Tölva (líklega) slær út öryggi

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf jonsig » Fös 08. Júl 2022 12:48

Sorry, en þegar menn eru að fá ráðleggingar sem gætu valdið tjóni þá þarf ég að tjá mig ennþá meira.

Ef þú hefur spennugjafan ótengdan þá afhlaðast bulk þéttarnir. Ég get samt ekki ímyndað mér að þeir geti bilað svona, venjulega springa þeir bara með látum þegar þeir bila.
Það er mekanismi í aflgjafanum sem samanstendur af relay og ntc mótstöðu, eða eingöngu ntc mótstöðu. Tilgangurinn er að lækka innhlaups strauminn inná tóma þéttana þegar þú setur í samband eftir x langan tíma. Þessar NTC mótstöður eiga til að festast í lokaðari stöðu (leiðandi) eða detta úr spec. Og í báðum tilfellum ekki að gera það sem þær eiga að gera.
Þessi varnarbúnaður á að vernda íhluti afriðunnarrásarinnar í aflgjafanum og minka stresss á þeim við gangsetningu aflgjafans til að varna keðjuverkandi skemmdum, þar á meðal koma í veg fyrir að bulk þéttar svokallaðir eða afriðunar þéttar springi með látum þegar þeir fara að slakna. Þá er svokallað innraviðnám í þeim sem breytir mjög háum innhlaupsstraum í stuttan tíma í mikinn hita og getur sprengt þéttana í tætlur þótt það sé varnarvetnill á þeim eða ónýtur þéttir getur myndað ljósboga innra með sér, sem boðar yfirleitt ekkert gott. (áætlað í júlum(orku))

Ef þetta er vandaður aflgjafi þá eru 99% líkur að restin lifi af, það eru meiri líkur á skemmdum útaf of lágri spennu inná componenta heldur en yfirsveiflustraumar. En ef þú ætlar að halda þessum aflgjafa til streitu þá getur það endað með flugeldaveislu um miðja nótt ef einhverjir íhlutir eru farnir að slakna á 320V hliðinni sem er ávalt í gangi meðan aflgjafinn er tengdur 230V netinu.

Vonandi kem ég þessu til skila, þetta er ekki þess virði að vesenast með. Viss um að þú fengir gefins ágætan aflgjafa hérna ef þú ert blankur, sem gerist fyrir besta fólk.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf falcon1 » Fös 08. Júl 2022 13:11

Er eitthvað hægt að mæla aflgjafann til að vera viss um að það sé hann sem er bilaður en ekki bara fjöltengið? Tölvan virðist virka fínt og eftir að ég sleppti fjöltenginu að þá slær ekkert út hjá mér þó ég taki hana úr sambandi í veggnum og set svo aftur í samband síðar.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölva (líklega) slær út öryggi

Pósturaf jonsig » Fös 08. Júl 2022 15:42

Jújú, en þá ertu að tala um einhvern með hátt skill level (15-20þ /klst) . Ódýrara að kaupa nýjan aflgjafa.