Brotinn skjár á laptop


Höfundur
Helgster
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 23. Ágú 2011 09:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Brotinn skjár á laptop

Pósturaf Helgster » Mán 29. Ágú 2011 23:21

Lenti í því að það brotnaði skjár á fartölvu - þetta er ASUS vél með 720p skjá sem er væntanlega eitthvað um 15.6 tommur. Veit einhver hvar er hagstæðast að láta lagfæra þetta og hvað ég get átt von á að þetta kosti? Þarf yfirleitt að panta nákvæma íhluti frá framleiðanda til að græja svona eða eru menn líka að nota generic íhluti? Er að spá í þetta upp á viðgerðartímann.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Brotinn skjár á laptop

Pósturaf AntiTrust » Mán 29. Ágú 2011 23:25

Sér Boðeind ekki ennþá um viðgerðir á Asus?

Annars getur þetta oft verið rándýr viðgerð, skjáirnir eru að rokka frá 35 og upp í 100 þúsund, fer eftir vélum og framleiðanda. Segir sig sjálft að það er hægt að fá þetta talsvert ódýrara á ebay. Þú þarft að panta sama eða mjög líkan panel til þess að hann passi í vélina þína, yfirleitt eru 1-3 týpur sem passa í vélina. Þegar kemur að fartölvuskjáum er oftast ekkert sem heitir "generic" þar sem þetta er sjaldnast plug and play. Viðgerðartíminn m.v. að varan sé ekki til á lager líklega 1-2 vikur, fer eftir verkstæðum.