:24
af Dúlli
andribolla skrifaði:
hagur skrifaði:Varðandi CATx með rafmagnslögnum þá er það alveg hægt (fer samt eftir sverleika röranna og hversu mikið er þegar í þeim) en þetta er náttúrulega bannað að gera skv stöðlum.


og ástæðan fyrir því að það er bannað er,
einangrun á cat köplum þola ekki skammhlaupstrauma frá 230v raflögnum, ef það verðu skammhlaup gæti það skotið í gegnum einangrunina á cat kaplinum og í cat leiðarann, ég veit ekki hvað netkortið og router þinn segir um það.
líkurnar á því að það gerist eru samt ekki mjög mikklar.

Dúlli skrifaði: Þú mátt það ekki en það hefur svo lítil áhrif sem enginn, hef langt svona í mörg hús hjá fólki sem ég þekki til og aldrei neitt vesen eða vandamál. Bara flottur frágangur.


Þetta er ekkert nema fúks. flokkast ekki sem flottur frágangur.
ég myndi segja þetta sé bara flottur frágangur ef þú notar COAX rörinn í þetta, færð vanalega flott 20mm rör gott pláss fyrir 4x CAT5e kappla skellir svo vegdósir og tengir inn á þær því sem þú þarft að nota.

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Mið 28. Jan 2015 22:24
af zedro
Vó fullt af þrælflottum svörum! Vissi ekki að USB tæki alla dósina þannig ég skelli mér á venjulega innstungu bara :)

Þarf að athuga með COAX lagnir, held að það sé ekkert sem liggur þangað inn. Annars prófa ég stöðugleikann á
powerline gaurum er ekkert annað er í boði. Er ég einn um það að verða hafa þráð frekar en Wifi?

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Mið 28. Jan 2015 22:38
af Dúlli
zedro skrifaði:Vó fullt af þrælflottum svörum! Vissi ekki að USB tæki alla dósina þannig ég skelli mér á venjulega innstungu bara :)

Þarf að athuga með COAX lagnir, held að það sé ekkert sem liggur þangað inn. Annars prófa ég stöðugleikann á
powerline gaurum er ekkert annað er í boði. Er ég einn um það að verða hafa þráð frekar en Wifi?


Nop, ég skipti öllu COAX fyrir lan því ég þoldi ekki WIFI. Er í eldgömlu húsi þar sem eru margir steinveggir.

Já þetta USB tekur alla dósina. og færð bara heil 2x usb tengi.

Hef heyrt finna hluti um svona power line stuff en mér finnst þetta vera helvíti ljótt.

Það er ekkert mál að draga þetta í geng, tekur þessu rólega, einn kaldan kannski :happy og skoðar þetta.

Það er Pottþétt COAX (Loftnets tengill) hjá þér, það er en verið að nota þetta í nýbyggingum. ](*,)

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Fim 29. Jan 2015 01:55
af Viktor
andribolla skrifaði:
hagur skrifaði:Varðandi CATx með rafmagnslögnum þá er það alveg hægt (fer samt eftir sverleika röranna og hversu mikið er þegar í þeim) en þetta er náttúrulega bannað að gera skv stöðlum.


og ástæðan fyrir því að það er bannað er,
einangrun á cat köplum þola ekki skammhlaupstrauma frá 230v raflögnum, ef það verðu skammhlaup gæti það skotið í gegnum einangrunina á cat kaplinum og í cat leiðarann, ég veit ekki hvað netkortið og router þinn segir um það.
líkurnar á því að það gerist eru samt ekki mjög mikklar.

Dúlli skrifaði: Þú mátt það ekki en það hefur svo lítil áhrif sem enginn, hef langt svona í mörg hús hjá fólki sem ég þekki til og aldrei neitt vesen eða vandamál. Bara flottur frágangur.

Þetta er ekkert nema fúks. flokkast ekki sem flottur frágangur.


Ég hélt að þetta væri bannað vegna þess að það skapaðist eldhætta þegar non-230V kaplar eru sett í þessi rör og það gæti kviknað í köplunum #-o

Er ekki einhver rafvirki hér sem getur svarað því?

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Fim 29. Jan 2015 08:33
af Tbot
Þetta snýst meðal annars um skammhlaupsstrauma.
Það er engin vörn í eða fyrir cat strenginn svo 230V gætu verið þar sem á að vera spennufrítt og þá ert það þú sem grillast.

