Staða 5G farsímaneta á Íslandi

Umræða um það sem koma skal, bæði í vélbúnaði og hugbúnaði

Höfundur
jonfr1900
Ofur-Nörd
Póstar: 272
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Staða 5G farsímaneta á Íslandi

Pósturaf jonfr1900 » Lau 13. Feb 2021 01:55

Veit einhver hver staða 5G farsímakerfa er á Íslandi. Það er ekki mikið komið um útbreiðslukort um 5G hjá farsímafyrirtækjunum. Það er helst kort frá Nova sem ég hef séð. Eins og þetta kort sem fylgdi með fréttinni um iPhone 12 og 5G.

5G í boði fyr­ir iP­ho­ne (mbl.is)
Tilkynningin frá Nova um það sama.

Síminn er kominn með 5G vefsíðu en ekkert annað sýnist mér. Ég hef ekki séð neina 5G vefsíðu hjá Vodafone. Það verður einnig mikill munur þegar farsímafyrirtækin fara að slökkva á 3G kerfunum sem eru úrelt og fáir nota í dag.Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1029
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 255
Staða: Ótengdur

Re: Staða 5G farsímaneta á Íslandi

Pósturaf Njall_L » Fös 19. Feb 2021 08:20

Þekki nú ekki hvernig gengur að koma 5G sendum upp eða hverjir eru að byggja upp kerfi. Eru enn bara Vodafone og Síminn að byggja upp kerfin og síðan leigja öðrum inn á þau? Eða er þessi kynslóð eitthvað öðruvísi?

Hinsvegar var mér ánægjulega komið á óvart þegar ég mætti í vinnuna (póstnúmer 203) í morgun og sá að ég lenti á fullu 5G neti í fyrsta skiptið. Er með iPhone 12 Pro og henti í eitt speed-test. Get nú ekki sagt að það sé neinn áþreifanlegur munur 5G á 4G sem var hérna áður en þó alltaf gaman að sjá hærri tölur.

151312098_152522443369544_5855340046339382843_n.jpg
151312098_152522443369544_5855340046339382843_n.jpg (64.28 KiB) Skoðað 559 sinnum


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | RTX 3060TI
Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

zetor
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 319
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Re: Staða 5G farsímaneta á Íslandi

Pósturaf zetor » Fös 19. Feb 2021 08:31

Viðskiptablaðið 11.október 2020

"Byltingin í tengslum við 5G fjarskiptakerfið er að hefjast hérlendis. Eru fjarskiptafyrirtæki þegar búin að koma upp nokkrum 5G-sendum, þannig er Vodafone með sendi við höfuðstöðvar sínar á Suðurlandsbraut og Nova hefur sett upp sendi í Reykjavík, sem og í Sandgerði, Vestmannaeyjum og á Hellu. Síminn er að hefja sína uppbyggingu. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Vodafone, telur að ekki sé nema eitt ár í að 5G nái almennilegri fótfestu hér á landi."

Er er einhver sem býr þarna í Sandgerði, Hellu og Vestmanneyjum og er með reynslu af þessu neti síðan þetta var sett upp?
Síðast breytt af zetor á Fös 19. Feb 2021 08:33, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3710
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 87
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Staða 5G farsímaneta á Íslandi

Pósturaf Pandemic » Fös 19. Feb 2021 11:46

Besta sem ég hef fengið hérna í Skeifunni á 5G
148235677_447247676416662_7788503629378535971_n.png
148235677_447247676416662_7788503629378535971_n.png (719.34 KiB) Skoðað 458 sinnum
Síðast breytt af Pandemic á Fös 19. Feb 2021 11:46, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14931
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1417
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Staða 5G farsímaneta á Íslandi

Pósturaf GuðjónR » Fös 19. Feb 2021 13:33

I’m 5G ready!
Viðhengi
0D72AA3F-2FA7-486B-8EBB-E4816AFDEABD.jpeg
0D72AA3F-2FA7-486B-8EBB-E4816AFDEABD.jpeg (26.22 KiB) Skoðað 389 sinnum
Höfundur
jonfr1900
Ofur-Nörd
Póstar: 272
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Staða 5G farsímaneta á Íslandi

Pósturaf jonfr1900 » Lau 20. Feb 2021 00:23

Ég held að Nova sé komið lengst í að byggja upp 5G farsímakerfi. Samkvæmt tíðnileyfi allra farsímafyrirtækjanna þá þurfa þau að ná 25% af íbúarfjölda Íslands fyrir 31.12.2021 og lágmark 30 senda. Síðan er sérkrafa um útbreiðslu á landsbyggðinni.

Nova samþykkti þessa smábæi.
Hellu
Sandgerði
Vestmannaeyjar

Vodafone (Sýn) samþykkti þessa smábæi.
Hvolsvelli
Siglufirði
Grindavík

Síminn samþykkti þessa smábæi.
Blönduós
Þorlákshöfn
Egilsstaðir

Það er ekkert sem stöðvar símafyrirtækin að nota önnur tíðnisvið en 3500Mhz til 3700Mhz sem hefur verið sérstaklega úthlutað fyrir 5G. Öll fyrirtækin á Íslandi geta notað 900Mhz/1800Mhz/2100Mhz/2600Mhz fyrir 5G þjónustu samhliða 4G þjónustu. Það eina sem munar er hraðinn. Lægri tíðni þýðir minni hraði vegna takmarkana á bandvídd þar sem úthlutun á þessum tíðnisviðum er takmörkuð við 20Mhz í flestum tilfellum (úthlutun er ekki jöfn á Íslandi af einhverjum ástæðum). Úthlutun á 3500Mhz til 3700Mhz á hvert farsímafyrirtæki fyrir 5G er 100Mhz og það þýðir hraða yfir 1GB eins og sést hérna að ofan.