Síða 1 af 1

Tölva oft í viðgerð

Sent: Þri 26. Apr 2011 22:02
af Elis
Er með tölvu hjá ónefndu og hún er síbilandi og engar smá bilanir. Fyrst var alveg rosalegur ofhitnunargalli í þessi eintaki og svo núna er hún alveg dauð af óvituðum ástæðum. Ég er alltaf með tölvuna á hreinu borði í herbergi sem er líklega mikið undir venjulegum stofuhita og passa sérlega vel að það sé aldrei neitt fyrir viftunni.

Er bara að forvitnast hvort það séu ekki einhver lög sem segja til um hvort ég eigi ekki rétt á að skipta vörunni því hún hefur eytt mjög mörgum vikum inná verkstæði. Getur einhver hreinsað þetta upp fyrir mig? Ég mun auðvitað bíða eftir því hvað fyrirtækið bíður mér en ég er nú bara að forvitnast því ég hef gríðarlega þörf fyrir tölvuna í skólaáfanga sem ég er í. (forritun)

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Þri 26. Apr 2011 22:14
af lukkuláki
Ef þú berð þig rétt að þá ættiru að geta samið við ábyrgðaraðilann um að fá að skipta þessarri vél út ekki vera með stæla eða æsing í fyrstu.
Meginreglan er sú að ef tölva kemur til viðgerðar 3 sinnum (ss. í 4. sinn) SANNARLEGA ÚT AF SÖMU BILUN og ekki hefur fundist lausn á vandanum þá áttu rétt á annarri vél eins eða betri ef eins vél er ekki til þetta er auðvitað bara eftir samkomulagi. Þú skalt ekki reikna með að fá endurgreitt ég held að þú eigir ekki kröfurétt á því.

Ég er ekkert sérstaklega vel að mér í þessu þar sem ég þarf sem betur fer ekki að glíma við fólk með svona hluti.

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Þri 26. Apr 2011 22:14
af ingisnær
er hún í ábyrgð?

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Mið 27. Apr 2011 00:43
af rapport
Klæða sig í vígtennurnar og bíta alla starfsmenn viðkomandi fyrirtækis á barkann og sjúga ur þeim blóðið með leiðindum, stælum og almennum réttindum neytenda...

ÞAÐ ER EKKERT RANGT VIÐ ÞAÐ!!!

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Mið 27. Apr 2011 00:49
af zedro
rapport skrifaði:Klæða sig í vígtennurnar og bíta alla starfsmenn viðkomandi fyrirtækis á barkann og sjúga ur þeim blóðið með leiðindum, stælum og almennum réttindum neytenda...

ÞAÐ ER EKKERT RANGT VIÐ ÞAÐ!!!

Átti þetta að vera kaldhæðni eða ertu bara "sérstakur"? :-k

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Mið 27. Apr 2011 01:18
af rapport
Zedro skrifaði:
rapport skrifaði:Klæða sig í vígtennurnar og bíta alla starfsmenn viðkomandi fyrirtækis á barkann og sjúga ur þeim blóðið með leiðindum, stælum og almennum réttindum neytenda...

ÞAÐ ER EKKERT RANGT VIÐ ÞAÐ!!!

Átti þetta að vera kaldhæðni eða ertu bara "sérstakur"? :-k


Svona bland af svefngalsa, kaldhæðni og neytendavitund...

Líkurnar á að 100% kurteis neytandi fái 100% ábyrgðarþjónustu eru hverfandi...

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Mið 27. Apr 2011 01:31
af worghal
rapport skrifaði:
Zedro skrifaði:
rapport skrifaði:Klæða sig í vígtennurnar og bíta alla starfsmenn viðkomandi fyrirtækis á barkann og sjúga ur þeim blóðið með leiðindum, stælum og almennum réttindum neytenda...

ÞAÐ ER EKKERT RANGT VIÐ ÞAÐ!!!

Átti þetta að vera kaldhæðni eða ertu bara "sérstakur"? :-k


Svona bland af svefngalsa, kaldhæðni og neytendavitund...

Líkurnar á að 100% kurteis neytandi fái 100% ábyrgðarþjónustu eru hverfandi...

þess vegna áttu að byrja á kurteisi og nota hana eins mikið og mögulegt er, en ef það er ekki að takast, þá geturu kanski, bara KANSKI hækkað röddina.
en að æða inn í búð gargandi á starfsfólk gerir ekki gæfumuninn. þannig fólki á bara að neita strax.
en jú því miður gerir fólk þetta frekar en að sýna sína kurteisu hlið og svo venst það því, byrjar að nota það meira til að fá sínu fram. ef að starfsfólk og fyrirtækjarekendur láta alltaf vaða svona yfir sig á drullugum skónnum, þá er ekki skrítið að kurteisin sé farin að hverfa.
og ekki má gleima að við íslendingar erum upp til hópa, argöstu dónar.

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Mið 27. Apr 2011 09:08
af zedro
rapport skrifaði:Líkurnar á að 100% kurteis neytandi fái 100% ábyrgðarþjónustu eru hverfandi...

