Western Digital, nú er nóg komið.

Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Western Digital, nú er nóg komið.

Pósturaf kiddi » Mán 12. Maí 2003 19:15

Jæja, nú kaupi ég ekki fleiri Western Digital diska, þar sem 5 af 6 diskum sem ég hef keypt fyrir sjálfan mig og vinnuna eru allir komnir með hátíðnihljóð, þó einn sem slær öll met, eins þið eigið sjens á að heyra núna:

Þetta er nýjasti diskurinn minn sem er 180GB 8MB WD og er sem betur fer ennþá að haga sér vel, hlustið á þetta til að fá samanburð.

Þetta er 6 mánaða gamall 80GB 8MB WD, þetta er ekki fyrsti WD diskurinn til að koma með hátíðnihljóð, en þessi slær öll met.. hlustið!

Ég setti -frekar- lélegan míkrafón inn í kassann til að taka þetta upp, það kemur reglulegt tic- í hljóðfælunum en ég held það sé rafmagnstruflun í míkrafóninum eða eitthvað.. það er ekki í diskunum...

Þetta er svo hátt að það er óbærilegt að vera innan við 20metra radíus við tölvuna, grínlaust, kettirnir mínir hafa ekki sést síðan þetta hljóð byrjaði.

Veriði sælir WesternDigital, nú verður ykkur skipt út.



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Mán 12. Maí 2003 19:23

Þetta er slæmt, á einn gamlan 20GB sem mér fannst slæmur en þinn er verri. Er að far að prófa að láta hann í samloku ;)http://www.silentpcreview.com/modules.p ... d=8&page=1



Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Reputation: 0
Staðsetning: Err Vaff Ká
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf halanegri » Mán 12. Maí 2003 20:58

vá, ég verð að segja að mér finnst "góða" hljóðið vera líka helvíti pirrandi, allavega er lægra hljóð í mínum WD 120gb SE disk




Zaphod
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Sun 06. Apr 2003 17:13
Reputation: 0
Staðsetning: Omaha Beach
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zaphod » Mán 12. Maí 2003 22:01

Vá svakaleg óhljóð :roll:

þetta hlýtur að vera tekið upp alveg upp við diskinn . Vonandi eyrnanna þinna vegna .




ég er með 2 wd einn sem alveg nýr heyrist ekki múkk í honum en í gamla (ársgamall ) er svona leiðindasuð samt ekki jafn slæmt og hjá þér .

Þegar ég setti vélina fyrst saman var ég bara með nýja diskinn í en þurfti síðan að setja gamla og hávaðinn í vélinni margfaldaðist :x


"You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time."

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mán 12. Maí 2003 22:02

ertu búinn að reyna að skipta diskunum?



Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Mán 12. Maí 2003 22:10

Ég nenni ekki að standa í að reyna að skipta þeim meðan ég lifi við suðið, en sumt suð lifi ég ekki við, t.d. eins og í þessum sem þið heyrðuð í, og mun ég skipta honum sem allra fyrst. Annars þýðir í raun ekkert að vera að skipta WD diskum yfir í aðra WD diska, þeir enda allir eins.

PS. Míkrafónninn var í svona 10cm fjarlægð frá diskunum, hljóðið sem heyrist upp við diskana er eiginlega skárra en að hlusta á þetta óma í herberginu, þetta hljóð er eins og k*kafýla sem smitast um allt hús!
Síðast breytt af kiddi á Mán 12. Maí 2003 22:13, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Mán 12. Maí 2003 22:12

Þeir deyja þó ekki eins og Deathstar



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Þri 13. Maí 2003 09:53

jæja, ég held að þú sért alveg rosalega óheppin maður guðjón, eða hvort að ég sé svona heppinn :lol:

ég er með 2x80 WD, annar er að verða meira en ársgamall minnir mig, og hinn keypti ég í vor. Aldrei, og takið eftir A L D R E I heyrst múkk í þeim. Ég verð að segja að ég sé mjög ánægður mðe þá báða, þótt að það sé kominn lítill reynsla á annan.

btw, þessi nýji, hann er svona "refurbished" eða hvernig sem það er skrifað, þá eru galluðu diskarnir sendi til WD og gert við þá, síðan seldir aftur miklu ódýrari.


