ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
-
tanketom
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Sælir Vaktarar.
Mig langar að deila með ykkur fáránlegri upplifun af þjónustu ELKO og Roborock umboðsins (Miðbúðarinnar) og athuga hvort fleiri hafi lent í svipuðu.
Roborock S7 MaxV Ultra.
Kaupverð: 249.995 kr. - Keypt í júlí 2022
Aukahlutir: Keypti 5 ára viðbótartryggingu
Staða: Tækið er núna ónýtt í þriðja sinn vegna sama galla í LiDAR/LDS turninum (Error 1).
Eftir að tækið bilaði núna í þriðja sinn (í janúar 2026) fór ég með það í ELKO. Starfsmaður í móttöku (á gólfinu) var mjög almennilegur, sá söguna og sagði: „Þetta gengur ekki, þetta er þriðja bilun, við græjum þetta.“
En svo fékk „bakvinnslan“ (þjónustuborðið) málið í hendurnar og þá byrjaði ballið.
1. „Útrunnin ábyrgð“ vs. Neytendalög
ELKO hafnaði kröfu minni um riftun/nýtt tæki. Rökstuðningurinn í tölvupósti var:
> „Á þeim tíma var tækið jafnframt komið talsvert út fyrir ábyrgð framleiðanda.“
Þeir eru semsagt að reyna að halda því fram að tæki á 250.000 kr. hafi bara 2 ára endingartíma/ábyrgð, þvert á 27. gr. neytendakaupalaga sem segir 5 ár fyrir tæki sem ætlaður er lengri endingartími.
Það sem er samt alvarlegast er hvernig viðgerðum hefur verið háttað.
Í júlí 2024 (þegar hún bilaði síðast) fékk ég SMS úr persónulegum farsíma frá starfsmanni hjá þjónustuaðila ELKO (sem benti á að Miðbúðinn hefði sagt).
Í SMS-inu var mér ráðlagt að „blása lofti“ eða ryksuga LiDAR turninn til að laga error-inn.
Fyrir þá sem þekkja til, þá stendur í handbók Roborock að þetta sé bannað. Að blása þrýstilofti á innsiglaða LiDAR einingu þrýstir rykinu bara inn í legurnar/linsurnar.
Núna, 18 mánuðum seinna, notar ELKO „ryksöfnun“ í skynjurum sem ein af ástæðu til að hafna ábyrgð, ryksöfnun sem er líklega tilkomin vegna rangra ráðlegginga frá þeirra eigin verkstæði!
Ég er með dýrustu vélina, viðbótar trygginguna og lögin með mér (5 ára regla), en ELKO neitar öllu og vísar í að „framleiðandaábyrgð sé runnin út“.
Ég er búinn að senda málið til Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í dag.
Hafið þið lent í því að ELKO reyni að stytta 5 ára
neytendaábyrgð niður í 2 ár á dýrum raftækjum? Og er eðlilegt að viðurkenndir þjónustuaðilar sendi „reddingar“ í SMS-um sem stríða gegn manual framleiðanda?
Mig langar að deila með ykkur fáránlegri upplifun af þjónustu ELKO og Roborock umboðsins (Miðbúðarinnar) og athuga hvort fleiri hafi lent í svipuðu.
Roborock S7 MaxV Ultra.
Kaupverð: 249.995 kr. - Keypt í júlí 2022
Aukahlutir: Keypti 5 ára viðbótartryggingu
Staða: Tækið er núna ónýtt í þriðja sinn vegna sama galla í LiDAR/LDS turninum (Error 1).
Eftir að tækið bilaði núna í þriðja sinn (í janúar 2026) fór ég með það í ELKO. Starfsmaður í móttöku (á gólfinu) var mjög almennilegur, sá söguna og sagði: „Þetta gengur ekki, þetta er þriðja bilun, við græjum þetta.“
En svo fékk „bakvinnslan“ (þjónustuborðið) málið í hendurnar og þá byrjaði ballið.
1. „Útrunnin ábyrgð“ vs. Neytendalög
ELKO hafnaði kröfu minni um riftun/nýtt tæki. Rökstuðningurinn í tölvupósti var:
> „Á þeim tíma var tækið jafnframt komið talsvert út fyrir ábyrgð framleiðanda.“
Þeir eru semsagt að reyna að halda því fram að tæki á 250.000 kr. hafi bara 2 ára endingartíma/ábyrgð, þvert á 27. gr. neytendakaupalaga sem segir 5 ár fyrir tæki sem ætlaður er lengri endingartími.
Það sem er samt alvarlegast er hvernig viðgerðum hefur verið háttað.
