Af hverju nýta vefir ekki fulla upplausn ?


Höfundur
rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Af hverju nýta vefir ekki fulla upplausn ?

Pósturaf rbe » Þri 10. Jan 2017 18:49

hef verið að velta fyrir mér afhverju vefir nota ekki fulla upplausn á skjánum.
sumir vefir fara í fulla upplausn aðrir ekki allur gangur á því. fer reyndar eftir því hvað er verið að sýna á vefnum.
þetta er kannski skiljanlegt fyrir 10árum eða nokkrum árum síðan þegar skjáir með lægri upplaunsn voru í gangi.
flestir eru komnir með 1900x1000 núna ?
væntanlega gá vefir að því hvaða upplausn er í gangi á tölvunni þegar hún sækir vefsíður ?
ef þið kíkið á íslensku vefmiðlana eru þeir allir með þetta svona t..d mbl.is
var að browsa ástæðuna fyrir þessu og það helst sem var tekið fram að það væri svo ómögulegt að lesa langar línur. og maður myndi ruglast við að fara í næstu línu. það finnst mér kjaftæði.
ef þið skoðið mbl.is og ýtið á frétt þá eru nú línurnar ekki mjög langar enda síðunni skipt upp.
þetta er svona á flestum stöðum þar sem texti er á siðum , hann verður aldrei mjög langur enda annað til hliðar. t.d auglýsingar.
spyr vefhönnuðina hér inni af hverju er þetta svona ? er þetta kennt í vefhönnun 101 ?
spyr einn sem ekki veit.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju nýta vefir ekki fulla upplausn ?

Pósturaf upg8 » Þri 10. Jan 2017 19:12

Þetta var ekkert vandamál í upphafi þar sem allir vefir voru responsive í eðli sínu... Flestir vefskoðarar bjóða allavega uppá svokallað reading mode sem þú getur notað ef þú vilt fyrst og fremst sjá textann sem þú ert að lesa


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju nýta vefir ekki fulla upplausn ?

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 10. Jan 2017 21:14

rbe skrifaði:...það væri svo ómögulegt að lesa langar línur. og maður myndi ruglast við að fara í næstu línu. það finnst mér kjaftæði.


Það er reyndar ekki kjaftæði. Það hafa verið framkvæmdar mjög margar kannanir á aðstæðubundnum leshraða og þær staðfesta nánast alltaf að 60-100 stafa línur með frekar stórum spássíum séu bestar uppá leshraða meginþorra lesenda. Það er til dæmis ástæða þess að bækur eru oftast með einn dálk á síðu (og frekar stórum spássíum), tímarit með 2 eða 3 dálka og dagblöð með ~5 dálka.

En annars er ein af undirliggjandi ástæðum líklega að 16:9 skjáir eru frekar lélegir fyrir flæðandi texta. Ef við erum að reyna að gera heimasíður þannig úr garði að þær eru a) sem þægilegastar í lestri fyrir meginþorra lesenda og b) nýttu 16:9 skjái sem best væri besta lausnin örugglega að heimasíður væru með fullt af 60-100 stafa dálkum og maður myndi fletta greininni með því að scrolla til vinstri/hægri. Það er hinsvegar ekki módelið sem fólk er vant á vefnum, svo ef maður setur upp vefsíðu sem hegðar sér þannig brýtur hún í bága við allar aðrar síður sem fólk er vant.

Hefðbundna lausnin er, eins og þú þekkir, að hafa einn frekar mjóan dálk og nota afganginn af plássinu annað hvort illa eða fyrir annað efni (myndir, hlekki í annað, auglýsingar, etc). Ástæða þess að þetta er hefðbundna lausnin er einfaldlega sú að hún virkaði vel fyrir 20 árum og hún er með mikinn skriðþunga. Það er síðan erfitt að stækka sjálfan aðaldálkinn því eins og áður kom fram þá les fólk einfaldlega hægar og skilur texta verr ef línur eru of langar og á skjáum sem eru með jafn mikið pláss á breiddina en lítið pláss á hæðina og 16:9 skjáum kæmist miklu minna af texta á skjáinn ef textinn er stækkaður í stað þess að auka fjölda stafa í línu.

Líklega eru allar aðrar lausnir en þessar tvær síðri, af því að þær eiga það allar sameiginlegt að brjóta eitthvað í bága við venjurnar á vefnum án þess að bjóða uppá alla kosti „optimal“ lausnarinnar.




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju nýta vefir ekki fulla upplausn ?

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 10. Jan 2017 21:22

Annars finnst mér frábært að heimasíður passa illa í 1080p skjái, því þá getur maður verið með fleiri glugga á skánum í einu



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju nýta vefir ekki fulla upplausn ?

Pósturaf appel » Þri 10. Jan 2017 21:51

asgeirbjarnason skrifaði:Annars finnst mér frábært að heimasíður passa illa í 1080p skjái, því þá getur maður verið með fleiri glugga á skánum í einu


Sammála þessu.

Ég vil get haft tvo browsera opna hlið við hlið. Flestir vefir gera ekki ráð fyrir þessu use-case.

Annars er ekkert leiðinlegra en að lesa textalínu sem er jafnlöng og skjárinn.


*-*

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju nýta vefir ekki fulla upplausn ?

Pósturaf upg8 » Þri 10. Jan 2017 21:54

Ef texti flæðir vel þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að hafa marga glugga hlið við hlið... Jafnvel elstu HTML vefsíður virka vel þannig


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju nýta vefir ekki fulla upplausn ?

Pósturaf kiddi » Þri 10. Jan 2017 22:33

Ég veit ekki hvort þið munið eftir því en, fyrir langa löngu var spjall.vaktin.is "responsive" að því leiti að hún teygði út allan skjáinn ef hún fékk leyfi til, og það var skelfilegt. Ég þoli ekki síður sem fylla út í gluggana nema þær séu bútaðar niður í dálka eins og tíðkast í tímaritum eins og asgeirbjarnason talar um.