Síða 1 af 1

FreeNAS með leiðindi

Sent: Lau 07. Sep 2019 17:05
af playman
Er nýbúinn að setja upp FreeNAS og búinn að afrita allt mitt efni inná hann og ekkert vandamál með það.
Er með Sharið Mappað á win10.
Svo núna í dag þá gat ég ekki afritað efni inná hann og fæ bara "you need permission to perform this action"
Er búinn að fara fram og til baka í stillingum og náði á endanum að fá write permission á rótina
/mnt/Geymsla/Share
en ef ég reyni að afrita inní t.d. möppuna
/mnt/Geymsla/Share/efni
þá fæ ég error "you need permission to perform this action"

Einhver sem veit um lausn á vanda mínum?

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Lau 07. Sep 2019 17:41
af arons4
Nokkuð standard *nix -> windows permission vandamál.

https://ubuntuhak.blogspot.com/2017/10/ ... ht-in.html

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Lau 07. Sep 2019 18:23
af playman
Tel mig hafa farið akkúrat eftir því sem að hann gerði en þá fæ ég ekkert write permission, ekki einu sinni á rótina.

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Lau 07. Sep 2019 20:52
af Squinchy
Búinn að prófa að stofna user í freenas sem heitir það sama og windows userinn þinn?

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Lau 07. Sep 2019 21:28
af playman
Squinchy skrifaði:Búinn að prófa að stofna user í freenas sem heitir það sama og windows userinn þinn?

Já er búinn að prófa það.

https://www.youtube.com/watch?v=RxggaE935PM
Ég fylgdi þessu nákvæmlega og gat gert nýtt share og fært skjöl yfir og eytt þeim án vandamála, en ef ég reyni að
notast við núverandi share þá get ég bara skoðað það en ekki fært til eða eytt skjölum, nema að ég notist við root.

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Lau 07. Sep 2019 23:58
af elri99
Prófaðu sð endurræsa serverinn

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Sun 08. Sep 2019 10:26
af nidur
Ég er með nokkrar vélar á fastri ip tölu og gef þeim leyfi á viss share, þeas. þurfa ekki að nota login til að fá aðgang.

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Sun 08. Sep 2019 17:43
af playman
Ætlaði bara að gera nýjan user fyrir mig svo ég væri ekki alltaf tengdur sem root, en þar sem að bara heimilis vélarnar tengjast freenas beint þá læt ég
bara root duga.
Set svo bara upp plex með userum.

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Fim 12. Sep 2019 13:55
af Squinchy
Búinn að prófa að fara í Storage -> Volumes Expandar volumið sem þú ætlar að nota, og ferð í Change Permissions og setur þig sem owner og windows sharing

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Fim 12. Sep 2019 17:03
af CendenZ
Ég var með Freenas og Sigma (Nas4Free) í 6 ár, alltaf eitthvað helvítis fokk á þessu og endalaust grúsk á forumum að fá aðstoð og leiðbeiningar frá fólki sem hafði lent í sama bölvaða ruglinu. Þetta er endalaust vesen, ef það kemur svo update þá hættir þráðlausa kortið að virka þótt maður noti ethernet og svo kemur HDMI update og þá hættir eitthvað annað að virka

Ég skipti í Windows 10 þegar það kom út fyrir 3 árum og hef ekki verið í neinu veseni, er með Nuc vél og utanáliggjandi kælt drif. Uptime eru 4 mánuðir og allt compatable. Rebootaði fyrir 4 mánuðum útaf update. Er að nota það sem backup stöð, Plex ofl serverþjónustur.

Ef þú ert bara að nota tölvuna í Freenas og plex þá mæli ég hiklaust með win 10, sorry not sorry

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Fim 12. Sep 2019 17:10
af Hjaltiatla
Haha CendenZ smá bitur.
Einfaldasta leiðin er eflaust að nota Synology eða Undraid. Hins vegar fyrir okkur nördana þá er Freenas snilld því þú getur verið að fikt í lausn
með Enterprise fídusum sem mun jafnvel geta nýst þér í leik og starfi. Fólk þarf bara að átta sig á því hvort það vill fjárfesta tíma í það að kynna sér þá lausn sem á að nota. Sjálfur fýla ég ekki þessa plugin lausn sem fylgir með Freenas en Storage parturinn er algjör snilld.

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Fim 12. Sep 2019 19:01
af nidur
Var ekki að nenna freenas á seinasta ári, ekki út af því að það var með vesen, langaði bara að breyta til.

Sá ekkert sem var ásættanlegt til að taka við því eins og ég er að nota það. Var mikið að pæla í win server en þurfti að setja inn tvö forrit og stilla og læra fullt af nýju rugli. Freenas er ekki einfalt og maður þarf að leggja sig fram við að skilja hvernig á að nota það.

Með supermicro og ecc minni þá hef ég aldrei lent í update veseni.

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Mán 16. Sep 2019 19:11
af playman
Squinchy skrifaði:Búinn að prófa að fara í Storage -> Volumes Expandar volumið sem þú ætlar að nota, og ferð í Change Permissions og setur þig sem owner og windows sharing

Ekkert um volumes eða expand í boði undir Storage.
freenas.png
freenas.png (28.96 KiB) Skoðað 5532 sinnum

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Mán 16. Sep 2019 19:35
af Hjaltiatla
Þarftu ekki bara að velja hakið apply permission recursively

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Mán 16. Sep 2019 19:59
af playman
Hjaltiatla skrifaði:Þarftu ekki bara að velja hakið apply permission recursively

Sá á netinu að maður ætti alls ekki velja það.
Annars fæ ég þetta upp ef klikka á það.
freenas2.png
freenas2.png (18.35 KiB) Skoðað 5506 sinnum

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Mán 16. Sep 2019 20:09
af Hjaltiatla
Ég hef ekki heyrt það.
Apply permissions recursively "permissions will also apply to subdirectories. If data is already present on the pool or dataset, changing the permissions on the client side is recommended to prevent a performance lag."

https://www.ixsystems.com/documentation ... orage.html

Edit: án þess að vita alla söguna þá er þetta einnig factor sem vert er að skoða "Setting permissions is an important aspect of managing data access. The web interface is meant to set the initial permissions for a pool or dataset to make it available as a share. Once a share is available, the client operating system is used to fine-tune the permissions of the files and directories that are created by the client."

Re: FreeNAS með leiðindi

Sent: Mán 16. Sep 2019 20:51
af playman
Sýnist að Apply permissions recursively hafi gert trixxið. Takk fyrir það.