Síða 1 af 1
Vidaxl.is
Sent: Fös 20. Jún 2025 00:10
af gutti
Ég ákvað að prófa að kaupa þessa hátalarar standur hjá
https://is.vidaxl.is/e/vidaxl-studio-mo ... 22137.html.
Málið er stendur á síðunni tæki 1 til 3 daga að senda en núna er komið. 2 vikur sendi mail átti að koma 6/11 þannig reyndi að fá endurgreitt var of seint þegar vera að undirbúa sendingu. Frekar spess keypti 8 júní ekkert en þá komið hvar ykkur reynsla að panta frá vidaxl

Svar frá þeim
Takk fyrir að hafa samband vegna pöntunar númer
Hér fyrir neðan finnurðu þær upplýsingar um sendinguna sem beðið var um:
[70083 + vidaXL Stúdíó Mónitor Hátalara Standar 2 stk. Svart Stál]
Staða sendingar:
Í meðhöndlun hjá vidaXL
Sendiþjónusta:
Posturinn
Rakningarnúmer (hver sendur kassi er með sínu eigin rakningarnúmeri):
Áætlaður afhendingardagur:
2025-06-11
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef frekari spurningar vakna.
Með bestu kveðju,
vidaXL
Re: Vidaxl.is
Sent: Fös 20. Jún 2025 07:14
af Frussi
Þesso síða lítur mjög mikið út eins og ein af þessum dropshipping scam rusl síðum. Myndi bara heyra í bankanum og fá bakfært
Re: Vidaxl.is
Sent: Fös 20. Jún 2025 07:56
af rostungurinn77
Þú gætir fengið sendingu einhverntíma.
Hvort innihaldið sé það sem þú pantaðir er síðan önnur saga.
Miðað við trustpilot er vandamálið ekki að þeir sendi ekki heldur að fólk er að fá ranga vöru.
Re: Vidaxl.is
Sent: Fös 20. Jún 2025 08:37
af Televisionary
Ég keypti vöru þarna eftir ábendingu frá einum hérna á vaktinni. Varan skilaði sér en þetta tók smá tíma. En mér lá ekkert á þessu.
Varan stóðst væntingar og vel það, fínar leiðbeiningar með. En þetta gætu hafa verið 14-15 dagar mögulega minnir mig.
Re: Vidaxl.is
Sent: Fös 20. Jún 2025 09:24
af kizi86
lenti í endalausu veseni með að versla hjá VidaXL í fyrra, keypti jólatré frá þeim, í byrjun nóvember, átti að taka 1-3 daga að berast mér, þar sem það átti að vera til í "staðbundnu vöruhúsi/ local warehouse", sendi þeim möööörg email, þar sem ég var endalaust að kvarta yfir hvað þetta væri að taka langan tíma, alltaf var sagt að þetta er bara rétt ókomið.. fékk það 2 dögum fyrir jól, þannig jólin redduðust rétt svo, kom í ljós, að tréð var sent með skipi, ekki flugi lol.. en fékk nærri helminginn endurgreiddann,þar sem ég gekk svo hart eftir að fá þetta bætt, að mér hefði verið lofað max 3 dögum í afhendingu, sem tók svo næstum 2 mánuði að fá afhent, 25% í reiðufé, þe endurgreiðslu, og 25% sem inneign til að panta frá þeim aftur
Re: Vidaxl.is
Sent: Fös 20. Jún 2025 11:01
af gutti
Fékk svar frá þeim
Kæri viðskiptavinur,
Við biðjumst afsökunar á seinkun á afhendingu nýlegar pantanir þinnar.
Við skiljum hversu mikilvægt það er að fá vörurnar þínar fljótt, og við óskum eftir skilningi vegna hugsanlegrar óþæginda.
Þegar við skoðuðum fylgiskiptagögn, erum við ánægð með að segja að pöntunin þín er nú í sendingu og stendur enn í virku, eðlilegu ástandi frá og með 26. júní.
Við fylgjumst náið með framvindunni og munum veita þér frekari upplýsingar þegar við fáum meira.