Voffinn has left the building..

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Þri 13. Maí 2003 12:12

hvað kostar þannig diskur Voffinn?



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Þri 13. Maí 2003 12:23

veistu ég man bara ekkert hvað hann kostaði. :S
en það er líklega smápeningar fyrir man sem er tilbúinn að éta fyrir kynlíf ;)


Voffinn has left the building..


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital, nú er nóg komið.

Pósturaf gumol » Þri 13. Maí 2003 12:41

kiddi skrifaði:...fyrir sjálfan mig og vinnuna eru allir komnir með hátíðnihljóð...


Líttu á björtu hliðarnar, núna losnar þú við flugurnar :)



Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Pósturaf kemiztry » Þri 13. Maí 2003 14:29

Minn gamli 120GB WD SE diskurinn er fínn... annars keypti ég mér 200gb Maxtor svona til að vera öruggur um að lenda ekki í sama dæmi og Kiddi :?


kemiztry

Skjámynd

Castrate
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 25. Sep 2002 14:27
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Castrate » Þri 13. Maí 2003 15:07

ég er með 80gb WD se og það er svona hátíðni hljóð í mínum en málið er að ég er með 3 80mm viftur þarna inní ein þeirra er reyndar 20db en hinar 2 eru svona 28db þannig að hátíðni hljóðið blandast við öll hin hljóðin sem koma frá þessari blessuðu tölvu þannig að ég er ekkert að ergja mig á þessu. En Kiddi hvaða diska ætlaru að fara út í núna? Seagate? Maxtor? Ég er með einn Maxtor 40gb gamlan hann er hræðilega háværi þegar maður fer að opna forrit eða einhvað á honum. Gæti verið að nýjustu Maxtor séu betri. Svo er ég með Seagate 20gb disk hann hefur gengnið núna stanslaust í 2 ár án vandræða engin ofur hljóð í honum eða neitt fínn diskur.


kv,
Castrate

Skjámynd

Atlinn
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 14:33
Reputation: 0
Staðsetning: Nordock Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Atlinn » Þri 13. Maí 2003 15:12

ég er með einn wd 80gb eins árs gamlan núna, það heyrist ekkert í honum nema þegar ég er að defragmenta hann, þá er bara svona drdrdrdrdrdrdrdrdrdrd og grgrgrgrgrgr svona hd að leita af gögnum hljóð, það eina sem er háværrarra en viftunar þegar þær eru í gangi er helvitis geisladrifið, þegar það fer að snú diskunum þá þarf ég virkilega að hækka í græjunum


hah, Davíð í herinn og herinn burt

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Þri 13. Maí 2003 16:15

Seagate Barracuda V er með SATA og 8MB buffer á víst að vera über hjlóðlátur



Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Þri 13. Maí 2003 16:25

Yep, ég hef sömuleiðis lesið að Seagate Barracuda diskarnir eru hljóðlátustu diskar sem til eru, mig minnir að ég hafi lesið töluna 6 dB ? !!



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Þri 13. Maí 2003 16:37

þessi desíbilatala segir ekkert, það fer eftir svo rosalega mörgum hlutum hvernig endanlegt sánd verður. þeir eru reyndar ekki að performa jafn vel og jafningjar þeirra en ég hugsa að ég væri til í að skipta mínum WD80GB(ekkert hátíðnihljóð) út fyrir einn Barracuda og setja hann á suspension system einsog NoVibes III



Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Pósturaf kemiztry » Mið 14. Maí 2003 00:31

Ég, Kiddi og Jakob hérna af spjallinu gerðum smá test á minni vél með harða diska.

1. Þá rifum við allar kassaviftur úr sambandi og holy karamba! Þvílíkur munur!
2. Aftengdum 120GB Western Digital diskinn minn sem gerði það að verkum að tölvan varð einhver sú hljóðlátasta sem ég hef vitað um! Eftir varð bara 200GB Maxtor diskur sem heyrist mjög lítið.

