LaCie NAS RAID5 Recovery

SSD og harðir diskar, flakkarar, minnislyklar og vinnsluminni.
Skjámynd

Höfundur
Sleðinn
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Sun 16. Jan 2011 14:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

LaCie NAS RAID5 Recovery

Pósturaf Sleðinn » Sun 12. Maí 2019 21:12

Góða kvöldið
Kunningi minn lenti í því óhappi að móðurborðið í Lacie NAS hrundi (RAID5).
Ég keypti einhverntíman licence á R-Studio forritið og við tengdum diskana (4x 4TB) við vél hjá mér og valdi Virtual RAID & Autodetect.
Kunnátta okkar á svona málum er ekki svo mikil, en við lásum smá manual / documentation um forritið.
Nú er forritið búið að vera að í ca. 2 sólarhringa; virðist ekki hafa fundið neitt ennþá.
Pælingin er hvort það sé til önnur, hentugri aðferð til að nálgast gögnin/partition?
Sáum tutorial þar sem notast var við VirtualBox og Linux til að sjá RAID-ið og gögn síðan færð þaðan.
Erum við á réttri leið, eða hvernig er best að gera þetta?Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2316
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 302
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: LaCie NAS RAID5 Recovery

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 12. Maí 2019 23:39

Veit ekki hvort ég er að lesa rétt í þetta en ef þú ert búinn að færa diskana yfir í tölvuna þína og reyna að Autodetecta diskana (og gögnin eru mikilvæg)
Þá HÆTTU að gera það sem þú ert að gera.
Farðu á eitthvað sérhæft Data recovery verkstæði með diskana og Nas-inn (þarft eflaust að kaupa sambærilega græju og þeir reyna að nota controllerinn úr gamla móðurborðinu etc).


Just do IT
  √


Televisionary
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: LaCie NAS RAID5 Recovery

Pósturaf Televisionary » Mán 13. Maí 2019 08:20

Það er best að skoða þessa diska í Linux vél. Samkvæmt stuttri let þá notar raid uppsetningin XFS skráakerfið og mdadm (software raid). Ef vel ætti að vera þá þyrftirðu að eiga 4 x 4TB diska á lausu og taka afrit af þessum diskum blokk fyrir blokk og svo hefjast handa við endurheimt á gögnum af afritunum. En það kostar töluvert.

Annars er hægt að skoða þessa diska í Linux vél og bara að sjá hvort það sé hægt að mounta þá án þess að eiga við nokkrar skrár s.s. skoða þetta í "Read only" ham.


Sleðinn skrifaði:Góða kvöldið
Kunningi minn lenti í því óhappi að móðurborðið í Lacie NAS hrundi (RAID5).
Ég keypti einhverntíman licence á R-Studio forritið og við tengdum diskana (4x 4TB) við vél hjá mér og valdi Virtual RAID & Autodetect.
Kunnátta okkar á svona málum er ekki svo mikil, en við lásum smá manual / documentation um forritið.
Nú er forritið búið að vera að í ca. 2 sólarhringa; virðist ekki hafa fundið neitt ennþá.
Pælingin er hvort það sé til önnur, hentugri aðferð til að nálgast gögnin/partition?
Sáum tutorial þar sem notast var við VirtualBox og Linux til að sjá RAID-ið og gögn síðan færð þaðan.
Erum við á réttri leið, eða hvernig er best að gera þetta?Skjámynd

Höfundur
Sleðinn
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Sun 16. Jan 2011 14:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: LaCie NAS RAID5 Recovery

Pósturaf Sleðinn » Mán 13. Maí 2019 21:54

Þetta tókst!
Takk kærlega fyrir aðstoðina.