Hvað er best að kaupa í SSD/m.2?

SSD og harðir diskar, flakkarar, minnislyklar og vinnsluminni.

Höfundur
netkaffi
Gúrú
Póstar: 545
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Hvað er best að kaupa í SSD/m.2?

Pósturaf netkaffi » Þri 28. Jan 2020 04:17

Mig vantar ekki stærð, mig vantar bara sem bestan SSD eða hvað þetta heitir allt, á sem lægstu verði. Hvað er besti "diskurinn" eða kubburinn m2 eða hvað þetta heitir allt?

Vantar bara "lítinn" hraðann "disk"/kubb/spjald/geymslumiðil til að keyra Windows 10 og forritin á daglega. Heitir þetta enþá hard drive?Skjámynd

Benzmann
/dev/null
Póstar: 1496
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 30
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er best að kaupa í SSD/m.2?

Pósturaf Benzmann » Þri 28. Jan 2020 08:32

m.2 er í raun bara tengið sem diskarnir tengjast í, þú gætur fengið m.2 SATA og m.2 Nvme diska
m.2 Nvme diskarnir eru hraðvirkari en m.2 SATA.

Ef þú ert að spá í góðum og reliable diskum, þá hafa samsung diskarnir verið að koma mjög vel út.
Hér er einn slíkur https://www.att.is/product/samsung-970- ... -250gb-ssd


CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus Turbo GTX1080 Ti 11GB | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM750x 750W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 878
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 168
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er best að kaupa í SSD/m.2?

Pósturaf Njall_L » Þri 28. Jan 2020 08:39

Benzmann skrifaði:m.2 er í raun bara tengið sem diskarnir tengjast í, þú gætur fengið m.2 SATA og m.2 Nvme diska
m.2 Nvme diskarnir eru hraðvirkari en m.2 SATA.

Nákvæmlega þetta, ef hraði skiptir einhverju máli þarf að hafa þetta í huga.

Annars virðast Tölvutek vera með ódýrustu M.2 diskana á útsölunni sem er í gangi hjá þeim núna

256GB SATA M.2 á 4.893kr: https://tolvutek.is/vara/256gb-m2-pcie- ... remier-pro
256GB NVME M.2 á 5.994kr https://tolvutek.is/vara/256gb-ssd-m2-2280-pcie-nvme

Ég hef ágætis reynslu af Adata diskunum eins og þessi SATA diskur er.
Í lýsingunni hjá Tölvutek er ekki tekin fram framleiðandi á NVME disknum en ef maður Googlar módelnúmerið (4XB0K48500) kemur upp að þetta séu Opal diskar eins og eru í ThinkPad: https://support.lenovo.com/is/en/solutions/acc100271. Án þess að hafa beina reynslu af þeim myndi ég þó halda að þetta séu fínustu diskar þar sem verið er að setja þá í flest current Thinkpad módel.


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: i7-4790k | ASRock Z97 Extreme 6 | 16GB DDR3 | 1TB SSD | Titan X 12GB


Höfundur
netkaffi
Gúrú
Póstar: 545
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er best að kaupa í SSD/m.2?

Pósturaf netkaffi » Sun 02. Feb 2020 10:50

takk. 256GB NVME M.2 á 5.994kr ---- 5 þúsund kall??? vó. ég slepp betur en ég hélt. en þarf ég að kaupa einhvern breytir eða millistykki ef móbóið er ekki með svona tengi?
EDIT : er með svona kvikyndi
MyndSkjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 878
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 168
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er best að kaupa í SSD/m.2?

Pósturaf Njall_L » Sun 02. Feb 2020 13:26

Ég sé ekki betur en að borðið þitt sé með 2x M.2 raufar, önnur sem virkar bara fyrir PCI-e (NVME) diska og hin sem virkar bæði fyrir PCI-e og SATA diska

https://www.asus.com/Motherboards/ROG-S ... fications/


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: i7-4790k | ASRock Z97 Extreme 6 | 16GB DDR3 | 1TB SSD | Titan X 12GB