furðulegt vandamál með netið hjá mér..


Höfundur
J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 920
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

furðulegt vandamál með netið hjá mér..

Pósturaf J1nX » Þri 07. Jún 2011 17:20

Sælir.. ég er að lenda í skrítnu vandamáli með netið hjá mér eins og titillinn segir :P það lýsir sér þannig að ég er að downloada á svona 3-5kbs (á 50mb ljósi hjá Tal) þegar ég er að downloada hinu og þessu af "veraldarvefnum" :D (torrent virkar á eðlilegum hraða) held að þetta sé eitthvað með utanlandssambandið hjá mér því ef ég fer á static.hugi eða eikkerja íslenska síðu þá er hraðinn alveg eðlilegur.. ég næ ekki að tengjast neinum streams (horfi frekar mikið á starcraft streams) en samt get ég alveg spilað á erlendum serverum bæði cs, dod og starcraft án þess að finna fyrir neinu laggi..

ég er búinn að rsa router, rsa ljósleiðaraboxinu, runna ccleaner, vírusskanna og malwareskanna og rsa tölvunni og ekkert virðist hjálpa..

ætlaði að athuga hvort eitthver ykkar hefði lent í þessu og væri með eitthverja lausn á þessu áður en ég hringi í Tal á morgun og spyr þá út í þetta :P

edit: og nei ég er ekki búinn með utanlandskvótann: Júní 2011 (1. Júní - 30. Júní): 10.83 GB



Skjámynd

reyndeer
has spoken...
Póstar: 194
Skráði sig: Fim 21. Jan 2010 16:11
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: furðulegt vandamál með netið hjá mér..

Pósturaf reyndeer » Þri 07. Jún 2011 17:46

Er þetta með allar erlendar síður? Ef þú færð eðlilegan hraða með torrent (sem eru nú oftast erlendir seeders) og nærð að tengjast erlendum serverum á góðum hraða bendir ekkert til þess að utanlandstengingin sé slow, frekar væri það eitthvað plugin í vafranum þínum eða vafrinn sjálfur. Búinn að prufa að reinstalla plugins eða vafra?

Ef svo, ertu nokkuð með download á fullu gegnum torrent eða einhver annar á heimilinu?




Höfundur
J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 920
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: furðulegt vandamál með netið hjá mér..

Pósturaf J1nX » Þri 07. Jún 2011 17:55

ég hef reyndar ekki testað neinar erlendar torrent síður þar sem ég nota deildu aðallega (fyrir anime þar sem það er ekki ólöglegt að downloada því) :happy ég er búinn að prófa að uninstalla Chrome og installa aftur ásamt því að uninstalla Flash Player og installa aftur.. búinn að prófa Firefox og IE og þeir virðast bara vera hægari ef eitthvað er.. við erum með 2 tölvur (báðar borðtölvur) hérna á heimilinu og það er yfirleitt slökkt á annarri þeirra þar sem bróðir minn (sem á hina tölvuna) er að vinna á Akranesi frá mánudegi-föstudags og gistir þar á þeim tímum þannig ekki er etta hin tölvan..



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3361
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: furðulegt vandamál með netið hjá mér..

Pósturaf mercury » Þri 07. Jún 2011 17:58

FORMAT C!




Höfundur
J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 920
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: furðulegt vandamál með netið hjá mér..

Pósturaf J1nX » Þri 07. Jún 2011 18:46

langar mjög takmarkað að missa allt dótið sem ég á tölvunni þar sem ég er bara með 1disk í tölvunni og á engan flakkara þá er það algjört last resort að formatta :P en ég ætla bara að prófa að hringja í tal á morgun og spurja hvort þetta sé eikkað hjá þeim



Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: furðulegt vandamál með netið hjá mér..

Pósturaf ponzer » Þri 07. Jún 2011 19:35

Ertu búinn að fikta í routernum þínum ? Hljómar eins og QoS sé í gangi.


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.


Höfundur
J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 920
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: furðulegt vandamál með netið hjá mér..

Pósturaf J1nX » Þri 07. Jún 2011 19:42

ponzer skrifaði:Ertu búinn að fikta í routernum þínum ? Hljómar eins og QoS sé í gangi.


nei.. þetta byrjaði samt eftir að ég rsaði routernum því lappinn hjá kærustunni fann ekki þráðlausa netið.. hef ekkert fiktað í neinum stillingum á routernum þar sem ég bara kann það ekki :P