Síða 1 af 1

vinnsluminni ddr4

Sent: Mán 29. Maí 2017 14:36
af emil40
Sælir félagar.

Ég er með Gigabyte Z270-Ultra Gaming móðurborð og er með 8 gb 2133 mhz ddr4 vinnsluminni og er að fara að bæta við meira minni.

Móðurborðið mitt styður 64 gb ddr4 minni, spurningin er sú ef ég fæ mér 2x16 gb minni get ég bara notað það eða get ég notað það með þessu sem ég er með núna sem myndi setja þetta í 40 gb alls eða get ég bara notað nýja minnið sér og ekki þetta gamla með ?

Re: vinnsluminni ddr4

Sent: Mán 29. Maí 2017 15:22
af Urri
Það ætti að virka en gæti vel verið að það yrði einhverjar truflanir eða þau myndu ekki vinna rétt á einhvern hátt þegar maður mixar svona saman. er ekki 32gb nóg ? hehe

Re: vinnsluminni ddr4

Sent: Mán 29. Maí 2017 20:24
af emil40
urri móðurborðið styður 64 gb :D

Re: vinnsluminni ddr4

Sent: Þri 30. Maí 2017 09:08
af Urri
emil40 skrifaði:urri móðurborðið styður 64 gb :D

afhverju ekki bara fara í 64 ^^P

Re: vinnsluminni ddr4

Sent: Þri 30. Maí 2017 10:37
af emil40
urri : 32 gb kostar um 40þ þarf að safna fyrir hinum helmingnum :)

Re: vinnsluminni ddr4

Sent: Þri 30. Maí 2017 11:13
af Viktor
Þú setur bara eins kubba í borðið. Setur ekki mismunandi minni.

Hvað ertu að nota þessu tölvu í?
Afhverju ertu að bæta við svona miklu minni?

Tölvan verður ekki betri við það að bæta við minni, ef þú ert ekki í einhverri hardcore myndvinnslu ertu bara að henda peningunum þínum út um gluggann.

Re: vinnsluminni ddr4

Sent: Þri 30. Maí 2017 12:27
af Urri
emil40 skrifaði:urri : 32 gb kostar um 40þ þarf að safna fyrir hinum helmingnum :)

hehe skil það vel, þegar ég keypti mitt 32gb þá keypti ég vitlaust ætlaði að kaupa bara 16 en þegar þetta kom... "oh well 32 hlítur að vera í lagi líka"

Sallarólegur skrifaði:Þú setur bara eins kubba í borðið. Setur ekki mismunandi minni.

Hvað ertu að nota þessu tölvu í?
Afhverju ertu að bæta við svona miklu minni?

Tölvan verður ekki betri við það að bæta við minni, ef þú ert ekki í einhverri hardcore myndvinnslu ertu bara að henda peningunum þínum út um gluggann.

ég er nú með 32gb og það er alveg slatti sem er notaður af því þó svo að ég fari nú aldrey yfir 20gb í notkun en fer oft uppí 15gb ca. og engin myndvinnsla í gangi.