Síða 1 af 1

M.2 vandamál

Sent: Fim 14. Sep 2017 21:33
af PikNik
Ókei, ég var með 525GB SATA3 Crucial SSD M.2 MX300 installaðan hjá mér ásamt nokkrum ssd diskum. Ég slökkti á tölvuni, kippti einum ssd úr samandi og kveikti á tölvuni aftur, þá fannst ekki m.2 diskurinn, hvorki í bios né disk management, er með windows 10. Windowsið var á m.2 disknum þannig ég þurfti að reinstalla því á annan SSD. Fór svo í dag, keypti mér annað móðurborð. ASUS Strix Z270F því það var hvort eð er kominn tími á uppfærslu. Hendi þessu saman, og hvað? hann finnst ekki enþá.. afhverju hættir þetta allt í einu að virka? hvað get ég gert?

Re: M.2 vandamál

Sent: Fim 14. Sep 2017 21:57
af Moldvarpan
Rétt stilltur bios?

Re: M.2 vandamál

Sent: Fim 14. Sep 2017 21:58
af PikNik
Ég uppfærði BIOS-inn í latest, en hvernig á ég að hafa hann stilltan?

Re: M.2 vandamál

Sent: Fim 14. Sep 2017 22:30
af Moldvarpan
Í sumum bios um er svona sata/m2 stilling.

Re: M.2 vandamál

Sent: Fim 14. Sep 2017 22:31
af PikNik
Jáá er búinn að fikta í þessu í 2 klst, með youtube og google..

Re: M.2 vandamál

Sent: Fim 14. Sep 2017 22:39
af Frost
Hvernig er M.2_1 configuration stillt hjá þér?

Einnig þá þarf hann að vera í réttu porti, ef ég er að skoða rétt móðurborð þá styður það bæði SATA og PCI-e M.2 og eitt portið er fyrir SATA og hitt fyrir PCI-e.
Mynd