Síða 1 af 1

Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Sun 09. Feb 2014 22:33
af appel
Hverjir fóru á UT messuna og fengu að prófa Oculus Rift græjuna (Crystal Cove) hjá CCP?

Ég fór, en biðröðin var klukkutími! Þannig að ég prófaði frekar eldri Oculus Rift græjuna hjá Nýherja, einhver rússíbanareið, en varð samt mjög ánægður með það sem ég sá. Þetta er augljóslega framtíðin.

Einhverjir tala um að græjan komi út seint á árinu 2014. Ég er orðinn spenntur alveg svakalega, ætla mér að kaupa gripinn, alveg sama hvað verðið er!

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Sun 09. Feb 2014 22:43
af einarth
Ég prófaði bæði græjuna hjá Nýherja og svo hjá CCP....þetta er tvennt mjög ólíkt :)

Fannst þetta lala hjá Nýherja...en alveg geðveikt hjá CCP - flottara en ég þorði að vona.

Nú er bara að vona að þetta verði ekki of dýrt..

Einar.

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Sun 09. Feb 2014 22:47
af JohnnyRingo
Ég prufaði þetta, var geðveikt.

Ekkert smá mikið immersion að vera með lokuð heyrnatól og oculus á sér, svo djöfulli nett að horfa í kringum sig inní cockpittinu á einhverjum fighter.

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Sun 09. Feb 2014 23:00
af appel
Þetta á klárlega eftir að vera kókaín fyrir suma, "escape-ismi" algjörlega. Fólk á eftir að verða háð þess, sumir kjósa að lifa bara í einhverjum VR heimi, sýndarborg eða sýndarheimi, lifa sem sýndarkarakter. Sjáið bara alla þessa MMORPG leiki, Second Life o.s.frv.

Frekar skrýtin framtíð framundan :}

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Sun 09. Feb 2014 23:02
af chaplin
Ég prufaði þetta hjá Nýherja, algjör snilld, varð reyndar ótrúlega sjóveikur en mun sjálfsagt grípa mér svona græju þegar þetta kemur út. ;)

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Sun 09. Feb 2014 23:05
af ZoRzEr
Gerði mér ekki grein fyrir því að CCP hafi verið með Crystal Cove sett á staðnum. Prófaði hjá þeim Valkyrie snemma á föstudaginn. Virkilega áhugaverð upplifun. Augljóslega var ég að prófa dev kittið þar sem ég gat talið pixlana og myndin flickaði mikið. En bara að sjá hvert þetta stefnir sýnir alveg nóg.

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Sun 09. Feb 2014 23:07
af appel
chaplin skrifaði:Ég prufaði þetta hjá Nýherja, algjör snilld, varð reyndar ótrúlega sjóveikur en mun sjálfsagt grípa mér svona græju þegar þetta kemur út. ;)

Ég varð ekkert sjóveikur né þreyttur í augunum, sem lofar góðu fyrir mig því Crystal Cove er víst mun betri hvað þá þætti varðar. Þeir eru búnir að lagfæra þetta sjóveikisdót að mestu.

Þetta er fínt:


Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Sun 09. Feb 2014 23:08
af appel
ZoRzEr skrifaði:Gerði mér ekki grein fyrir því að CCP hafi verið með Crystal Cove sett á staðnum. Prófaði hjá þeim Valkyrie snemma á föstudaginn. Virkilega áhugaverð upplifun. Augljóslega var ég að prófa dev kittið þar sem ég gat talið pixlana og myndin flickaði mikið. En bara að sjá hvert þetta stefnir sýnir alveg nóg.

Ég veit ekki hvaða græju CCP var með, en augljóslega ekki dev-prótótýpan sem sem er í boði fyrir alla. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið Crystal Cove þar sem CCP er í samstarfi við OculusVR, I could be wrong!

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Sun 09. Feb 2014 23:21
af ZoRzEr
appel skrifaði:
ZoRzEr skrifaði:Gerði mér ekki grein fyrir því að CCP hafi verið með Crystal Cove sett á staðnum. Prófaði hjá þeim Valkyrie snemma á föstudaginn. Virkilega áhugaverð upplifun. Augljóslega var ég að prófa dev kittið þar sem ég gat talið pixlana og myndin flickaði mikið. En bara að sjá hvert þetta stefnir sýnir alveg nóg.

