Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Viktor » Fös 08. Nóv 2013 00:48

Sælir.
Núna er ég farinn að spá meira og meira í "sjálfvirku heimili"(home automation) af því að mér finnst það spennandi hugmynd.

Nenni ekki að hringja í rafvirkja strax svo mig langaði að heyra í vaktinni.
Mig langar sem sagt að búa til græju sem stjórnar ljósum heimilisins.

Ég er ekki að tala um það hvernig sé best að útfæra þetta hugbúnaðarlega-séð heldur vélbúnaðarlega.

Ég þyrfti helst að hafa þetta miðlægt og hafa 'switches' á einum stað þar sem þeir tengjast allir í tölvu, hversu mikið vesen er það að leggja sér lögn úr hverju ljósi í miðlægu tölvuna?

Rissaði hárnákvæma mynd af íbúðinni, þetta eru sem sagt 13 ljósastæði, en öll 6 ljósin í stofunni eru og verða tengd saman, öll þrjú í eldhúsi/gangi og bæði ljósin á klósettinu.
Svo þetta eru 4 svæði sem mig langar að stýra, þar með talið svefnherbergið.

íbúð.png
íbúð.png (133.58 KiB) Skoðað 8370 sinnum


Eins og er er þetta svona sett upp, frekar funky að ljósin á baðinu eru ekki samtengd eins og þið sjáið, þetta eru sem sagt staðsetningin á slökkvurunum sem stýra ljósunum núna, þess má geta að rafmagnstaflan er vinstra megin við skrifborðið:

íbúð2.png
íbúð2.png (138.49 KiB) Skoðað 8370 sinnum


Hversu mikið vesen er þetta? Fer það bara eftir því hvernig þetta er sett upp í hverju húsi fyrir sig? Þarf ég að fá teikningarnar af raflögnunum til þess að geta grúskað í þessu?

Með fyrirfram þökk.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf odinnn » Fös 08. Nóv 2013 02:58

Myndi segja að þú þurfir að hafa betri hugmynd um hvað tækni/efni þú ætlar að nota í þetta því í engu tilviki get ég séð fyrir mér að "leggja eina lögn úr hverju ljósi" sé nóg. Það er ástæða fyrir því að það er ekki mikið um svona breytingar og aðalega notað í nýbyggingum og atvinnuhúsnæði með falskloft með nóg pláss fyrir kapalleiðir.

Hafðiru hugsað þér að nota KNX eða aðra BUS stýrða kubba? Þá þarftu venjulega rafmagnsleiðslur til að mata spennu í kubbana og svo stýristraums leiðslu til að bera stýrimerkið til stýrikubbsins og rofans. Af minni reynslu þá passar það ekki í venjulegt íslenskt rafmagnsrör plús það að þessir kaplar "eiga ekki" að vera mjög nálægt hvor öðrum uppá truflanir. Svo þarf að láta forrita allt þetta til þetta virki, ekki plug'n play.

Ef þú ætlar hleypa á og rjúfa strauminn í töflunni þá þarftu í það minnsta 2 auka leiðslur í rörin, eina frá rofa til að geta stýrt hvort straumurinn skuli vera af/á og svo leiðsla frá stýringunni í ljósið. Ég reikna með að þú þurfir ennþá að hafa fasa/núll/jörð þarna líka þar sem innstungur eru venjulega tengdar upp í loftadós og ekki viltu hafa rofa á innstungunum. Í þessari lausn myndi ég líka hafa smá áhyggjur af plássi í töflunni þar sem svona stýringar geta tekið töluvert pláss.

Ps. það er ólöglegt að "grúska" í raflögnum, svona bara svo það komi fram.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Oak » Fös 08. Nóv 2013 07:11

Dali kerfi gæti alveg gengið það eru bara 5 vírar í því. En það er líka dýrt.


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64

Skjámynd

ASUStek
spjallið.is
Póstar: 451
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 05:19
Reputation: 8
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf ASUStek » Fös 08. Nóv 2013 08:14

en að setja bara hreyfiskynjara í stað þrýstirofa?



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf gardar » Fös 08. Nóv 2013 09:18

Hvað með að skella svona perum út um allt og stjórna dótinu svo með símanum?

http://www.kickstarter.com/projects/lim ... reinvented




Andri Þór H.
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Mið 13. Maí 2009 19:58
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Andri Þór H. » Fös 08. Nóv 2013 09:25

Var búinn að heyra af nýju kerfi frá GIRA (S.Guðjónson) http://www.sg.is að það virki þannig að það kemur tölva frá GIRA inni í töflu
og hún væri nettengd og svo kaupir þú nýja rofa í allt og þeir tala við þessa tölvu í gegnum rafmagnið þannig að það þarf ekki að breyta neinu eða bæta við vírum í húsið..

Rofarnir tala saman eins og Net yfir rafmagn gerir fyrir Ethernet.

mundi bíða aðeins með þetta eða sjá og fylgjast með hvenar þetta kemur.. held að þetta eigi að koma mitt sumar 2014 :happy

Þetta er allavega framtíðin í Home Automation.




Andri Þór H.
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Mið 13. Maí 2009 19:58
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Andri Þór H. » Fös 08. Nóv 2013 09:26

Og svo seturu upp forrit í símann eða spjaldtölvuna og forritið talar við hvern og einn rofa :D



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf tdog » Fös 08. Nóv 2013 10:46

Oak skrifaði:Dali kerfi gæti alveg gengið það eru bara 5 vírar í því. En það er líka dýrt.

DALI er bara með 4 víra, DA/DB/+/-.

Annars myndi ég fá mér þráðlausa KNX rofaliða og setja bara í loftdósirnar. Annars er svona lagað massa vesen og getur kostað þig mikið í vinnukaupum, því þú mátt ekki eiga við þetta sjálfur sem leikmaður.



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Viktor » Fös 08. Nóv 2013 12:26

Þakka öll svörin!
Þetta er greinilega töluvert vesen og þessar lausnir sem bent er á hér eru allt mjög dýrar, það sem ég er að spá í myndi líklega kosta tugi þúsunda.

Þá myndi ég frekar fara í svona pælingar, þeas. að forrita þráðlausa græju sem actually ýtir á takkana:



I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2348
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 52
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Klaufi » Fös 08. Nóv 2013 12:30

Hvað má vélbúnaðurinn kosta?

Ekki segja sem minnst, hvaða hugmynd hefur þú?

P.s. Ef þú ætlar í þráðlaust, kíktu á CoCo efnið í rönning, hræódýrt og þetta virðist vera í lagi..


Mynd

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Viktor » Fös 08. Nóv 2013 12:37

Klaufi skrifaði:Hvað má vélbúnaðurinn kosta?

Ekki segja sem minnst, hvaða hugmynd hefur þú?

P.s. Ef þú ætlar í þráðlaust, kíktu á CoCo efnið í rönning, hræódýrt og þetta virðist vera í lagi..


Í bjartsýni minni sé ég fyrir mér 10-20 þ. fyrir amk. einn switch, með möguleika á því að bæta við fleirum.

Kíkti aðeins á þetta CoCo, góð hugmynd en langar ekki beint í svona plast-fjarstýringu heldur var pælingin að búa til hugbúnað t.d. fyrir Android og iOS til þess að stjórna :)

Framtíðarplönin eru svo að geta stýrt gluggatjöldunum í stofunni, hátölörum ofl. í sömu græjunni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Oak » Fös 08. Nóv 2013 12:53

tdog skrifaði:
Oak skrifaði:Dali kerfi gæti alveg gengið það eru bara 5 vírar í því. En það er líka dýrt.

DALI er bara með 4 víra, DA/DB/+/-.

Annars myndi ég fá mér þráðlausa KNX rofaliða og setja bara í loftdósirnar. Annars er svona lagað massa vesen og getur kostað þig mikið í vinnukaupum, því þú mátt ekki eiga við þetta sjálfur sem leikmaður.


Veit að dali einingin sjálf notar bara 4 en getur líka verið með dali ljós með þrýsti rofa sem notar bara 3 en það er annað mál. Ég er samt að tala um 5 inní töflu og þú sleppur ekkert við jörðina.