Held að það sé komið leyfi til að taka fiber lagnir með í raflagnir. Er samt ekki klár á því.

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Fim 29. Jan 2015 11:41
af Nitruz
Sá í Rafkaup venjulegan tengil með usb til hliðar

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Fim 29. Jan 2015 17:39
af tlord
Það má EKKI setja neitt sem tilheyrir ekki viðkomandi grein í rafmagsrör.

varðandi USB myndi ég frekar fá mér öflugt hleðslutæki með 4-8 usb götum og hafa það á hentugum stað (borð/hilla)

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Fim 29. Jan 2015 19:25
af tdog
Það má draga fíber í rafmagnsrör samhliða rafstrengjum þar sem þeir leiða ekki rafmagn.

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Fim 29. Jan 2015 22:49
af Gunnar
í fyrsta lagi frá hvaða framleiðanda er rafmagnsefnið þar sem þú ert að flytja?
hér er smá frá abb(rafport)
http://new.abb.com/low-voltage/products ... ng-devices
og ef þú ert með dós í 110cm á hentugum stað er hægt að fá sér iphone dokku, ef þú ert með iphone þar að segja.
http://new.abb.com/low-voltage/products ... usch-idock
og ef þetta er eldra hús með ticino efni
http://www.greatinspaces.be/how-to-simp ... e-devices/
eflaust hægt að finna svona fyrir stærstu framleiðenduna. spyrja bara verslunirnar

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Fös 30. Jan 2015 03:01
af DJOli
ég var einmitt að leggja rafmagn, cat og coax í stóra íbúð í byrjun síðasta árs. við höfðum rafmagnið, coaxið og cat5e (skermaðann) náttúrulega bara í stitthvoru rörinu, og í sitthvora töfluna auðvitað.

ég er hinsvegar alvarlega hlynntur því að leggja cat5e í stofur, og öll herbergi þegar kemur að því að leggja nýlagnir. og hafa þá tvo cat5e í hvert herbergi. einn fyrir afruglara frá eins og símanum sem dæmi, og annan fyrir tölvur, leikjatölvur eða hvað sem notandanum dettur í hug að nota tengilinn í.

Re: Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Fös 30. Jan 2015 08:23
af KermitTheFrog
DJOli skrifaði:ég er hinsvegar alvarlega hlynntur því að leggja cat5e í stofur, og öll herbergi þegar kemur að því að leggja nýlagnir. og hafa þá tvo cat5e í hvert herbergi. einn fyrir afruglara frá eins og símanum sem dæmi, og annan fyrir tölvur, leikjatölvur eða hvað sem notandanum dettur í hug að nota tengilinn í.


Mjög einfalt líka að leggja bara einn cat5e og splitta honum á sitthvorum endanum ef fólk vill nota myndlykil. Þar sem fæstir þurfa meira en 100mbit hvort sem er.

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Fös 30. Jan 2015 10:50
af Gúrú
Hvað er því til fyrirstöðu að leggja Cat6 í stað Cat5e? Hljómar eins og sóun á vinnu að leggja Cat5e kapal ef maður er að því yfirhöfuð.

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Fös 30. Jan 2015 11:25
af hagur
Ekkert því til fyrirstöðu nema aðeins meiri kostnaður (CAT6 kapall er aðeins dýrari en CAT5e) og svo er hann aðeins sverari, stífari og ómeðfærilegri. Gæti verið vesen að draga slíkan kapal í þröng rör.

Svo má líka deila um það hvort að maður hafi í raun eitthvað að gera með CAT6, þar sem CAT5e dugar fyrir gigabit samband í lang flestum tilvikum.

Re: Rafmagnsinnstungur með USB / Net um raflagnir

Sent: Fös 30. Jan 2015 17:40
af andribolla
Cat6 er líka mjög vand-með farin, frágangur á endum þarf að vera nokkuð vandaður.
ekki má koma brot á kápuna, og þar með er mjög vont að koma honum inn í venjulega dós í vegg án þess að skerða eiginleika cat6 strengsins.
þó enþá verði hægt að nota hann við 100/1000 þá ertu eins vel settur með að kaupa cat5 streng og cat5 endabúnað.

framleiðendur cat6 strengja mæla tildæmis með því að nota eigi svona franskarennilása til þess að binda kalpana á stiga en ekki plastbönd.