Ég veit ekki hvaða græju CCP var með, en augljóslega ekki dev-prótótýpan sem sem er í boði fyrir alla. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið Crystal Cove þar sem CCP er í samstarfi við OculusVR, I could be wrong!


Ég spjallaði aðeins við þá, þeir sögðust vera með Crystal Cove settið í prófun hjá CCP á Grandanum. Þori ekki að fullyrða hvaða kit þeir voru með þarna fyrir almenna prófun þarna í þessu þriggja sæta setupi en það leit út eins og dev kittið held ég.

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Mán 10. Feb 2014 02:39
af JohnnyRingo
Ég fann ekkert fyrir sjóveiki eða svima eftirá.

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Mán 10. Feb 2014 13:56
af Jss
Prófaði þetta hjá CCP og fannst þetta mjög flott og reyndar betra en ég bjóst við. Minnir að tækin hafi verið merkt "Development HD".

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Mán 10. Feb 2014 17:40
af Saber
Ásonna Mynd

(Þ.e.a.s. original dev kittið)

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Mán 10. Feb 2014 18:15
af appel
Ég myndi pottþétt panta mér svona strax ef ég vissi að það væri ekki betri týpa á leiðinni. Það sem þeir eru með á vefnum sínum er úrelt developer kit. Mig langar í nýjast og bestast.

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Þri 11. Feb 2014 12:04
af Chameleon
Þeir voru ekki með Crystal Cove á UT messunni. Þeir voru einfaldlega með "HD Prototype" útgáfuna af fyrsta dev kittinu.

Crystal Cove er með OLED skjá með svokölluðu "low persistance", sem snarminnkar motion blurrið sem er í dev kittinu og HD prótótýpunni, en þau kit eru með LCD skjá.

En ég prufaði þetta einmitt hjá CCP og fannst algjör snilld, motion blurrið truflaði mig aðeins en veit að það hefur verið að mestu leyti leyst í framtíðar útgáfum.

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Fös 14. Feb 2014 10:00
af linenoise
Chameleon skrifaði:Þeir voru ekki með Crystal Cove á UT messunni. Þeir voru einfaldlega með "HD Prototype" útgáfuna af fyrsta dev kittinu.

Crystal Cove er með OLED skjá með svokölluðu "low persistance", sem snarminnkar motion blurrið sem er í dev kittinu og HD prótótýpunni, en þau kit eru með LCD skjá.

En ég prufaði þetta einmitt hjá CCP og fannst algjör snilld, motion blurrið truflaði mig aðeins en veit að það hefur verið að mestu leyti leyst í framtíðar útgáfum.

Ég vissi ekki þetta með OLED, töff! Crystal cove er með 6 degrees of freedom líka, þ.e. skynjar hliðrun á höfði til viðbótar við snúning, þ.a. hausinn er ekki fastur á einum stað. Það hjálpar til upp á bæði immersion og sjóveiki.

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Þri 18. Feb 2014 11:52
af appel
appel skrifaði:Ég myndi pottþétt panta mér svona strax ef ég vissi að það væri ekki betri týpa á leiðinni. Það sem þeir eru með á vefnum sínum er úrelt developer kit. Mig langar í nýjast og bestast.


Jæja, ég ákvað að kaupa einn svona grip, Oculus Rift DK1, og er kominn með í hendurnar.

Þetta er alveg mergjað. Allt annað að vera með þetta og geta prófað ótakmarkað, en ekki bara í 1 mínútu í sýningarbás.

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Þri 25. Mar 2014 22:57
af hkr
FB að kaupa Oculus:
http://www.oculusvr.com/blog/oculus-joins-facebook/
https://www.facebook.com/zuck/posts/101 ... ream_ref=1

Hefði nú frekar vilja sjá það fara til Valve eða einhvers leikjaframleiðanda heldur en FB..

Re: Oculus Rift (HD) á UT messunni

Sent: Þri 25. Mar 2014 23:45
af GullMoli