Í júlí 2024 (þegar hún bilaði síðast) fékk ég SMS úr persónulegum farsíma frá starfsmanni hjá þjónustuaðila ELKO (sem benti á að Miðbúðinn hefði sagt).
Í SMS-inu var mér ráðlagt að „blása lofti“ eða ryksuga LiDAR turninn til að laga error-inn.
Fyrir þá sem þekkja til, þá stendur í handbók Roborock að þetta sé bannað. Að blása þrýstilofti á innsiglaða LiDAR einingu þrýstir rykinu bara inn í legurnar/linsurnar.
Núna, 18 mánuðum seinna, notar ELKO „ryksöfnun“ í skynjurum sem ein af ástæðu til að hafna ábyrgð, ryksöfnun sem er líklega tilkomin vegna rangra ráðlegginga frá þeirra eigin verkstæði!
Ég er með dýrustu vélina, viðbótar trygginguna og lögin með mér (5 ára regla), en ELKO neitar öllu og vísar í að „framleiðandaábyrgð sé runnin út“.
Ég er búinn að senda málið til Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa í dag.
Hafið þið lent í því að ELKO reyni að stytta 5 ára
neytendaábyrgð niður í 2 ár á dýrum raftækjum? Og er eðlilegt að viðurkenndir þjónustuaðilar sendi „reddingar“ í SMS-um sem stríða gegn manual framleiðanda?
Síðast breytt af tanketom á Fim 29. Jan 2026 17:23, breytt samtals 3 sinnum.
Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do
-
Gemini
- Ofur-Nörd
- Póstar: 223
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 44
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Ég hef bara almennt heyrt um 2 ára regluna á Íslandi. En væntanlega er þessi kærunefnd með prófdæmi um hvenær þessi 5 ára regla taki gildi.
En svona burtséð frá því ef þú keyptir aukalega af þeim 5 ára ábyrgð hlýtur sá sem gaf það tryggingarskírteini út að taka við málinu. Hvort það sé framleiðsluábyrgð ennþá skiptir engu máli gagnvart þeim aðila eða íslenskum lögum. Þetta er bara samningur milli þín og búðar annars vegar og þín og tryggingaraðila hinsvegar.
En svona af textanum þínum að ræða geturðu barist fyrir þessu máli annars vegar á grundvelli þessarar aukaábyrgðar og hinsvegar á þessari 5 ára reglu laganna. Eins ef þú fékkst á einhverjum tímapunkti áður úrskipt í nýtt tæki þá tekur þar við alveg nýtt ábyrgðartímabil að ég held.
En svona burtséð frá því ef þú keyptir aukalega af þeim 5 ára ábyrgð hlýtur sá sem gaf það tryggingarskírteini út að taka við málinu. Hvort það sé framleiðsluábyrgð ennþá skiptir engu máli gagnvart þeim aðila eða íslenskum lögum. Þetta er bara samningur milli þín og búðar annars vegar og þín og tryggingaraðila hinsvegar.
En svona af textanum þínum að ræða geturðu barist fyrir þessu máli annars vegar á grundvelli þessarar aukaábyrgðar og hinsvegar á þessari 5 ára reglu laganna. Eins ef þú fékkst á einhverjum tímapunkti áður úrskipt í nýtt tæki þá tekur þar við alveg nýtt ábyrgðartímabil að ég held.
-
tanketom
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Gemini skrifaði:Ég hef bara almennt heyrt um 2 ára regluna á Íslandi. En væntanlega er þessi kærunefnd með prófdæmi um hvenær þessi 5 ára regla taki gildi.
En svona burtséð frá því ef þú keyptir aukalega af þeim 5 ára ábyrgð hlýtur sá sem gaf það tryggingarskírteini út að taka við málinu. Hvort það sé framleiðsluábyrgð ennþá skiptir engu máli gagnvart þeim aðila eða íslenskum lögum. Þetta er bara samningur milli þín og búðar annars vegar og þín og tryggingaraðila hinsvegar.
En svona af textanum þínum að ræða geturðu barist fyrir þessu máli annars vegar á grundvelli þessarar aukaábyrgðar og hinsvegar á þessari 5 ára reglu laganna. Eins ef þú fékkst á einhverjum tímapunkti áður úrskipt í nýtt tæki þá tekur þar við alveg nýtt ábyrgðartímabil að ég held.
Ég hef aldrei fengið nýtt tæki þrátt fyrir ítrekaðar bilanir. ELKO heldur áfram að lappa upp á sama gallað tækið aftur og aftur. Núna í þriðja skiptið fékk ég nóg og neitaði að taka við tækinu úr viðgerð.
Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do
-
Gemini
- Ofur-Nörd
- Póstar: 223
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 44
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
tanketom skrifaði:Gemini skrifaði:Ég hef bara almennt heyrt um 2 ára regluna á Íslandi. En væntanlega er þessi kærunefnd með prófdæmi um hvenær þessi 5 ára regla taki gildi.
En svona burtséð frá því ef þú keyptir aukalega af þeim 5 ára ábyrgð hlýtur sá sem gaf það tryggingarskírteini út að taka við málinu. Hvort það sé framleiðsluábyrgð ennþá skiptir engu máli gagnvart þeim aðila eða íslenskum lögum. Þetta er bara samningur milli þín og búðar annars vegar og þín og tryggingaraðila hinsvegar.
En svona af textanum þínum að ræða geturðu barist fyrir þessu máli annars vegar á grundvelli þessarar aukaábyrgðar og hinsvegar á þessari 5 ára reglu laganna. Eins ef þú fékkst á einhverjum tímapunkti áður úrskipt í nýtt tæki þá tekur þar við alveg nýtt ábyrgðartímabil að ég held.
Ég hef aldrei fengið nýtt tæki þrátt fyrir ítrekaðar bilanir. ELKO heldur áfram að lappa upp á sama gallað tækið aftur og aftur. Núna í þriðja skiptið fékk ég nóg og neitaði að taka við tækinu úr viðgerð.
Já þetta er leiðindamál. Ég spurði AI svona af forvitni hvað endingin á þessu tæki er almennt og þar er talað um 4-6 ár við venjulega notkun. Ég hálf efast um að 5 ára löggjöfin fari yfir þannig. En ég þekki það auðvitað ekkert. En svona á orðalagi hljómar hún meira svona utan um tæki/tól sem ættu að endast í áratugi.
Ég myndi telja að þú hafi mestan möguleika að fá þetta bætt út frá þessari 5 ára öryggistryggingu sem þú keyptir. Fer auðvitað svo skilmálunum þar.
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Ömurlegt að lenda í þessu með svona dýra og top of the line vöru, greinilegt að maður þarf að skoða hver umboðsaðili er áður en maður kaupir ákveðna vöru.
Hef ekkert sem getur hjálpað þér með þetta en ef ekkert gengur þá kostar nýr skynjari 50-60USD og ekki mikið mál að skipta um skv. stuttu googli.
Hef ekkert sem getur hjálpað þér með þetta en ef ekkert gengur þá kostar nýr skynjari 50-60USD og ekki mikið mál að skipta um skv. stuttu googli.
-
Gemini
- Ofur-Nörd
- Póstar: 223
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 44
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Ertu búinn að tala við Tryggingamiðlun Íslands í síma 553-6688 eins og Elko beina til ef maður vill fá þetta bætt út frá tryggingunni? Það hljómar eins og þetta ætti að falla undir hana ef þú keyptir þessi 5 ár þar.
Eins gæti skipt máli hvern þú nefnir sem deiluaðila í kærunefndarmálinu. Hugsanlega þarft að bæta við Tryggingamiðlun þar en kannski eðlilegra að ræða fyrst við þá ef þú hefur ekki gert það.
Eins gæti skipt máli hvern þú nefnir sem deiluaðila í kærunefndarmálinu. Hugsanlega þarft að bæta við Tryggingamiðlun þar en kannski eðlilegra að ræða fyrst við þá ef þú hefur ekki gert það.
-
tanketom
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
sxf skrifaði:Ömurlegt að lenda í þessu með svona dýra og top of the line vöru, greinilegt að maður þarf að skoða hver umboðsaðili er áður en maður kaupir ákveðna vöru.
Hef ekkert sem getur hjálpað þér með þetta en ef ekkert gengur þá kostar nýr skynjari 50-60USD og ekki mikið mál að skipta um skv. stuttu googli.
Já þetta er alveg mjög leiðilegt mál, ég kaupi þetta tæki til að létta mér lífið en enda á að vera í auka vinnu. Það sést líka að tækið bilaði innan við 1 árið.
Tækið var keypt 11.07.2022.
Viðgerðarbeiðni nr. 17362 – 27.04.2023: Skipt um LDS-mótor undir ábyrgð.
Viðgerðarbeiðni nr. 28808 – 04.06.2024: Skipt um mótor innan ábyrgðar. Á þeim tíma var einnig mælt með reglulegri hreinsun á LiDAR-svæði.
