Bassahljóð í hörðum diskum

SSD og harðir diskar, flakkarar, minnislyklar og vinnsluminni.
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5933
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 502
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Bassahljóð í hörðum diskum

Pósturaf Sallarólegur » Þri 03. Okt 2017 12:58

Er að stefna að hljóðlátri leikjavél en hef því miður ekki tök á því að kaupa mér 2TB SSD eins og er.

Ég er í miklum vandræðum með bassadrunur úr spinning hörðum diskum, en þetta kemur í svona bylgjum, og eru greinilega hörðu diskarnir að nota kassann til að magna upp hljóðið.

Eru einhverjar lausnir sem ég get keypt út í búð til að losna við þetta?

Var að spá hvort maður ætti kannski að stækka bara götin í festingunum fyrir hörðu diskana og smella svona gúmmígaurum í staðin fyrir berar skrúfur:

Mynd

Var einnig að spá hvort það væru til einhverjar tilbúnar svona lausnir:

Mynd


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller