Veit einhver um aðila sem hefur þekkingu og getu til að skoða og gera við gamlan EGA skjá ef þörf er á hér á landi?
Er með einn svoleiðs sem ég er ekki viss um hvort að sé bilaður en vildi gjarnan komast að því og láta laga ef hægt er.
Viðgerð á gömlum EGA skjá
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 567
- Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Viðgerð á gömlum EGA skjá
Veit að jonsig er klár rafeindavirki, en ég er of vitlaus til að vita hvernig sérhæfingar virka innan þess geira, eða hvort hann sé að taka svona verkefni að sér.
Getum prófað að kalla á hann, í versta falli getur hann vonandi bent þér í rétta átt.
Getum prófað að kalla á hann, í versta falli getur hann vonandi bent þér í rétta átt.
jonsig skrifaði:Þið kallið nafn mitt?
-
- Vaktari
- Póstar: 2478
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 452
- Staða: Ótengdur
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2843
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 214
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Viðgerð á gömlum EGA skjá
Ég ætla giska á þétta, og þeir voru nú stórir í þessum skjám... Jónsig þarf ekki einu að setja á sig gleraugun til að lóða nýja
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 567
- Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Viðgerð á gömlum EGA skjá
CendenZ skrifaði:longtime.jpg
Ég ætla giska á þétta, og þeir voru nú stórir í þessum skjám... Jónsig þarf ekki einu að setja á sig gleraugun til að lóða nýja
Mér var svosem búið að detta það í hug líka. Líka var ég búinn að sjá að það er oft talað um svona gamla skjái að lóðningarnar séu farnar að gefa sig. Gallinn er sá að ég myndi trúlega treysta mér sjálfur til að skoða þetta en það er þetta með háspennu dæmið í svona skjám, það er það sem hræðir mig .
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Viðgerð á gömlum EGA skjá
roadwarrior skrifaði:CendenZ skrifaði:longtime.jpg
Ég ætla giska á þétta, og þeir voru nú stórir í þessum skjám... Jónsig þarf ekki einu að setja á sig gleraugun til að lóða nýja
Mér var svosem búið að detta það í hug líka. Líka var ég búinn að sjá að það er oft talað um svona gamla skjái að lóðningarnar séu farnar að gefa sig. Gallinn er sá að ég myndi trúlega treysta mér sjálfur til að skoða þetta en það er þetta með háspennu dæmið í svona skjám, það er það sem hræðir mig .
Getur notað þetta sem referance, nema þegar ég hef gert þetta þá hef ég aðra hendina í buxnavasanum svo maður fái ekki raflostið yfir brjóstkassan.
Síðan hafa augun opin hvort það sé SMPS aflgjafi í þessu, þó það sé ólíklegt. Þeir henda í mann 320VDC. Ef þú sérð stóran kjarnaspennir inní þessu eða skjárinn er með utanáliggjandi aflgjafa þá þarftu líklega ekki að stressa þig eins mikið yfir þessu.
Svo virkar mjög vel að leyfa græjunni að standa ótengdri í 24klst. Það er mjög öruggt ef menn hafa þetta ekki alveg á hreinu. Þó þetta dót afhlaði sig undir 50V yfirleitt innan við 10mínutur.
Síðan er gott að hreinsa stilliviðnám og dót í þessu í leiðinni en gott að taka ohm mælingu á þeim fyrst til að geta stillt þá aftur í rétt horf.
https://www.wikihow.com/Discharge-a-CRT-Monitor
Annars fallegt að vera kallaður klár rafeindavirki sem ég er en ekki "bara" Síðan hefur maður nóg af rafmagns/tölvuvandamálum í vinnunni svo frítíminn sem tengist rafmagni er annaðhvort til að bæta karma eða eitthvað challange uppá eitthvað glory