Hvort er betra 2 7200 RPM RAID-aðir eða 1 10.000 RPM?


Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

Hvort er betra 2 7200 RPM RAID-aðir eða 1 10.000 RPM?

Pósturaf Gestir » Lau 21. Jún 2003 05:34

S.s. full spurningin er þessi:

Hvort er betra, 2 RAID-aðir IDE harðir diskar sem eru 7200 snúninga, eða einn SERIAL-ATA sem er 10.000 snúninga?

Frekar einföld spurning, en ég hef ekki hugmynd um svarið.

Ef einhver getur hjálpað með að finna linka, eða geta diskúterað þetta útfrá reynslu eða áliti, be my sincere guest.

K.



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Lau 21. Jún 2003 12:35

huh, ég vissi ekki að það væri hægt að pósta sem Gestur....
ég er nokkuð viss um að 2 7200 diksar í RAID0 mundu outperforma einn Raptor disk. Raptor diskarnir voru bara að koma aðeins hærri en venjulegir 7200 diskar á www.tomshardware.com. Kíktu bara á TomsHardware.com og lestu þér aðeins til.

ps. toppurinn náttla 10.000RPM diskar í RAID0 :)

-------
Update:
Kíkti á TomsGHrdware fyrir þig og rakst á þessar tvær greinar:
SATA Hard Drive with a Kick: Western Digital's Raptor Put to the Test(Benchmark results)
IDE Training Course, Part 3: Using RAID(Test Results)
Raptorinn er kannski ekkert svo slæmur, skoða þetta bara sjálfur.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16266
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1987
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 21. Jún 2003 13:05

Toppurinn er scsi... ;)



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Lau 21. Jún 2003 13:09

trew :)
var aðeins að pæla í þannig áðan en hávaðinn í þannig er soldið meiri(og verri) en í IDE diskum og svo kostar SCSI svo mikið meira. Ég tala nú ekki um ef að maður ætlar að RAID'a 2 eða 3 diska.
Annars verður nú að gera eitthvað í þessu HD veseni þar sem að harðir diskar eru oftast flöskuhálsarnir í nútíma tölvum........



Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf OverClocker » Lau 21. Jún 2003 16:31

RAID 0 með 2stk IDE 7200 diska er ansi spennandi.. hinsvegar er verið að tala um einhverja áhættu á að öll gögn glatist, sbr.

RAID 0 is, without a doubt, the fastest system, yet it harbors risks. Only one single defect means it's all over.


veit einhver hversu miklar líkur eru á því að það komi villa á diskinn?[/quote]



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Lau 21. Jún 2003 16:40

Af minni reynslu þá er nákvæmlega enginn ágóði í að RAID'a með þessum raid systemum sem móðurborð bjóða upp á, eina RAID'ið sem skilar sjáanlegum árangri er SCSI raid system sem styðst við alvöru, hardware SCSI RAID controller (og þeir eru ekki ódýrir) - Og annað.. RAID gagnast nánast eingöngu þeim sem eru í gríðarlega mikilli videovinnslu eða fáránlegri gagnagrunnsvinnslu. =)

Semsagt... þetta RAID dót er bara myth.. fyrir venjulegt fólk, tískufyrirbrigði.. if you will :D




Negrowitch
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Fim 24. Júl 2003 20:44
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Negrowitch » Fim 31. Júl 2003 21:28

kiddi skrifaði:Semsagt... þetta RAID dót er bara myth.. fyrir venjulegt fólk, tískufyrirbrigði.. if you will :D


Ef maður ætlar að tolla í tölvuheiminum verður maður þá ekki alltaf að tolla í tískunni :wink: "Survival of the fanciest", þú ert :8) eða þú ert bara alls ekki með.




bjorna
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Fös 30. Maí 2003 14:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf bjorna » Þri 05. Ágú 2003 16:26

Ég ásamt nokkrum félögum mínum erum að nota vélar með 2 X 7200 snúninga diskum sem eru að koma betur út í hljóðvinnslu heldur en einn SCSI diskur.

Ég get ekki sagt til um hvort þörf sé á þessu fyrir annað en myndvinnslu og hljóðvinnslu þar sem það er það eina sem ég nota vélina mína í.

Tölvulistinn hefur sett saman talsvert af vélum fyrir hljóðvinnslu (Pro Tools upptökutæki ýmiskonar (er sjálfur með DIGI 001) og þeir nefndu þennan kost við mig þegar ég keypti af þeim vél fyrir 3 árum. Ég tók þeirra ráðum, slepti SCSI og er með 2 X 7200 snúninga diska og hef aldrei lent í veseni með að glata gögnum, sömu sögu er að segja um 3 aðra aðila sem ég veit um með samskonar setup.

Ég veit ekki hvaðan tilvitnunin hjá OverClocker er komin, en ég hef séð þetta á fleiri stöðum og held að hún sé mjög rétt, allavega biði ég ekki í að restora hjá mér ef allt færi á versta veg.