Takk fyrir þolinmæðina og skilninginn, og við biðjumst afsökunar á þessari seinkun—við viljum alls ekki að þetta gerist fyrir neinn af virðulegu viðskiptavinum okkar.
Re: Vidaxl.is
Sent: Fös 20. Jún 2025 11:12
af ejm
Ég hef pantað þarna tvisvar.
Í fyrra skiptið þá var það eitthvað sem mér lá ekkert á - sem kom sér vel, því ég þurfti að sækja vöruna í eitthvað lagerhúsnæði í Hafnarfirði. Í seinna skiptið þá kom varan með pósti.
Þetta er eitthvað dropshipping dót, og frekar pirrandi að þeir skuli enn þá auglýsa nokkurra daga sendingartíma, þegar raunin er að þetta er sent með skipi. Svo sýnist mér kominn tími til þess að uppfæra AI-ið sem þeir láta þýða fyrir sig.
Re: Vidaxl.is
Sent: Fös 20. Jún 2025 11:43
af GuðjónR
gutti skrifaði:Fékk svar frá þeim
Kæri viðskiptavinur,
Við biðjumst afsökunar á seinkun á afhendingu nýlegar pantanir þinnar.
Við skiljum hversu mikilvægt það er að fá vörurnar þínar fljótt, og við óskum eftir skilningi vegna hugsanlegrar óþæginda.
Þegar við skoðuðum fylgiskiptagögn, erum við ánægð með að segja að pöntunin þín er nú í sendingu og stendur enn í virku, eðlilegu ástandi frá og með 26. júní.
Við fylgjumst náið með framvindunni og munum veita þér frekari upplýsingar þegar við fáum meira.
Takk fyrir þolinmæðina og skilninginn, og við biðjumst afsökunar á þessari seinkun—við viljum alls ekki að þetta gerist fyrir neinn af virðulegu viðskiptavinum okkar.
Hahaha meira bullið, við viljum alls ekki að þetta gerist fyrir þig herra virðulegi viðskiptavinur.

Re: Vidaxl.is
Sent: Fös 20. Jún 2025 13:21
af KaldiBoi
Kem því ekki í orð hvað ég hata þessa vefsíðu mikið.
Gerðu já.is/vorur ónothæft.
Re: Vidaxl.is
Sent: Fös 20. Jún 2025 15:38
af gutti
Áætlaður afhendingartími:
Líklegasti afhendingardagur miðað við núverandi stöðu sendingar er 23.06.2025
Sendingarnúmer:
FN243106070IS
Tegund sendingar:
Pakki Innanlands
Staðan:
Póstlagt
Pósturinn.is
Re: Vidaxl.is
Sent: Fös 20. Jún 2025 19:01
af gutti
Update
Tilkynning í appi
(Útkeyrsla á höfuðborgarsvæðinu)
20.06.2025 18:57
Re: Vidaxl.is
Sent: Lau 21. Jún 2025 11:34
af gutti
Komið í hús
Re: Vidaxl.is
Sent: Lau 21. Jún 2025 13:32
af russi
Hefði nú bara verið ánægður ef þetta hefði ekki borist, án gríns þá eru þetta líklega ljótustu Sonos standar sem ég hef séð
En þessi siða skilar alltaf sömu, en tekur langan tima
Re: Vidaxl.is
Sent: Lau 21. Jún 2025 14:48
af CendenZ
Ég hef keypt 2x þarna og lét plata mig í seinna skiptið. Í fyrra skiptið var alvöru stöff og í seinna var eitthvað VidaXL-copy af einhverju. Sem var algjört drasl, Temu-dótið nær ekki einu sinni drasl-levelinu sem það náði.
Eftir það hef ég aldrei pantað neitt aftur af þeim og mun ekki gera, hrikalegt obvious drasl og ég meina þá á made in pakistan level
Re: Vidaxl.is
Sent: Sun 22. Jún 2025 09:43
af Black
Stofnaði þráð um mína vidaxl upplifun í fyrra
viewtopic.php?f=57&t=97867&p=799582#p799582Hef nú ekki pantað neitt frá þeim síðan þá og mun líklega ekki gera