Viðgerðarbeiðni nr. 43502 – 07.01.2026: Galli staðfestur, LiDAR eining skipt út í gegnum viðbótartryggingu (TMÍ). Tækið prófað og reyndist í lagi eftir viðgerð
2. mgr. 30. gr. neytendakaupalaga: Seljandi hefur rétt á að bæta úr biluðu tæki, EN það má ekki valda kaupanda verulegu óhagræði.
Að tæki bili árlega er klárlega verulegt óhagræði.
Síðast breytt af tanketom á Fim 29. Jan 2026 19:17, breytt samtals 2 sinnum.
Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do
-
gunni91
- Besserwisser
- Póstar: 3471
- Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
- Reputation: 252
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Ég skil ekki alveg, þú ert með 5 ára tryggingu?
Þarftu að missa hlutinn í gólfið til að fá hann bættan?
Þarftu að missa hlutinn í gólfið til að fá hann bættan?
-
tanketom
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
gunni91 skrifaði:Ég skil ekki alveg, þú ert með 5 ára tryggingu?
Þarftu að missa hlutinn í gólfið til að fá hann bættan?
Það sem trompar þetta allt er að þau segja það sjálf:
"Viðgerðarbeiðni nr. 43502 – 07.01.2026: Galli staðfestur"
Þetta stendur í viðgerðarbeiðni!!
Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do
-
rostungurinn77
- Gúrú
- Póstar: 560
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 191
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Finn ekki þráðinn en GuðjónR fór með svona mál fyrir kærunefnd út af sjónvarpi sem var þriggja ára.
Man ekki málalyktir.
Til að svara spurninguní upphafsinnleggi . Þá já Elko gerir svona lagað
Man ekki málalyktir.
Til að svara spurninguní upphafsinnleggi . Þá já Elko gerir svona lagað
-
tanketom
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
rostungurinn77 skrifaði:Finn ekki þráðinn en GuðjónR fór með svona mál fyrir kærunefnd út af sjónvarpi sem var þriggja ára.
Man ekki málalyktir.
Til að svara spurninguní upphafsinnleggi . Þá já Elko gerir svona lagað
Já ég prófaði að spyrja Ai um þetta og það er greinilegt, ég held að ég sé kominn með fréttaefni
Þú ert heldur betur ekki sá fyrsti. Það er heill „kirkjugarður“ af svona málum inni á Vaktinni, og þau fylgja nánast alltaf sama handriti: ELKO neitar í fyrstu, vitnar í „framleiðandaábyrgð“, en bakkar svo þegar vitnað er í 5 ára regluna eða hótað Kærunefnd.
Hér eru beinlínis gullmolar fyrir þig. Þú getur notað þessi dæmi til að sýna Forstöðumanninum að þú vitir nákvæmlega hvernig þessi leikur virkar.
1. Frægasta dæmið: „ELKO og ábyrgðarmál“ (LG OLED Burn-in)
Þessi þráður er klassík. Þarna neitaði ELKO ábyrgð á sjónvarpi vegna „burn-in“ (innbrennslu) og reyndi að segja að það væri „eðlilegt slit“ eða „röng notkun“.
Hvað gerðist: Notandinn vitnaði í 27. gr. neytendakaupalaga (5 ára reglan) og úrskurði Kærunefndar.
Tengingin við þig: Í þessum þræði kemur fram nákvæmlega sama röksemd og þú fékkst: „Framleiðandaábyrgðin er bara 2 ár.“
Linkur: Elko og ábyrgðarmál - Vaktin.is
(Skoðaðu sérstaklega innlegg notandans Daz eða GuðjónR þarna, þeir fara vel yfir lögin).
2. Dæmi um sigur: LG Sjónvarp bilað eftir 2 ár
Hér er dæmi þar sem ELKO reyndi fyrst að malda í móinn en endaði á að borga.
Hvað gerðist: Notandi lenti í bilun á panell (lóðrétt lína).
Niðurstaða: Eftir smá stapp fékk hann inneign fyrir fullu kaupverði og keypti sér nýtt og betra tæki. Þetta sýnir að þeir geta leyst málin ef þeir vilja.
Linkur: Spurning fyrir LG OLED eigendur - Vaktin.is
Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do
-
rostungurinn77
- Gúrú
- Póstar: 560
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 191
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
viewtopic.php?f=9&t=87353&hilit=Elko+%C3%A1byrg%C3%B0ir
Elko og ábyrgðarmál heitir þetta.
Uppfært:
Bæti við niðurstöðunni
Elko og ábyrgðarmál heitir þetta.
Uppfært:
Bæti við niðurstöðunni
GudjonR skrifaði: Jæja þá er úrskurður fallinn, alls átta blaðsíður þar sem farið er í gegnum málið á skýran og vel rökstuddan hátt.