Þannig ég verð bara víst a vera mjög sammála honum Kidda með að WD séu skelfilegir :?


kemiztry

Skjámynd

Mal3
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 23. Jún 2003 10:49
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mal3 » Mán 23. Jún 2003 10:53

Og hvar fæ ég svo Seagate Barracuda?

Ég er að möndla við að setja saman kerfi (lesist, ég er búinn að velja allt, mig vantar bara seðla, bread, dineros) og var að plana að setja 120Gb WD SE í það, en langar frekar til að hafa þetta hljóðlátara en ekki.

Það er ekkert höfuðatriði að fá stóran disk, 120Gb er bara hagkvæm kaup í WD. Var að hugsa um að fara í Hitatchi Deskstar sem voru að koma í Hugver þar til ég heyrði Deathstar nafnbótina. Diskur þarf #1 að endast, #2 að performa þokkalega og #3 pirra mig ekki. Síðan kemur geymslupláss. Það væri auðvitað ekki amalegt að hafa ógrynni af plássi til að geta rippað CD safnið, en ég yrði bara glaður að þurfa ekki að hafa mig í það verk þannig að...



Skjámynd

Mal3
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 23. Jún 2003 10:49
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mal3 » Þri 24. Jún 2003 11:04

Eftir á að hyggja virðast þessir Seagate diskar tapa allt of mikið í afköstum. Maxtor virðast vera skárri en WD að því leitinu en ekki alveg jafn hraðir og eitthvað dýrari. Maður ætti kannski að fara í þá gerðina?

Hvernig reynast þeir upp á endingu? Maxtor 20Gb ATA66 diskurinn í vélinni minni hefur hangið saman án vandræða í 2,5 ár, en það telst varla mikill reynslugrunnur...



Skjámynd

J0ssari
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 15:59
Reputation: 0
Staðsetning: Milli eldingar og kísil smára.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital, nú er nóg komið.

Pósturaf J0ssari » Þri 24. Jún 2003 12:57

kiddi skrifaði:Jæja, nú kaupi ég ekki fleiri Western Digital diska, þar sem 5 af 6 diskum sem ég hef keypt fyrir sjálfan mig og vinnuna eru allir komnir með hátíðnihljóð, þó einn sem slær öll met, eins þið eigið sjens á að heyra núna:

Þetta er nýjasti diskurinn minn sem er 180GB 8MB WD og er sem betur fer ennþá að haga sér vel, hlustið á þetta til að fá samanburð.

Þetta er 6 mánaða gamall 80GB 8MB WD, þetta er ekki fyrsti WD diskurinn til að koma með hátíðnihljóð, en þessi slær öll met.. hlustið!

Veriði sælir WesternDigital, nú verður ykkur skipt út.



Báðir 80gb WDse diskarnir mínir eru með nákvæmlega sama suð. Báðir frá því í Feb á þessu ári. Það sem er verst er hvað þessi hátíðni fer illa með heyrnina. Annar diskurinn tók nokkra daga að verða svona, hinn frá fyrsta spin-up.

Ætla að losa mig við þá og fá mér 2 Seagate í staðinn.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16272
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 24. Jún 2003 17:29

Mal3 skrifaði:Eftir á að hyggja virðast þessir Seagate diskar tapa allt of mikið í afköstum.


Hvað ertu að bulla maður?
Ég er með tvo WD 8mb 120gb og einn Seagate barracuda og sá síðastnefndi er að stinga hina af í performance,
Read/write 55mb á móti 43mb.



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Þri 24. Jún 2003 21:26

GuðjónR: Barracuda hafa verið að koma verr út á öllum testum í sona review'um....
prufa að leita að review'um um þessa diska á t.d. http://www.storagereview.com



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16272
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 24. Jún 2003 21:59

review eða ekki review ég á svona disk og hann er að virka !



Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Reputation: 0
Staðsetning: Err Vaff Ká
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf halanegri » Mið 25. Jún 2003 00:11

GuðjónR skrifaði:review eða ekki review ég á svona disk og hann er að virka !


kannski er það bara hinn diskurinn sem er að sucka enn meira ;)