Síða 1 af 1

Bassahljóð í hörðum diskum

Sent: Þri 03. Okt 2017 12:58
af Viktor
Er að stefna að hljóðlátri leikjavél en hef því miður ekki tök á því að kaupa mér 2TB SSD eins og er.

Ég er í miklum vandræðum með bassadrunur úr spinning hörðum diskum, en þetta kemur í svona bylgjum, og eru greinilega hörðu diskarnir að nota kassann til að magna upp hljóðið.

Eru einhverjar lausnir sem ég get keypt út í búð til að losna við þetta?

Var að spá hvort maður ætti kannski að stækka bara götin í festingunum fyrir hörðu diskana og smella svona gúmmígaurum í staðin fyrir berar skrúfur:

Mynd

Var einnig að spá hvort það væru til einhverjar tilbúnar svona lausnir:

Mynd