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64

Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Oak » Fös 08. Nóv 2013 12:58

Sallarólegur skrifaði:
Klaufi skrifaði:Hvað má vélbúnaðurinn kosta?

Ekki segja sem minnst, hvaða hugmynd hefur þú?

P.s. Ef þú ætlar í þráðlaust, kíktu á CoCo efnið í rönning, hræódýrt og þetta virðist vera í lagi..


Í bjartsýni minni sé ég fyrir mér 10-20 þ. fyrir amk. einn switch, með möguleika á því að bæta við fleirum.

Kíkti aðeins á þetta CoCo, góð hugmynd en langar ekki beint í svona plast-fjarstýringu heldur var pælingin að búa til hugbúnað t.d. fyrir Android og iOS til þess að stjórna :)

Framtíðarplönin eru svo að geta stýrt gluggatjöldunum í stofunni, hátölörum ofl. í sömu græjunni.


Miðað við þessar pælingar væri náttúrulega lang best að bygga þér nýtt hús þar sem þú getur gert ráð fyrir öllu þessu dóti. En það er alltaf einhver lausn á þessu máli hjá þér.

http://www.smarthome.com/android_apps.html Hefurðu skoðað þetta eitthvað? Var bara að googla þetta sjálfur ekkert búinn að skoða en þetta gæti kannski verið ein lausn.


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf beatmaster » Fös 08. Nóv 2013 13:04

Það er til bæði Android og IOS app fyrir CoCo og er eina raunhæfa lausnin sem að kostar ekki einhverja rosapeninga (ég er samt hlutdrægur)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Viktor » Fös 08. Nóv 2013 19:39

Oak skrifaði:http://www.smarthome.com/android_apps.html Hefurðu skoðað þetta eitthvað? Var bara að googla þetta sjálfur ekkert búinn að skoða en þetta gæti kannski verið ein lausn.


Kíki á þetta, takk.

beatmaster skrifaði:Það er til bæði Android og IOS app fyrir CoCo og er eina raunhæfa lausnin sem að kostar ekki einhverja rosapeninga (ég er samt hlutdrægur)


http://www.coco-technology.com/shop/pro ... /ics-1001/

Bara þetta unit kostar ~30k, þá á eftir að græja allt annað :(

Er að fara í gegnum þetta núna, athuga hvort Kínverjinn geti ekki reddað einhverju á skikkanlegu verði, rosalegt að vera að versla af aðilum sem flytja inn frá Kína yfir til sín og svo frá þeim til Íslands.

http://www.ebay.com/sch/i.html?&_nkw=wireless+dimmer


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

OliA
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Mið 19. Mar 2003 01:23
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf OliA » Fös 08. Nóv 2013 20:18

Home automation er dýrt ef þú ætlar að breyta gamalli raflögn. Annað mál gildir ef þú ert að byggja, þá er kostnaðarmunur á "venjulegri raflögn" og home automation ekki svo mikill (ef reiknað er inn í dæmið hitastýringar, dimmaliðar og rofar).

Ef þú hefur hug á að stýra bara ljósum, þá benti einhver á kickstarter programið Lifx, sem er reyndar farið af stað samkvæmt nýjustu heimildum en löng bið enn þá eftir perum.

Annað sem hægt er að skoða er Hue frá Philips, mjög svipuð hugmynd og Lifx, þ.e. það er app í símann sem stjórnar perunum yfir WiFi, starter kitið er á ~250$ á ebay.

Ef þú ert bara að hugsa um að stýra ljósum, þá eru þessar perur málið.

Ef þú ferð útí það að skipta út búnaði fyrir KNX/DALI/instersystemname er kostnaður farinn að hlaupa á tugum þúsnunda fyrir hverja kveikingu.

Mbk,


The real problem with hunting elephants is carrying the decoys.

Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 560
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf roadwarrior » Fös 08. Nóv 2013 22:27

beatmaster skrifaði:Það er til bæði Android og IOS app fyrir CoCo og er eina raunhæfa lausnin sem að kostar ekki einhverja rosapeninga (ég er samt hlutdrægur)


x2



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Viktor » Fös 08. Nóv 2013 23:14

roadwarrior skrifaði:
beatmaster skrifaði:Það er til bæði Android og IOS app fyrir CoCo og er eina raunhæfa lausnin sem að kostar ekki einhverja rosapeninga (ég er samt hlutdrægur)


x2


Þetta myndi kosta

1 stk. 152€ - The link between your iPad, iPhone or Android phone/tablet and your COCO system.
http://www.coco-technology.com/shop/pro ... /ics-1001/

4 stk. 30€ - Suited to dim lighting wirelessly with a COCO transmitter of your choice.
http://www.coco-technology.com/shop/aws-3500/

Samtals: 272 €
45.000 kr.
með VSK: 56.000 kr.

Þetta er því miður way over budget. Ég mun finna ódýrari leið, sanniði til ;)

gardar skrifaði:Hvað með að skella svona perum út um allt og stjórna dótinu svo með símanum?

http://www.kickstarter.com/projects/lim ... reinvented


Á því miður ekki 70-130 þúsund krónur til þess að eyða í ljósaperur, en jújú, I wish ;)

Er núna farinn að pæla í WIFI switch, hún talar um að það þurfti 'neutral' wire, sem sagt heitt, kalt, ground og neutral, er ekki ólíklegt að maður sé með slíkt í 20-30 ára gömlu húsi?
http://store.linksys.com/Belkin-WeMo-Li ... ewprod.htm



Hér eru svo WIFI led perur á 30$
http://www.smarthome.com/2672-222/INSTE ... ulb/p.aspx

Hér er svo cheap wireless perustæði með fjarstýringu:
http://www.ebay.com/itm/400560664329

Hér eru svo mjög ódýrir þráðlausir rofar:
http://www.ebay.com/sch/Home-Automation ... ch&_sop=15

Ég trúi varla að menn geti rukkað svona upphæðir eins og þessir aðilar sem hafa verið bent á í þessum þræði gera. Jújú, ekki sömu gæði eða möguleikar, en cmon.

Hér er þessi fíni wireless dimmer á 22$, fyrir allt að 2 strauma:
http://www.ebay.com/itm/251245272892

RGB Wifi Bulbs fyrir android:
http://www.ebay.com/itm/360759304656


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Tbot » Mán 11. Nóv 2013 09:41

Sallarólegur skrifaði:
roadwarrior skrifaði:
beatmaster skrifaði:Það er til bæði Android og IOS app fyrir CoCo og er eina raunhæfa lausnin sem að kostar ekki einhverja rosapeninga (ég er samt hlutdrægur)


x2


Þetta myndi kosta

1 stk. 152€ - The link between your iPad, iPhone or Android phone/tablet and your COCO system.
http://www.coco-technology.com/shop/pro ... /ics-1001/

4 stk. 30€ - Suited to dim lighting wirelessly with a COCO transmitter of your choice.
http://www.coco-technology.com/shop/aws-3500/

Samtals: 272 €
45.000 kr.
með VSK: 56.000 kr.

Þetta er því miður way over budget. Ég mun finna ódýrari leið, sanniði til ;)

gardar skrifaði:Hvað með að skella svona perum út um allt og stjórna dótinu svo með símanum?

http://www.kickstarter.com/projects/lim ... reinvented


Á því miður ekki 70-130 þúsund krónur til þess að eyða í ljósaperur, en jújú, I wish ;)

Er núna farinn að pæla í WIFI switch, hún talar um að það þurfti 'neutral' wire, sem sagt heitt, kalt, ground og neutral, er ekki ólíklegt að maður sé með slíkt í 20-30 ára gömlu húsi?
http://store.linksys.com/Belkin-WeMo-Li ... ewprod.htm



Hér eru svo WIFI led perur á 30$
http://www.smarthome.com/2672-222/INSTE ... ulb/p.aspx

Hér er svo cheap wireless perustæði með fjarstýringu:
http://www.ebay.com/itm/400560664329

Hér eru svo mjög ódýrir þráðlausir rofar:
http://www.ebay.com/sch/Home-Automation ... ch&_sop=15

Ég trúi varla að menn geti rukkað svona upphæðir eins og þessir aðilar sem hafa verið bent á í þessum þræði gera. Jújú, ekki sömu gæði eða möguleikar, en cmon.