Mesta helv. bull sem ég hef heyrt. Færð ekkert betri þjónustu með því að vera asni! :mad

Hvernig veist þú að tæknimennirnir á verkstæðinu séu ekki búnir að liggja sveittir yfir þessari vél að reyna koma henni í gangið.
Mjög oft sem vélar fara í viðgerð og "villan" lætur ekki sjá sig. Tölvuverslun getur verið búin að skipta út megnið af vélinni, engir
errorar í stress testum en svo x mikið seinna þá ákveður vélin að fara í sama horf. Helduru að það sé gaman fyrir tæknimanninn
að fá þessa vél aftur. Helduru að það sé gaman að sjá vél sem var sett saman ný, flott cable management, sett upp ready to go
og svo kemur hún strax til baka? Ónei. Þó það geti verið standardinn hjá sumum fyrirtækjum að koma vélinni út sem fyrst en það
eru nokkur sem leggja metnað í að skila vél af sér í topp ástandi.

Það er BÖMMER fyrir tæknimann að fá vél tilbaka sem hann hélt að væri búið að laga.

Svo þykist þú halda að kjaftur hjálpi eitthvað til ](*,)

Get alveg skilið það að viðkomandi vilji hætta við vél vegna svona lagaðs og þá ætti það að vera minnsta mál og rætt KURTEISISLEGA
og komist að niðurstöðu í málinu.

Þetta er FÓLK sem stendur þarna fyrir aftan borðið!

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Mið 27. Apr 2011 12:51
af g0tlife
samt sumir þarna bakvið borðið eru bara fávitar t.d. að láta mann fá vitlaust skjákort (lélegra heldur en maður keipti), ''gleyma'' að láta einn harðadisk í, setja stýrikerfið upp á akkurat þann disk sem ég bað ekki um og reyna svo að rukka mann fyrir 2 skjái þegar maður keipti bara einn. Þetta er þjónustan í tölvuvirkni

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Mið 27. Apr 2011 13:04
af AntiTrust
Það eru til jafn misjafnar verslanir með jafn misjafnri þjónustu og þær eru margar. Þetta veltur líka einfaldlega oft á því hvaða tæknimaður á við í hverju tilfelli.

Ég get hinsvegar alveg vottað fyrir það sem fyrrum tæknimaður að kurteisi kemur þér í flestum tilfellum lengra áfram en dónaskapur og hroki. Það er ekkert sem drepur niður vilja til þess að gera vel við einstaklinga jafn mikið og þegar menn mæta á staðinn með klær og kjaft í go-stöðu.

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Mið 27. Apr 2011 13:13
af rapport
Zedro skrifaði:
rapport skrifaði:Líkurnar á að 100% kurteis neytandi fái 100% ábyrgðarþjónustu eru hverfandi...

Mesta helv. bull sem ég hef heyrt. Færð ekkert betri þjónustu með því að vera asni! :mad

RAUS ^2

Þetta er FÓLK sem stendur þarna fyrir aftan borðið!


Það er í bara annað hvort, í ökkla eða eyra hjá þér...


Ég tók það fram að "guns blazing" viðmótið væri blanda af svefngalsa, KALDEHÆÐNI og neytendavitund...

Í raun bara fyndið hvað þú tókst það alvarlega :snobbylaugh

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Mið 27. Apr 2011 13:25
af blitz
Í þau skipti sem ég hef verið í þjónustustarfi, og einhver hefur komið inn "all guns blazing" útaf einhverju veseni hefur það verið almenn regla að reyna að gera eins lítið fyrr þann einstakling og hægt er.

Ef sami einstaklingur hefði mætt með kurteist viðmót hefði staðan verið allt önnur og málið leyst strax. Fólk þarf að læra að yfirgangur og dónaskapur gengur ekki.

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Lau 30. Apr 2011 16:18
af Elis
Fékk nýja tölvu. Móðurborðið fór en ekki útaf hita heldur bara útaf það dugði ekki lengur! Fín þjónusta, fékk nýja eftir einhverja 5-7 daga man það ekki nákvæmlega. Fékk Tölvuna bara í gær og ég fékk eMachine G640G í staðinn fyrir Acer Aspire 7738g

Er það bara ekki helvíti góður díll? minna chache á örgjörva en ég er að fíla skjákortið í tætlur!! og líka þetta er fyrsta AMD vélin mín og fyrsta ATI skjákortið mitt !! Er nú bara alveg að fíla þetta.

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Lau 30. Apr 2011 16:39
af Hargo
Tek undir með þeim sem segja að kurteist viðmót mun alltaf koma þér lengra í svona málum. Æsingur, dónaskapur og almenn leiðindi munu ekki gera neitt fyrir þig. Yfirleitt best að biðja bara að tala við yfirmann eða þann sem tekur ákvörðun um málið og ræða við hann og komast að samkomulagi með framhaldið. Þeir vita það þeir sem hafa unnið við þjónustustörf eða á ábyrgðarverkstæðum að þegar kúnninn er dónalegur, frekur og með æsing þá vill maður mun minna gera fyrir þann einstakling heldur en fyrir þá sem eru rólegir, yfirvegaðir og kurteisir. Oft er líka hraunað yfir einstaklinga sem eru bara að sinna vinnunni sinni og ráða engu um það hvort vélinni sé skipt út eða ekki.

En það er gott að þú fékkst úrlausn á þínu máli og ert sáttur.

Re: Tölva oft í viðgerð

Sent: Lau 30. Apr 2011 17:59
af einarhr
þetta er mjög einfalt, komdu fram við náungan eins og þú vilt að hann komi fram við þig.

Kjaftur og hótanir, sértstaklega inni í búðum fyrir framan aðra kúnna skila engu.

Þetta hefur verið marg rætt hérna áður og flestir ef ekki allir sammála að kurteisi skilar alltaf besta árángrinum.