Síða 1 af 1

Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Mið 14. Feb 2018 17:11
af Viktor
Er að spá í að fara í betri SSD áður en langt um líður, en nenni alls ekki að setja upp nýtt Windows, setja upp öll forrit og skjöl aftur.

Hefur einhver hér klónað stýrikerfisdisk án vandræða?

Þannig að ég geti þess vegna hent gamla disknum út um gluggann, sett svo nýja diskinn í eins og ekkert hafi gerst?

Vantar leiðbeiningar.

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Mið 14. Feb 2018 17:23
af einarhr
Ég hef notað þetta án vandræða

https://www.aomeitech.com/aomei-backupper.html

Ss ókeypis útgáfuna sem gerir þér kleyft að Clone diska

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Mið 14. Feb 2018 17:43
af emmi
Klónar diskinn með Acronis True Image t.d.

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Mið 14. Feb 2018 18:02
af audiophile
Clonezilla er einnig hægt að nota.

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Mið 14. Feb 2018 18:05
af afrika
Notaði þetta https://www.easeus.com/backup-software/personal.html

Meira að segja frá HDD yfir í SSD, þræl virkar

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Mið 14. Feb 2018 19:13
af audiophile
afrika skrifaði:Notaði þetta https://www.easeus.com/backup-software/personal.html

Meira að segja frá HDD yfir í SSD, þræl virkar


Færir hann alveg klón af source disknum yfir? Hentar þetta að færa af litlum SSD yfir á stærri þar sem þarf að stækka partition?

Hef nefnilega góða reynslu af Easeus en ekki prófað þetta frá þeim og þarf að fara færa styrikerfisdiskinn á stærri SSD.

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Mið 14. Feb 2018 22:30
af methylman
audiophile skrifaði:
afrika skrifaði:Notaði þetta https://www.easeus.com/backup-software/personal.html

Meira að segja frá HDD yfir í SSD, þræl virkar


Færir hann alveg klón af source disknum yfir? Hentar þetta að færa af litlum SSD yfir á stærri þar sem þarf að stækka partition?

Hef nefnilega góða reynslu af Easeus en ekki prófað þetta frá þeim og þarf að fara færa styrikerfisdiskinn á stærri SSD.


Bara ekki gera hvorutveggja í sama BOOT það reyndist öruggra hjá mér að clona disk fyrst og reboot svo aftur og stækka partition og starta svo upp á stækkaða disknum, og vera ekki að henda meira hardware í tölvuna í bili. Notaði Paragon eða Acronis í þetta ættir að geta fundið ISO einhversstaðar það fylgdi lengi Samsung SSD Boot diskur með Paragon minnir mig

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Fim 15. Feb 2018 09:33
af Benzmann
með samsung SSD diskunum, fylgir forrit sem gerir þetta

Ég keypti mér svona til að prófa hvort þetta væri actually að virka
http://www.corsair.com/en-eu/ssd-and-ha ... loning-kit
kostaði 4þús hingað komið frá ebay.

alveg snilldargræja, keyrir hugbúnaðinn upp meðan þú ert inn í windows.
Tengir svo nýja SSD diskinn við kapalinn og kapalinn í USB 3.0 tengi á tölvunni þinni.
Velur Source og target disk, svo stuttu seinna er þetta klárt.

Þessi hugbúnaður sem fylgir með minnir voða mikið á Norton Ghost

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Fim 15. Feb 2018 10:42
af kornelius
Ræsir bara upp af einhverri Linux distro á USB og keyrir:

dd if=/dev/sdX of=/dev/sdY

þar sem X er gamli diskur og Y er nýji diskur

getur séð hvaða diskur er hvað með því að keyra:

fdisk -l

NB. nýi diskurinn þarf að vera stærri en sá gamli.

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Fim 15. Feb 2018 10:44
af Dropi
Hef notað clonezilla í nokkur ár fyrir hreint OS en þegar ég þarf færa af t.d. 500GB disk (með kannski 80/500 notuð) yfir á 250GB SSD þá er clonezilla algjört bras og ég nota oftar en ekki Samsung data migration, enda bara með samsung SSD diska. Það forrit hefur virkað 100% til að færa á milli diska eins og ekkert hafi í skorist og alveg sama hvort diskurinn er stærri og hvor er minni, svo lengi sem pláss leyfir.

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Fim 15. Feb 2018 12:51
af audiophile
Ég er einmitt með Samsung disk og er að fara yfir í stærri Samsung disk. Mun skoða þetta Samsung forrit líka þegar ég fer í þetta.

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Þri 12. Feb 2019 15:09
af frr
Þetta virkar og kostar ekkert. Clonar og extendar svo diskinn þegar hann er kominn í,

https://www.easeus.com/backup-utility/s ... tware.html

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Þri 12. Feb 2019 15:21
af Baldurmar
emmi skrifaði:Klónar diskinn með Acronis True Image t.d.

Hef notað þetta til að klóna af 250 á 512 SSD, allt gekk mjög smooth á Windows 10.
Getur ekki verið einfaldara.

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Þri 12. Feb 2019 15:40
af MrIce
Acronis True Image er imo best í þetta, hef notað það oftar en ég get munað, aldrei neitt vesen

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Þri 12. Feb 2019 17:38
af gnarr
Sallarólegur skrifaði:Þannig að ég geti þess vegna hent gamla disknum út um gluggann, sett svo nýja diskinn í eins og ekkert hafi gerst?


Ég mæli með að setja nýja diskinn fyrst í tölvuna og athuga hvort að klónunin hafi virkað rétt áður en þú hendir gamla útum gluggann...

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Þri 12. Feb 2019 18:12
af Viktor
gnarr skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Þannig að ég geti þess vegna hent gamla disknum út um gluggann, sett svo nýja diskinn í eins og ekkert hafi gerst?


Ég mæli með að setja nýja diskinn fyrst í tölvuna og athuga hvort að klónunin hafi virkað rétt áður en þú hendir gamla útum gluggann...


Maður verður nú að halda smá spennu yfir fyrsta bootinu :baby

Re: Skipta um SSD án þess að setja upp Windows aftur

Sent: Þri 12. Feb 2019 21:27
af GuðjónR
Sallarólegur skrifaði:
gnarr skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Þannig að ég geti þess vegna hent gamla disknum út um gluggann, sett svo nýja diskinn í eins og ekkert hafi gerst?


Ég mæli með að setja nýja diskinn fyrst í tölvuna og athuga hvort að klónunin hafi virkað rétt áður en þú hendir gamla útum gluggann...


Maður verður nú að halda smá spennu yfir fyrsta bootinu :baby

Hvar er glugginn?