Húsfélagaþjónusta - meðmæli?
Húsfélagaþjónusta - meðmæli?
Er einhver hér sem getur mælt með aðila/fyrirtæki sem sér um rekstur húsfélags? Keypt í eign sem er aðeins nýverið með húsfélag (allar íbúðirnar voru áður í eigu sama aðila) og það gengur brösulega að finna hæfan gjaldkera og formann innanhús. Vantar einhvern sem getur séð um bókhaldið og haldið utan um fjármál. Maður hefur heyrt misjafnar sögur í gegnum tíðina og óska því eftir góðum sem og slæmum reynslusögum.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Húsfélagaþjónusta - meðmæli?
Þessar húsfélagsþjónustur eru ripoff.
Settu bara allar íbúðirnar í þjónustu hjá Íslandsbanka og þeir sjá um að innheimta gjöldin. Svo er hitt nánast engin vinna.
Settu bara allar íbúðirnar í þjónustu hjá Íslandsbanka og þeir sjá um að innheimta gjöldin. Svo er hitt nánast engin vinna.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 200
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 78
- Staða: Ótengdur
Re: Húsfélagaþjónusta - meðmæli?
Rekstrarumsjón.
Þoli ekki hvað þau eru afskiptasöm og alltaf að spurja spurninga út í hvernig ég vil reka húsfélagið = eru að vinna vinnuna sína...
Bar það undir seinasta húsfund hvort fólk væri ánægt og hvort við ættum að skitpa, svarið var NEI, allir sáttir.
Hef heyrt af svona húsfélagaþjónustum sem hafa hrært öllum hússjóðum í þeirra umsjón á einn bankareikning og stemmt af í gegnum bókhaldskerfið sitt = mjög ótraustvekjandi + gegnsæi í vaxtamálum lítið sem ekkert.
Vinnan í mínu húsi 70+ íbúðir er heilmikil, alltaf einhverjar íbúðir á sölu og samskipti við fasteignasala, gerð yfirlýsinga húsfélagsins, umsjón skjalqasvæðis fyrri skjöl félagsins, fundargerðir o.þ.h. er mjög gott að fá bara með pakkanum frá RU.
Þoli ekki hvað þau eru afskiptasöm og alltaf að spurja spurninga út í hvernig ég vil reka húsfélagið = eru að vinna vinnuna sína...
Bar það undir seinasta húsfund hvort fólk væri ánægt og hvort við ættum að skitpa, svarið var NEI, allir sáttir.
Hef heyrt af svona húsfélagaþjónustum sem hafa hrært öllum hússjóðum í þeirra umsjón á einn bankareikning og stemmt af í gegnum bókhaldskerfið sitt = mjög ótraustvekjandi + gegnsæi í vaxtamálum lítið sem ekkert.
Vinnan í mínu húsi 70+ íbúðir er heilmikil, alltaf einhverjar íbúðir á sölu og samskipti við fasteignasala, gerð yfirlýsinga húsfélagsins, umsjón skjalqasvæðis fyrri skjöl félagsins, fundargerðir o.þ.h. er mjög gott að fá bara með pakkanum frá RU.
Re: Húsfélagaþjónusta - meðmæli?
Aðeins 7 íbúðir, mjög lítið og skiljanlegt að fólki finnist þetta blóðugt gjald fyrir svona litla eign. En þó það kosti eitthvað auka að fá utanaðkomandi í þetta þá er það betra en að hafa íbúa ásakandi hvort annað um hitt og þetta. Friðurinn er dýrmætur.
Re: Húsfélagaþjónusta - meðmæli?
Það nennir enginn að sinna þessu, sérstaklega fólkið sem kvartar undan kostnaði við að úthýsa þessu, þetta er það sem þarf að lifa við. Að vera í stjórn húsfélags er og getur verið áskorun, eins og ég segi að ofan þá er yfirleitt fólkið sem kvartar mest sem vill alls ekki hjálpa.
Re: Húsfélagaþjónusta - meðmæli?
26 íbúðir og ég fékk húsfélagið í fangið eiginlega um leið og ég flutti inn og hef verið í því 3 ár.
Erum hjá Rekstrarumsjón og ég er mjög ánægður með þau. Við fórum nýlega úr 1. í 3. þjónustuleið þar sem þau sjá um fundi, öflun tilboða ofl. Allir mjög ánægðir og kostnaðurinn er mjög sanngjarn.
Þegar mig vantar pípara þá sendi ég þeim línu, einhver gögn og þau afla tilboða. Engin þörf fyrir mig að hanga í símanum allan daginn að grátbiðja einhvern mann úti í bæ sem nennir ekki að tala við mig.
Sama með alla aðra verktaka. Sparar okkur rosalegan tíma og vinnu.
Erum hjá Rekstrarumsjón og ég er mjög ánægður með þau. Við fórum nýlega úr 1. í 3. þjónustuleið þar sem þau sjá um fundi, öflun tilboða ofl. Allir mjög ánægðir og kostnaðurinn er mjög sanngjarn.
Þegar mig vantar pípara þá sendi ég þeim línu, einhver gögn og þau afla tilboða. Engin þörf fyrir mig að hanga í símanum allan daginn að grátbiðja einhvern mann úti í bæ sem nennir ekki að tala við mig.
Sama með alla aðra verktaka. Sparar okkur rosalegan tíma og vinnu.
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Re: Húsfélagaþjónusta - meðmæli?
Pandemic skrifaði:Þessar húsfélagsþjónustur eru ripoff.
Settu bara allar íbúðirnar í þjónustu hjá Íslandsbanka og þeir sjá um að innheimta gjöldin. Svo er hitt nánast engin vinna.
rándýrt að láta bankann sjá um þetta... alveg fáránlega dýrt...
ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV