Síða 1 af 1

Senda skjákort í viðgerð

Sent: Þri 01. Ágú 2017 13:45
af ColdIce
Daginn.

Þar sem Start ákvað að loka rétt eftir að ég keypti tölvu hjá þeim, þá sit ég í smá vandræðum með GTX970SSC frá EVGA.
Stuuuuundum kemur "coil whine" frá því og mig langar að fá annað þótt þetta angri mig ekki (prinsip mál).

Hefur einhver hér sent kort út til EVGA? Bara að pæla hvort þeir prufi það í ræmur og jafnvel sendi það bara til baka því þetta kemur ekki hjá þeim, eða hvort maður fengi bara nýtt sent og ekkert bras?

Er pínu óöruggur með þetta :p

Re: Senda skjákort í viðgerð

Sent: Þri 01. Ágú 2017 14:09
af Njall_L
Ég hef sent til þeirra, því korti var skipt út enda mjög augljós bilun. Ég mæli með að ræða vel við support áður, sumir framleiðendur taka ekki coil whine í ábyrgð nema um sé að ræða óeðlilega hátt hljóð.

Re: Senda skjákort í viðgerð

Sent: Þri 01. Ágú 2017 14:17
af ColdIce
Já spurning..þetta er ekki hátt svo ég fengi það kannski bara í hausinn aftur?

Re: Senda skjákort í viðgerð

Sent: Þri 01. Ágú 2017 14:21
af Squinchy
Skelltu þér á síðuna þeirra, registeraðu kortið og sendu supportinu línu, ef þeir samþyggja RMA þá færðu nýtt kort.
Þeir eru mjög easy IMO hvað RMA varðar, sendi kort til þeirra í seinasta mánuði með bilaða viftustýringu og tók undir viku að fá nýtt kort, en ég þurfti samt að borga VSK af því nýja, sama hvað var reynt að útskýra fyrir vitlausatollaranum

Re: Senda skjákort í viðgerð

Sent: Þri 01. Ágú 2017 15:39
af jonsig
ColdIce skrifaði:Daginn.

Þar sem Start ákvað að loka rétt eftir að ég keypti tölvu hjá þeim, þá sit ég í smá vandræðum með GTX970SSC frá EVGA.
Stuuuuundum kemur "coil whine" frá því og mig langar að fá annað þótt þetta angri mig ekki (prinsip mál).

Hefur einhver hér sent kort út til EVGA? Bara að pæla hvort þeir prufi það í ræmur og jafnvel sendi það bara til baka því þetta kemur ekki hjá þeim, eða hvort maður fengi bara nýtt sent og ekkert bras?

Er pínu óöruggur með þetta :p


þú sendir inn RMA request, það tekur 1-2 daga að fá það approved. Þá færðu sent conformation með póstsendingarmiða.

Re: Senda skjákort í viðgerð

Sent: Þri 01. Ágú 2017 17:23
af brain
Squinchy skrifaði:Skelltu þér á síðuna þeirra, registeraðu kortið og sendu supportinu línu, ef þeir samþyggja RMA þá færðu nýtt kort.
Þeir eru mjög easy IMO hvað RMA varðar, sendi kort til þeirra í seinasta mánuði með bilaða viftustýringu og tók undir viku að fá nýtt kort, en ég þurfti samt að borga VSK af því nýja, sama hvað var reynt að útskýra fyrir vitlausatollaranum



Tollurinn fer auðvitað eftir reglunum.

Ef þú hefðir fyllt út útflutningsskýrslu og framvísað henni við móttöku kortsins, hefðu þeir ekki rukkað þig.

Gerði svoleiðis fyrir 3 vikum við móðurborð, sem ég sendi í RMA, og gekk það strax þegar nýja borðið kom.