Síða 1 af 1

verbatim 240 gb usb minnislykill

Sent: Sun 23. Maí 2021 00:59
af emil40
Sælir félagar.

Ég er með verbatim 240 gb usb minnislykill sem vinur minn á. Ég er búinn að prófa að formatta hann bæði í ntfs og exfat en það stoppar alltaf þegar það er komið 10 % inn á hann af 5 gb skrá. Hafið þið verið að lenda í einhverjum svipuðum vandamálum ? Væri gott að heyra hvernig er best að laga svona vandamál. Ég er með hann tengdann í usb 3.2 á það nokkuð að skipta málið, á það ekki að downgrade ef það nær ekki að nýta það ?

bestu kveðjur

Emil

Re: verbatim 240 gb usb minnislykill

Sent: Sun 23. Maí 2021 08:22
af Cikster
Skoðaðu inná heimasíðu framleiðandans hvort þú sjáir að þeir framleiði þessa týpu sem þú ert með. Ef þessi týpa sem þú ert með virðist ekki í boði með þetta miklu plássi eru góðar líkur á að þetta sé eitthvað kína special sem er látið líta út eins og alvöru merki.

https://www.verbatim-europe.co.uk/en/cat/usb-3/

Re: verbatim 240 gb usb minnislykill

Sent: Sun 23. Maí 2021 10:53
af GuðjónR
Ertu búinn að prófa >cmd >diskpart ?
Besta leiðin til að eyða út öllu áður en þú formattar, gætu verið faldar sneyðar „partition“ að trufla.

Re: verbatim 240 gb usb minnislykill

Sent: Sun 23. Maí 2021 16:00
af emil40
hæ guðjón geturðu sent mér hvaða skipanna línu ég á að skrifa

Re: verbatim 240 gb usb minnislykill

Sent: Sun 23. Maí 2021 16:29
af Revenant
Mögulega getur minnislykillinn verið falsaður (þ.e. hann auglýsir annað pláss en hann raunverulega er).

Þægilegasta forritið til að staðfesta stærð USB kubba (og minniskorta) er H2testw en það reynir að fylla minnislykilinn og staðfesta að gögnin hafi verið skrifuð á hann.

Re: verbatim 240 gb usb minnislykill

Sent: Sun 23. Maí 2021 19:31
af emil40
takk fyrir er að keyra þetta núna