Hér er þessi fíni wireless dimmer á 22$, fyrir allt að 2 strauma:
http://www.ebay.com/itm/251245272892

RGB Wifi Bulbs fyrir android:
http://www.ebay.com/itm/360759304656




Skoðaði dimmerinn, sé enga CE merkingu á honum. (Gætir hugsanlega galdrað Kína CE merkingu á hann). Trúlega sama á við hluta af hinu sem þú vísar á.

Þannig að það má ekki flytja búnaðinn inn og enginn rafvirki mun tengja hann.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf beatmaster » Mán 11. Nóv 2013 10:24

Svona til að áretta þá er þessi CoCo lausn sem að þú talar um að kosti 56.000 kr. með 4 móttökurum ódýrt miðað við að KNX lausn myndi væntanlega kosta aldrei kosta undir 500.000 kr.

Ekkert að því sem að þú hefur fundið ódýrt á ebay sýnist mér vera löglegt á Íslandi og myndi væntanlega verða eyðilagt í tollinum eða þér boðið að senda hlutina til baka, því miður þá kostar að fá CE vottun og ódýrir kínaframleiðendur eru ekkert að hafa áhuga á því, þú verður allavega að passa að það sé örugglega CE merkt það sem að þú pantar þér af netinu til þess að það fái að komast í gegnum tollinn


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Garri » Mán 11. Nóv 2013 10:35

Er núna farinn að pæla í WIFI switch, hún talar um að það þurfti 'neutral' wire, sem sagt heitt, kalt, ground og neutral, er ekki ólíklegt að maður sé með slíkt í 20-30 ára gömlu húsi?

Neutral wire, oftast hvítur, er eins og annað skautið á geymi eða batterí. Riðstraumur þarf tvo víra rétt eins og jafnstraumur til að mynda hringrás. Riðstraumur fer fram og til baka en jafnstraumur frá mínus í plús.

Þannig að neutral vír er í öllum húsum, hvort sem þau eru gömul eða ný.




Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Swanmark » Mán 11. Nóv 2013 12:10

Arduino er tilvalið í svona!


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf tdog » Mán 11. Nóv 2013 14:30

Swanmark skrifaði:Arduino er tilvalið í svona!


Arduino rýfur ekkert álag. Þyrftir held ég tvö relay bara til þess að stýra einu ljósi. Eitt sem stýrir stýrispennu, T.d 12V (skilrofi) finder liði sem opnar og lokar fyrir 230V stýrispennu og svo 230V relay (aflrofa) sem opnar og lokar fyrir ljósið sjálft.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf Tbot » Mán 11. Nóv 2013 15:07

Garri skrifaði:
Er núna farinn að pæla í WIFI switch, hún talar um að það þurfti 'neutral' wire, sem sagt heitt, kalt, ground og neutral, er ekki ólíklegt að maður sé með slíkt í 20-30 ára gömlu húsi?

Neutral wire, oftast hvítur, er eins og annað skautið á geymi eða batterí. Riðstraumur þarf tvo víra rétt eins og jafnstraumur til að mynda hringrás. Riðstraumur fer fram og til baka en jafnstraumur frá mínus í plús.

Þannig að neutral vír er í öllum húsum, hvort sem þau eru gömul eða ný.



Núllið er blátt (ljós blátt) samkvæmt IST 200.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Rafvirkjar! Tengja öll ljós miðlægt

Pósturaf upg8 » Mán 11. Nóv 2013 15:19

"Leggja" loftljósunum, þú hefur miklu betri stjórn á lýsingu með lömpum og þá þarft þú ekkert að eiga við raflagnirnar.

Fáðu þér sett af RF fjarstýrðum rofum 230V, CE vottuðum og setur á hvern lampa. Stillir fjarstýringuna og ljósin, tekur síðan fjarstýringuna í sundur og lætur arduino stjórna rofunum á henni... getur svo bætt við kerfið smám saman, -er nokkur reglugerð sem bannar það? Tek það fram að ég er ekki rafvirki og þvi varpa eg þessu fram sem spurningu.
Síðast breytt af upg8 á Mán 11. Nóv 2013 15:26, breytt samtals 1 sinni.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"