Síða 1 af 1

Hávært skjákort

Sent: Mið 16. Sep 2020 17:06
af Hver
Góðan daginn,

Nú hef ég ekki mesta vit á tölvum, en þetta hefur verið að gerast í nokkra mánuði núna og er að leita að lausn að vandamálinu þar sem þetta hljóð er að drepa mig (hitastigið á GPU er samt ekki yfir neinum mörkum - 27c meðan hún er ekki að gera neitt, hef ekki skoðað meðan ég spila leiki enda vil ég ekki gera íllt verra með að reyna á þetta).

Ég held þetta sé út frá viftunni en er búin að hreinsa hana og það virðist ekki hafa breytt neinu.

Hvað get ég gert til að laga þetta?
Kortið er 4 ára gamalt, og er að vonast til að ekki þurfa að kaupa nýtt strax.

Re: Hávært skjákort

Sent: Mið 16. Sep 2020 17:14
af Klemmi
Fer eftir því hvaða vifta þetta er, ertu viss um að þetta sé skjákortsviftan?

Tvennt í stöðunni til að byrja með... finna sjálfur út hvað er að valda hávaða, eða fara með tölvuna á verkstæði til að finna út úr því.

Þetta er alveg eitthvað sem þú getur gert sjálfur, bara opna kassann og hlusta hvaðan hljóðið kemur, ef þetta er úr viftu en þú ert ekki viss hverri, þá geturðu stoppað þær varlega með því að leggja puttann hægt á miðja viftuna, helst ekki í spaðana.

Ef þetta er vifta á skjákortinu, þá er best að annað hvort að skipta um viftuna sjálfa eða kælinguna í heild (getur verið erfitt að fá viftuna staka). Ef þetta er vifta á örgjörvakælingunni, þá er oft minna mál að skipta um viftuna sjálfa, en annars hægt líka að skipta út kælingunni í heild.

PS.
Ef skjákortið er með fleiri en einni viftu, og ef það er bara ein sem er biluð, þá geturðu prófað að stoppa hana (líma fasta eða klippa á víra) og álagsprófa skjákortið og fylgjast vel með hitatölunum, hvort þær séu að fara uppundir uppgefið hámarks hitastig eða ekki. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem maður mælir endilega með, en er þó option ef þér þykir ekki gífurlega vænt um kortið þitt.

Re: Hávært skjákort

Sent: Mið 16. Sep 2020 17:25
af Hver
Klemmi skrifaði:Fer eftir því hvaða vifta þetta er, ertu viss um að þetta sé skjákortsviftan?

Tvennt í stöðunni til að byrja með... finna sjálfur út hvað er að valda hávaða, eða fara með tölvuna á verkstæði til að finna út úr því.

Þetta er alveg eitthvað sem þú getur gert sjálfur, bara opna kassann og hlusta hvaðan hljóðið kemur, ef þetta er úr viftu en þú ert ekki viss hverri, þá geturðu stoppað þær varlega með því að leggja puttann hægt á miðja viftuna, helst ekki í spaðana.

Ef þetta er vifta á skjákortinu, þá er best að annað hvort að skipta um viftuna sjálfa eða kælinguna í heild (getur verið erfitt að fá viftuna staka). Ef þetta er vifta á örgjörvakælingunni, þá er oft minna mál að skipta um viftuna sjálfa, en annars hægt líka að skipta út kælingunni í heild.


Já, frekar viss. Var að fá nýann örgjörva, og tók smá test með að opna bara upp og heyra hvaðan þetta kom - hélt fyrst að þetta væri það (skipti samt ekki örgjörva útaf hljóðinu, svo það sé á hreinu).

Væri best þá að taka skjákortið í sundur og skipa kælikrem, og ef það ekki virkar þá reyna að finna viftu?

Re: Hávært skjákort

Sent: Mið 16. Sep 2020 18:03
af SolidFeather
Það væri best að fá upptöku af hljóðinu eða nánari lýsingu á því. Þetta gæti t.d. verið coil whine.

Ég mæli með að gera eins og klemmi segir. stoppa viftuna með puttanum.

Re: Hávært skjákort

Sent: Mið 16. Sep 2020 20:37
af Klemmi
Hver skrifaði:Já, frekar viss. Var að fá nýann örgjörva, og tók smá test með að opna bara upp og heyra hvaðan þetta kom - hélt fyrst að þetta væri það (skipti samt ekki örgjörva útaf hljóðinu, svo það sé á hreinu).

Væri best þá að taka skjákortið í sundur og skipa kælikrem, og ef það ekki virkar þá reyna að finna viftu?


Græðir líklega ekkert á því að skipta um kælikrem, þar sem hitinn virðist ekki vera vandamál og því ætti viftan ekki að vera snúast hratt.
Líkt og SolidFeather segir, þá geturðu tekið þetta upp og leyft okkur að heyra, eða bara prófað að stoppa viftuna.

Re: Hávært skjákort

Sent: Fim 17. Sep 2020 01:35
af batti01
Er möguleiki á að skjákortsviftan hafi verið handvirkt stillt í 100% með einhverju forriti eins og t.d. Afterburner eða Radeon Software-inu?

Re: Hávært skjákort

Sent: Fim 17. Sep 2020 16:14
af andriki
batti01 skrifaði:Er möguleiki á að skjákortsviftan hafi verið handvirkt stillt í 100% með einhverju forriti eins og t.d. Afterburner eða Radeon Software-inu?

Ja það er möguleiki

Re: Hávært skjákort

Sent: Mán 21. Sep 2020 08:30
af kainzor
Ef þú vilt þá get ég greint og kannski lagað það frítt, ég hef byrjað að laga tölvur til að fá mér verklega reynslu og þess vegna langa mér gera það frítt :)

Re: Hávært skjákort

Sent: Mán 21. Sep 2020 08:43
af Dropi
Ef þetta er ekki tengt hraða viftunnar, sem á eftir að koma í ljós, þá gæti þetta vel verið legan í viftunni. Stundum er hægt að komast að því með því að slökkva á tölvunni og handsnúa viftunni, ef hún snýst illa með því að pota í hana eða snýst ekki þegar þú blæst og finnst hún vera stíf þá er þetta ónýt lega. Skiptir máli hvaða skjákort þetta er, sum kort sem ég hef keypt vegna vinnu - sérstaklega ódýrari gerð af 1050 / 750Ti ASUS kort hefur legan í viftunni gefið upp goluna í kassavís án þess að nokkuð sé að sjálfu kortinu.