Síða 1 af 1

Vinnsluminniskaup spurning

Sent: Þri 05. Maí 2020 18:31
af Cozmic
Er með 2x4gb Corsair 3000Mhz DDR4 minni en langar að fara uppí 16.

Málið er að ég var að pæla í að kaupa alveg eins og vera s.s með 4x4gb en þessi minni eru ekki til á landinu og er voða mikill skortur á 3000mhz minnum hérna.

Þarf ég kaupa ný og losa mig við mín eða get ég keypt t.d 2x8gb 3000mhz G.Skill minni og haft þau með núverandi ?

Er með dual channel móðurborð.

Allar ábendingar vel þegnar :)

Re: Vinnsluminniskaup spurning

Sent: Þri 05. Maí 2020 18:42
af pepsico
Ef mig misminnir ekki þá ferðu bara í FLEX mode--ekki quad--og ert í verri málum ef þú blandar kubbum af mismunandi stærðum en ef þú værir bara að nota 2x8GB, og líka verri málum en ef þú værir að nota 4x4GB. Ef þig vantar bara 16GB, og það eru allar líkur á því, þá er um að gera að kaupa bara 2x8GB og selja hin.

Held það sé eftir á að hyggja allt í fína lagi með að nota 2x8GB til hliðar við 2x4GB (ef þú lendir ekki í tiltölulega sjaldgæfu incompatibility veseni) ef þú ert með 4 raufar og setur pörin í eins litaðar raufar. FLEX mode kemur inn í stað dual channel þegar maður reynir að keyra kubba af mismunandi stærðum í eins litaðar raufar.

Re: Vinnsluminniskaup spurning

Sent: Þri 05. Maí 2020 19:17
af Cozmic
pepsico skrifaði:Ef mig misminnir ekki þá ferðu bara í FLEX mode--ekki quad--og ert í verri málum ef þú blandar kubbum af mismunandi stærðum en ef þú værir bara að nota 2x8GB, og líka verri málum en ef þú værir að nota 4x4GB. Ef þig vantar bara 16GB, og það eru allar líkur á því, þá er um að gera að kaupa bara 2x8GB og selja hin.

Held það sé eftir á að hyggja allt í fína lagi með að nota 2x8GB til hliðar við 2x4GB (ef þú lendir ekki í tiltölulega sjaldgæfu incompatibility veseni) ef þú ert með 4 raufar og setur pörin í eins litaðar raufar. FLEX mode kemur inn í stað dual channel þegar maður reynir að keyra kubba af mismunandi stærðum í eins litaðar raufar.



Þakka hjálpina, er þá ekki sniðugast að kaupa 2x8gb 3000mhz bara og vonast til að það virki ? Ef ekki þá sel ég bara gömlu, er ekki G.SKILL alveg reputable fyrirtæki ? Var að hugsa í þessi

https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... r4-3000mhz

Re: Vinnsluminniskaup spurning

Sent: Þri 05. Maí 2020 19:32
af pepsico
Flott minni, myndi ekki hafa neinar áhyggjur. En ef þig vantar bara 16GB af minni og ert að kaupa 2x8GB þá er um að gera að selja bara hin 2x4GB og hafa einungis 2x8GB kittið í tölvunni.