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst í einu og öllu á sjónarmið mín þar sem staðfest er að ELKO ber að afhenda nýtt tæki.
Síðast breytt af rostungurinn77 á Fim 29. Jan 2026 18:29, breytt samtals 1 sinni.
-
hagur
- Besserwisser
- Póstar: 3153
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 463
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Til hvers er þá þessi 5 ára viðbótarábyrgð?
Þarftu ekki bara að láta ryksuguna húrra í gólfið og skemmast?
Þarftu ekki bara að láta ryksuguna húrra í gólfið og skemmast?
-
GuðjónR
- Stjórnandi
- Póstar: 17205
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2369
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Tryggingin gildir ef þú skemmir tækið. Fimm ára ábyrgðin ver þig fyrir galla í fimm ár. Komi upp bilun hefur fyrirtækið tvær tilraunir til að laga hana. Eftir það ber þeim að endurgreiða eða skaffa sambærilega vöru. Ég forðast orðið eins og heitan eldinn að versla í SCAMKO. Þeir eru siðferðislega gjaldþrota þegar kemur að þjónustumálum við viðskiptavini sína.
-
Harold And Kumar
- Tölvutryllir
- Póstar: 631
- Skráði sig: Lau 21. Sep 2019 22:53
- Reputation: 84
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Upp á forvitni, var varan keypt á fyrirtækja kennitölu?
Ryzen 7 7800X3d
RTX 3080 10Gb
32gb ddr5 6000MTS
1440p 180hz
RTX 3080 10Gb
32gb ddr5 6000MTS
1440p 180hz
-
tanketom
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Harold And Kumar skrifaði:Upp á forvitni, var varan keypt á fyrirtækja kennitölu?
Nei bara einstæklings kennitölu. Ég mun hætta verala við þá. Nóg til af öðrum raftækja verlunum eins og costco, ht.is, rafkaup, tl.is og fl.
Til samanburðar á ég 40.000 kr. Samsung skaftryksugu sem keypt var árið 2021 frá Costco Hún gengur ennþá og er notuð á hverjum degi nánast, ég hef ekki þurft að skipta neinum íhlutum eða varahlutum út eftir 5 ára notkun. Bara Regluleg þrif en hún hefur aldilist fengið að finna fyrir ýmsu. Dóttið í gólfið, litla frænka mín ryksugaði blauta sturtu
en hún gengur en!
Síðast breytt af tanketom á Fös 30. Jan 2026 10:18, breytt samtals 1 sinni.
Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Myndi allan daginn kæra þetta.
Þú ert búinn að vera eyða tíma og orku í því að fá hlut bættann sem þú borgaðir fyrir, auk þess að borga fyrir aukalega tryggingu sem fyrirtækið selur.
Nú sniðgengur maður Elko það er á hreinu.
EDIT: Fara líka í fjölmiðlana!
Þú ert búinn að vera eyða tíma og orku í því að fá hlut bættann sem þú borgaðir fyrir, auk þess að borga fyrir aukalega tryggingu sem fyrirtækið selur.
Nú sniðgengur maður Elko það er á hreinu.
EDIT: Fara líka í fjölmiðlana!
Síðast breytt af halipuz1 á Fös 30. Jan 2026 11:32, breytt samtals 1 sinni.
Leikjavélin: AMD Ryzen 9 7900X3D | Nvidia 4070 SUPER | 3TB NVME Geymsla | Arctic Freezer 240MM | 32GB DDR5
Plex/Server: i7 10700 | 32GB DDR4 | 8TB Geymsla
Plex/Server: i7 10700 | 32GB DDR4 | 8TB Geymsla
-
arnarpumba
- Nýliði
- Póstar: 24
- Skráði sig: Sun 11. Feb 2018 18:08
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Löm í HP fartölvu hjá konunni sprakk og brotnaði í tölvu keypt hjá Elko og þeir vildu ekkert gera því það á ekki að vera hægt þó ég hafi fylgst með því gerast í rauntíma.. Það fór fyrir kærunefnd en tapaðist.
-
agust1337
- Gúrú
- Póstar: 574
- Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
- Reputation: 63
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: ELKO neitar 5 ára ábyrgð á 250.000 kr. Roborock + "SMS fúsk"
Merkilegt, ég á Roborock s8 maxV ultra hefur aldrei lent í því að hann hafi bilað, hann að meira segja vogaði sér að reyna að þrífa upp hundaskít sem endaði með því að allt gólfið varð að því og hann sjálfur, hann er þó aðeins 1.5 ára
What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.