Síða 1 af 1

Compatability

Sent: Þri 27. Mar 2018 20:01
af litlaljót
Sæl/ir

ég er að velta því fyrir mér hvort það sé til síða til að sjá hvort
það sé til einhver síða til að sjá hvaða hlutir eru compatible með mínum tölvu hlutum

var að spá í að uppfæra tölvuna mína örlítið þar sem ég er með takmarkaðan aur í það.

og var að velta fyrir mér hvort GTX 1060 6gb myndi passa í þessa tölvu hjá mér.

Re: Compatability

Sent: Þri 27. Mar 2018 20:56
af worghal
ertu a meina bottleneck calculator?
http://thebottlenecker.com/

Re: Compatability

Sent: Mið 28. Mar 2018 07:04
af Njall_L
Þú ættir vel að geta skipt út núverandi skjákorti (GTX770) fyrir GTX1060 í þessri tölvu. Ekkert sem bendir til þess að það ætti ekki að ganga.

Re: Compatability

Sent: Mið 28. Mar 2018 07:44
af B0b4F3tt
Ég var eiginlega næstum í þessum sömu sporum fyrir sirka mánuði síðan. Með sama örgjörva og þú en 2Gb 770 skjákort og 16 Gb í vinnsluminni. Ég setti 1060 6Gb kort í vélina og þetta var allt annað að spila leikina.

Re: Compatability

Sent: Mið 28. Mar 2018 07:48
af littli-Jake
miða við þetta skjáskot held ég að eina spurningin sé hvoft að aflgjafinn ráði við það

Edit

Ég fletti þessu upp á GeForce síðunni og kom í ljós að 1060 þarf minna rafmagn en 770. Munar meira að seigja talsverðu

Re: Compatability

Sent: Mið 28. Mar 2018 16:10
af kizi86
svo er bara spurningin... kemst skjákortið fyrir í kassanum?

Re: Compatability

Sent: Fös 30. Mar 2018 22:58
af litlaljót
Þakka ykkur kærlega fyrir þessi svör.
Þá ætla ég að skella mér í þetta og hugsanlega skipta um minni líka :)

takk takk.