Síða 1 af 1

Sd kort hætt að virka

Sent: Þri 22. Jan 2019 13:17
af Hallipalli
Samsung hætti allt í einu að "skynja" sd kortið í símanum.

Hef prufað í öðrum síma og ekkert gerist.

Myndir á kortinu sem ég væri til í að ná af því.

Hefur einhvern lent í svipuðu og hvernig er best að byrja til að ná myndunum af kortinu.

Veit af Datatech en ætla bíða með það þar til ég er alveg ráðþrota.

Re: Sd kort hætt að virka

Sent: Þri 22. Jan 2019 13:30
af einarhr
Líklega bilað kort, hef lent í þessu að þau gefist upp.

Þú getur náð þér í recovery forrit td. https://www.ccleaner.com/recuva og tengt kortið við tölvu og reynt að ná af því.

Re: Sd kort hætt að virka

Sent: Þri 22. Jan 2019 13:43
af Jón Ragnar
Gætir prufað að setja það í einhvern SD kortalesara.

Man þegar ég átti samsung þá var þetta alltaf vesen

Re: Sd kort hætt að virka

Sent: Þri 22. Jan 2019 14:45
af kjartanbj
Sd kort eru bara með ákveðin mikinn líftíma , bara hægt að skrifa ákveðið oft á þau, á samt bágt með að trúa því að það hafi gerst í síma, þannig líklega hefur kortið eitthvað bilað