Síða 1 af 1

Kaupa íhluti í búð og þeir setja upp fyrir mann??

Sent: Fös 21. Okt 2016 05:04
af Climbatiz
Hef verið að forvitnast í því hvort það er hægt að geta farið í @tt eða Tölvulistann eða eitthvað, og keypt mér nokkra íhluti, nýjann SSD disk og kannski RAM og þvílíkt, nema ég veit svo lítið um hardware að ég er ekki alveg sure á hvað ég ætti að kaupa mér, bjóða nokkur einhverjar þessar búðir uppá það að mar kaupir hjá þeim og þeir setja upp í tölvuna hjá manni (gegn einhverju uppsetningargjaldi) ?

eða er ekkert þannig til og mar verður bara að bíta í það súra og reyna finna útúr þessu sjálfur ;( (sem er nú ekki ómögulegt, ég vildi samt frekar geta fengið einhvern reynann í þetta)

er nefnilega soldið paranoid um það að bara snerta inní tölvukassann minn (sem btw hefur ekki verið hreinsaður í 5 ár og með tölvuna í gangi 24/7 síðan þá), tými því ekki að gera eitthvað vitlaust og eyðileggja eitthvað ;O

Re: Kaupa íhluti í búð og þeir setja upp fyrir mann??

Sent: Fös 21. Okt 2016 06:21
af mercury
flestar ef ekki allar tölvuverslanir setja saman tölvur fyrir viðskiptavini eftir þeirra höfði og setja jafnvel upp stýrikerfi sé þess óskað. Svo er einmitt um að gera að nota vaktina til að fá upplýsingar um hvað þú ættir að fá þér, miðað við það sem þú notar tölvuna í og ert tilbúinn til að eyða í nýjan turn.

Re: Kaupa íhluti í búð og þeir setja upp fyrir mann??

Sent: Fös 21. Okt 2016 11:52
af upg8
Ef þú ætlar að fara í minniháttar uppfærslu sem þessa þá skaltu ekkert vera hræddur við að gera þetta sjálfur. Það mun veita þér meiri ánægju, spara þér tíma og pening ef þú átt ekki erfitt með fínhreyfingar. Ef þú getur sagt okkur nánari upplýsingar um tölvuna þína og hvaða budget þú ert með þá er ekkert mál að skoða hvað er í boði fyrir þig.

Re: Kaupa íhluti í búð og þeir setja upp fyrir mann??

Sent: Fös 21. Okt 2016 15:17
af Henjo
Jájá, farðu bara í eithvað að smærri búðunum, t.d Att, Tölvutækni eða Kísildal (ekki tölvulistann) Ef reynslan mín hvað varðar þjónustu í þessum búðum stenst þá ætti að veral lítið mál að fá þá til að hjálpa þér að velja parta sem passa saman, þeir henda þessu síðan saman fyrir þig fyrir eithvað smotteri

Re: Kaupa íhluti í búð og þeir setja upp fyrir mann??

Sent: Fös 21. Okt 2016 15:46
af vesi
Kísildalur fyrir allan peningin,, Bara Topp menn þar á ferð

Re: Kaupa íhluti í búð og þeir setja upp fyrir mann??

Sent: Fös 21. Okt 2016 20:45
af Sam
Samsetning á tölvu hjá Kísildal sem dæmi, kostar ekki nema 4.500 kr

http://kisildalur.is/?p=2&id=1047

Re: Kaupa íhluti í búð og þeir setja upp fyrir mann??

Sent: Fös 21. Okt 2016 21:57
af Bartasi
svo minnir mig líka að ef þú kaupir alla íhlutina hjá Kisildal (td). þá er uppsettningar gjald ekki tekið með.. ef þú kaupir heila tölvu..
en endilega leiðréttið mig eef ég fer með rangt mál :)

Re: Kaupa íhluti í búð og þeir setja upp fyrir mann??

Sent: Fös 21. Okt 2016 22:21
af Climbatiz
okei flott, er mikið búinn að vera spá í þetta, fyrir mörgum mörgum árum þá myndi ég venjulega bara gera þetta sjálfur en finnst ég orðinn soldið rusty hvað varðar hardware uppsetningu, alltaf lendir mar í vandræðum með HDD snúrurnar hehehe

en já, gott að vita að þetta er ekkert mál að fá þessar litlu tölvuverslanir til að gera þetta fyrir mann fyrir smá prís ef svo er

Re: Kaupa íhluti í búð og þeir setja upp fyrir mann??

Sent: Lau 22. Okt 2016 00:31
af gutti
Tl er fínn þjónustu frá þeim mæla með þeim