Síða 1 af 1

Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Fim 15. Ágú 2019 13:37
af kusi
Eftir að hafa þjónað mér dyggilega í 5-6 ár þykir mér orðið tímabært að skipta út 2x2TB hörðu diskunum í "servernum" mínum.

Mig vantar í sjálfu sér ekkert mikið meira pláss en sýnist að "sweet spottið" sé í dag að kaupa 4TB diska.
Hugmyndin er að vera með 2x4TB diska speglaða í software RAID á Linux server.

Ég er að vandræðast með það hvað ég ætti að taka af þessum NAS diskum:
- 4 TB Seagate IronWolf
- 4 TB Toshiba N300
- 4 TB Western Digital RED

Létt "gúgl" gaf mér enga afgerandi niðurstöðu og BackBlaze listinn virðist ekki vera með þessa diska. Amazon umsagnir voru svipaðar um Seagate IronWolf og Western Digital RED en heldur neikvæðari um Toshiba N300 sem virðist samkvæmt þeim vera fremur hávær, hitna mikið og bila meira.

Eruð þið með einhverjar skoðanir eða reynslusögur af þessum diskum?

Kannski maður ætti að dreifa áhættunni og spegla saman 1x Seagate og 1x WD RED... :-k

Re: Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Fim 15. Ágú 2019 13:55
af Hjaltiatla
Persónulega Þá myndi ég velja WD-RED alla daga í gegnum árin hefur Seagate verið með ansi háa bilanatíðni.

edit:Ég hef átt nokkra 2-tb seagate diska sem biluðu allir á innan við 2 árum

Re: Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Fim 15. Ágú 2019 14:03
af Sallarólegur
Smá Googl skilaði að WD eru með 3 ára ábyrgð en Seagate 90 daga ábyrgð.

Myndi ekki snerta Seagate diskana með 5 metra löngu priki.

https://www.seagate.com/gb/en/support/w ... -warranty/

https://support-en.wd.com/app/Warranty_Policy#group2

edit: Seagate virðast vera með 3 ára ábyrgð á Amazon, skrítið að það sé ekki jafn skýrt á síðunni þeirra og hjá WD: https://www.amazon.com/Seagate-IronWolf ... B01LOOJBQY

edit2: WTF, þegar maður opnar PDF skjalið á Amazon sem segir til um ábyrgðina þá er það 2 ár :-k Djöfull er þetta loðið.

Re: Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Fim 15. Ágú 2019 14:49
af Fletch
sammála að forðast Seagate eins og heitan eld, allir seagate diskar sem ég hef komið nálægt hafa bilað

hef góða reynslu af HGST diskum

Re: Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Fim 15. Ágú 2019 15:01
af gnarr

Re: Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Fim 15. Ágú 2019 15:15
af DJOli
Taktu WD Red 4tb á Amazon.
Sparar grimmt ef þú tekur 4 stykki, þó svo að þú lendir í innflutningskostnaði & tollum. m.v. ódýrustu verslun landsins.

Re: Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Fös 16. Ágú 2019 13:03
af ArnarF
Ég hef verið með 4 stk WD Red 4TB í Synology boxi núna í rúm 3 ár, ekkert vesen þannig ég klárlega mæli með þeim.

Las mig einmitt mikið til um milli framleiðenda áður en ég keypti, fannst WD Red bera af og hefur það merki sannað sig.

Re: Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Fös 16. Ágú 2019 13:19
af DJOli
Gleymdi að láta dæmið fylgja, þar sem ég er sjálfur að spá í að kaupa nokkur stykki af WD RED að utan.
4x 4TB WD RED:
Computer.is: 87.600kr
Amazon: 56.791kr + 6.796kr í sendingarkostnað + 15.520kr í tolla & gjöld: 79.107kr

4x 4TB WD RED Pro:
Ófáanlegir á skerinu
Aamzon: 77.271kr + 7.842kr í sendingarkostnað + 20.770kr í tolla & gjöld: 107.944kr

Re: Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Fös 16. Ágú 2019 13:37
af kiddi
Bestu diskarnir eru þeir sem þú skiptir út reglulega. Allir diskar eru risky, ég er sjálfur búinn að tapa WD 6TB RED og það reyndist vera hægara sagt en gert að elta alheimsábyrgðina sem átti að vera enn í gildi. Diskarnir mínir voru rétt rúmlega 2 ára og úr íslenskri ábyrgð en ennþá í "international warranty" gagnvart WD þegar ég sló inn serialnúmerin þeirra. Ég setti mig í samband við WD og þeir sögðu, sorrí, JÚ diskarnir eru í ábyrgð en NEI, enginn á Íslandi sem getur framfylgt þessari ábyrgð fyrir okkur, og þú mátt EKKI senda okkur diskinn beint heldur þarftu að koma disknum á viðurkenndan WD aðila á norðurlöndunum á eigin kostnað. Endaði með að ég sagði þeim að fokka sér eftir nokkur e-mail. En punkturinn sem ég vill koma áleiðis er, ekki treysta neinum disk - ekki einusinni þeim sem koma best út úr áreiðanleikakönnunum, í stuttu máli: aldrei treysta hörðum disk, sama hvað. Eigið afrit af öllu sem skiptir máli, helst þreföld.

