Laga minnisvillu(r) innan úr Windows (mögulegt workaround)

SSD og harðir diskar, flakkarar, minnislyklar og vinnsluminni.
Skjámynd

Höfundur
Revenant
Geek
Póstar: 853
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 46
Staða: Tengdur

Laga minnisvillu(r) innan úr Windows (mögulegt workaround)

Pósturaf Revenant » Þri 10. Okt 2017 21:34

Ég hef verið að glíma við single-bit minnisvillur með tilheyrandi BSOD (MEMORY_MANAGEMENT) eða random forrita crash-um.
Úr memtest86 fékk ég tvær minnisaddressur sem voru gallaðar: 0x1BFAE5474 sem féll á prófi 5 (Moving inversions, random pattern) og prófi 10 (Bit fade test, 2 patterns), og síðan addressu 0x116A3FE55 (próf 10 aftur).

Ég er latur og nenni varla að kaupa nýtt/rma-a minni í 6 ára gamla vél þannig ég ákvað að gera pínulítið öðruvísi.

Windows býður nefnilega upp á að blacklista memory addressur þannig það reynir ekki að nota það range.
Þar sem Windows blacklistar bara blaðsíðu (e. page) af minni þurfti ég að taka síðustu 3 af minnisaddressunni sem voru til vandræða þ.e. 0x1BFAE5474 -> 0x1BFAE5 og 0x116A3FE55 -> 0x116A3F.

Síðan var það bara keyra í command prompt í administrator mode:

Kóði: Velja allt

bcdedit /set {badmemory} badmemoryaccess no
bcdedit /set {badmemory} badmemorylist 0x1bfae5 0x116a3f
 
# Skoða svo með
bcdedit /enum {badmemory}

og endurræsa svo.

RAMMap frá sysinternals staðfesti svo að þessar minnisaddressur voru ekki mappaðar af Windows.

Mynd

Fyrir aðra í svipuðum aðstæðum þá *ætti* þetta að virka.


i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X

Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5468
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 310
Staðsetning: >>
Staða: Ótengdur

Re: Laga minnisvillu(r) innan úr Windows (mögulegt workaround)

Pósturaf Sallarólegur » Þri 10. Okt 2017 21:44

Sniðugt!


ASRock Z270M Pro4 • i5-7600K @ 4.5Ghz • GTX 1070 8GB • G.Skill 16GB 2400Mhz • WD 512GB Black M.2 • Tt Smart M 750W • CM Silencio 352 mATX • NF-S12A @ CM 212 Evo • BenQ XL2540 240Hz • Rival 300

Macbook Pro 15" • Touchbar 2016 • Space Gray • 256GB

FreeNAS • Plex & Transmission • P35 Neo2-FR • Intel Q6600 • 8GB DDR2 • 2TB HDD

EdgeRouter ERLite‑3 • 2× Unifi AP AC LITE • TP Link TL-SG105E

Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2639
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 212
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laga minnisvillu(r) innan úr Windows (mögulegt workaround)

Pósturaf hagur » Mið 11. Okt 2017 08:32

Hardcore :-)Skjámynd

Baldurmar
Gúrú
Póstar: 595
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Laga minnisvillu(r) innan úr Windows (mögulegt workaround)

Pósturaf Baldurmar » Mið 11. Okt 2017 12:39

Haha, vá !
Þetta er snilldarlausn !


Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1060 6GB


ojs
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Lau 11. Mar 2017 21:49
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Laga minnisvillu(r) innan úr Windows (mögulegt workaround)

Pósturaf ojs » Mið 11. Okt 2017 22:57

Mjög sniðugt, sérstaklega ef minnið er fast í móðurborðinu eins og sumar smátölvur gera (er með eina slíka) og það byrjar að bila.

Leitaði smá að öðrum stýrikerfum, fann ekki neitt fyrir Makkann því miður (og reyndar gefur þetta svar á stackexchange góða bendingu til þess að þetta sé ekki hægt yfir höfuð á Makkanum: https://apple.stackexchange.com/questio ... -retina-13 er að vísu 2 ára gamalt svar en er ekki vongóður um að mikið hafi breyst) en Linux er með stuðning fyrir þessu. Það fer eftir því hvaða aðferð maður notar til að keyra stýrikerfið upp hvernig maður segir kjarnanum að nota ekki ákveðin minnissvæði en þar sem GRUB 2 er orðið lang algengast þá vísa ég á þessa vefsíðu sem útskýrir málið: https://help.ubuntu.com/community/BadRA ... g_in_Grub2Skjámynd

Höfundur
Revenant
Geek
Póstar: 853
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 46
Staða: Tengdur

Re: Laga minnisvillu(r) innan úr Windows (mögulegt workaround)

Pósturaf Revenant » Þri 17. Okt 2017 18:24

Smá viðbót en við stórar Windows uppfærslur (t.d. úr 1703 -> 1709) þá detta þessar stillingar út.
Eftir uppfærsluna þarf því að keyra þetta aftur inn.


i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X