Reynsla af utanáliggjandi RAID boxum?

SSD og harðir diskar, flakkarar, minnislyklar og vinnsluminni.

Höfundur
krummo
Nörd
Póstar: 129
Skráði sig: Þri 28. Okt 2008 13:16
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Reynsla af utanáliggjandi RAID boxum?

Pósturaf krummo » Fim 29. Ágú 2019 10:25

Heil og sæl,

Ég þarf að fara að versla mér RAID box. Þetta yrði vinnustæða en ekki backuplausn (allt bakkað upp annarstaðar) þannig að ég er annaðhvort að pæla í tveggja diska stæðu sem ég mundi keyra í RAID 0 eða 4 diska sem yrði keyrð í RAID 5. Það virðist ekki vera mjög margt í boði á Íslandi, án þess að þurfa að flytja inn. Computer.is selur stæður frá Icy Box, sem er merki sem ég veit ekkert um, en virðast vera á góðu verði með fínu feature setti. Svo hafði ég líka bara verið að skoða WD My Book Duo, sem er að fá mjög fína dóma og er integrated lausn með diskum sem fylgja, en ég hef ekki séð þau til sölu hérna heima.

Svo eru það NAS boxin. Það eru til allskonar lausnir í þeim frá QNAP, ASUSTOR og fleirum, en ég bara veit ekki hvort þau eru nógu hröð yfir net, jafnvel í RAID0 striping.

Hefur einhver reynslu af því að vinna semi þungt efni eins og vídjó af NAS boxum? Hefur einhver notað eitthvað frá Icy Box? Eru almennt einhverjar allt aðrar lausnir sem fólk mælir með?Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2261
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 289
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af utanáliggjandi RAID boxum?

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 29. Ágú 2019 12:21

Fer eflaust eftir því hvað þetta eru stórar skrár sem þú ert að vinna með hvað hentar í það sem þú ert að gera. 500 mb - 1 GB eða stærri skrár ?
T.d myndi það skipta máli ef þú ert að skoða NAS boxin því ef skrár eru mikið stærri en 1GB þá er 1 gbit NIC ekki endilega rétta lausnin fyrir þig (þá gætiru þurft að far að skoða 10gbit nic) bæði á NAS og og workstation vélinni.

Edit: eflaust betra fyrir þig að skoða eitthvað Raid-box með næginlega hröðu interfacei á móti vélinni þinni (thunderbolt eða eitthvað álíka) og nær að höndla Les/skrif hraðann sem þú þarft.
1080 / 4K / 8K . Því stærri sem skrárnar eru þá getur fjöldi diska einnig verið mögulegur flöskuháls (þannig að raid-0 er betra en raid-5 til að hámarka hraðann).


Just do IT
  √

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1179
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 247
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af utanáliggjandi RAID boxum?

Pósturaf kiddi » Fim 29. Ágú 2019 16:15

Hvernig tölvu ertu með krummo, Mac laptop? PC? Hackintosh? Auðveldast, hraðast og hagkvæmast væri auðvitað alltaf internal storage ef þú ert með PC/hackintosh, annars myndi ég reyna Thunderbolt 2/3 lausnir og allra síðast myndi ég skoða netlausnir, og ef þú endar í netlausn - athugaðu hvort þú getir verið með tvö netkort þar sem annað netkortið er tileinkað RAID stæðunni svo það séu engar truflanir. Mér þykir rosavænt um computer.is en ég hef verulegar efasemdir með Icybox RAID boxin fyrir pro notendur, ég var sjálfur að skoða þau á tímabili og það voru margir að lenda í corrupt RAID uppsetningum með þeim, USB og RAID er aldrei gott mix. Ég get hinsvegar mælt með QNAP, Synology og G-tech, Origo selur þessi tvö síðarnefndu held ég.