Re: Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Fös 16. Ágú 2019 13:42
af kiddi
Svo langar mig að bæta við annarri pælingu, ef ykkur finnst gott að það séu til íslenskar tölvubúðir yfir höfuð þá skuluð þið versla af þeim en ekki Amazon, þó það muni nokkrum þúsurum. Amazon og þessar risanetverslanir eru af hinu illa, þó þið sparið örfáar krónur, og íslensku búðirnar munu á endanum drepast ef við sýnum þeim ekki stuðning. Það getur skilað sér fljótt þegar maður þarf á ábyrgð og þjónustu að halda.

Re: Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Fös 16. Ágú 2019 13:56
af Hjaltiatla
kiddi skrifaði:En punkturinn sem ég vill koma áleiðis er, ekki treysta neinum disk - ekki einusinni þeim sem koma best út úr áreiðanleikakönnunum, í stuttu máli: aldrei treysta hörðum disk, sama hvað. Eigið afrit af öllu sem skiptir máli, helst þreföld.Það er ákveðin "Gullna regla" í server heiminum að skipta út diskum eftir 5 ár af notkun og það eru líka fyrirtæki sem skipta diskum út eftir tvo ár bara til að vera safe (ef uppitímakröfur eru mjög miklar) . Btw disk fault tolarance í Server uppsetningu kemur ekki í stað fyrir Backup :happy

Re: Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Fös 16. Ágú 2019 16:31
af ArnarF
kiddi skrifaði:Bestu diskarnir eru þeir sem þú skiptir út reglulega. Allir diskar eru risky, ég er sjálfur búinn að tapa WD 6TB RED og það reyndist vera hægara sagt en gert að elta alheimsábyrgðina sem átti að vera enn í gildi. Diskarnir mínir voru rétt rúmlega 2 ára og úr íslenskri ábyrgð en ennþá í "international warranty" gagnvart WD þegar ég sló inn serialnúmerin þeirra. Ég setti mig í samband við WD og þeir sögðu, sorrí, JÚ diskarnir eru í ábyrgð en NEI, enginn á Íslandi sem getur framfylgt þessari ábyrgð fyrir okkur, og þú mátt EKKI senda okkur diskinn beint heldur þarftu að koma disknum á viðurkenndan WD aðila á norðurlöndunum á eigin kostnað. Endaði með að ég sagði þeim að fokka sér eftir nokkur e-mail. En punkturinn sem ég vill koma áleiðis er, ekki treysta neinum disk - ekki einusinni þeim sem koma best út úr áreiðanleikakönnunum, í stuttu máli: aldrei treysta hörðum disk, sama hvað. Eigið afrit af öllu sem skiptir máli, helst þreföld.


Klárlega þetta, ég er að keyra þessa 4x WD Red diska mína á Synology Hybrid Raid með 2 diska bilunaröryggi og fæ því í stað einungis rúm 8 TB í geymslu af 16 TB en aftur á móti er ég öruggur ef 1 eða 2 diskar klikka.

Myndi persónuleg aldrei treysta einum eða tveim diskum sama hvaða merki þeir eru, finnst stafræn gögn sem eru uppsöfnuð af ljósmyndum og upptökum af fjölskyldu og vinum í gegnum 10+ ára tímabil vera of verðmæt.

Re: Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Fös 16. Ágú 2019 18:41
af Hnykill
er orðinn dálítð þreyttur á Seagate diskum. 3-4 ár og svo hrynur þetta bara. Western digital eru fínir.. en þessa daga held ég mig bara við Samsung M.2

Re: Áreiðanlegustu hörðu diskarnir?

Sent: Lau 17. Ágú 2019 13:39
af bits
Ég myndi velja Western Digital, hef átt fleiri tugi diska gegnum árin og WD hafa verið þeir sem klikka minnst. Það hafa komið módel af Seagate diskum sem hafa verið góð en yfir allt þá hafa Seagate verið að bila meira hjá mér. Og eins og staðan er með Seagate í dag (Rosewood ruslið frá þeim) þá myndi ég forðast þá eins og heitann eldinn :)