Síða 1 af 1

Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Mið 17. Maí 2017 21:00
af GuðjónR
Ég er að velta fyrir mér hvort það sé einhver ávinningur í því að kaupa hraðara vinnsluminni en 2400Mhz fyrir Kaby Lake?
Segjum sem svo að móðurborðið styðji eftirfarandi:
DDR4 4000+(OC)*/3866(OC)/3600(OC)/3200(OC)/2933(OC)/2800(OC)/2400**/2133 non-ECC, un-buffered memory
**7th Gen Intel® CPU supports DDR4 up to 2400; 6th Gen Intel® CPU supports DDR4 up to 2133

Kaby Lake styður 2400Hz meðan Skylake styðyr 2133, er þá ekki best að hafa minnið á sömu tíðni?

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Mið 17. Maí 2017 21:16
af Kristján
Nei

Edit< bara fá þér minni með tíðni sem móbóið styður, max tíðni á móðurborð eða minna til að spara sá penge to eyða i skjákort eða örgjörva :D

https://www.youtube.com/watch?v=D_Yt4vSZKVk&t

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Mið 17. Maí 2017 21:39
af Hnykill
Ég var með 2666Mhz DDR4 minni sem ég keyrði á 2133Mhz og lækkaði cl frá 17 niður í 15 og fékk betri afköst þannig. svo 2400Mhz minni með lágu cl timing ætti að koma betur út en t.d 3000Mhz á einhverju ofur háu cl.

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Mið 17. Maí 2017 21:48
af GuðjónR
Takk fyrir svörin, kíkti á videoið og við bestu mögulegu aðstæður og undir vissum kringumstæðum er mælanlegur munur 2-4% á ódýrustu og dýrustu minniskubbunum. En hærri tíðni getur líka orsakað bluescreen...
Svo skiptir auðvitað CL máli líka.

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Fim 18. Maí 2017 00:04
af emil40
ég er með 2133 mhz ddr4 minni með mínum kaby lake örgjörva, myndi það borga sig fyrir mig að fara í hærri mhz minni eða kaupa bara meira minni sem er 2133 mhz ?

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Fim 18. Maí 2017 04:18
af Hnykill
emil40 skrifaði:ég er með 2133 mhz ddr4 minni með mínum kaby lake örgjörva, myndi það borga sig fyrir mig að fara í hærri mhz minni eða kaupa bara meira minni sem er 2133 mhz ?


Bæta bara við meira af 2133Mhz minni segji ég. það er sáralítill munur af hærri Mhz-um.

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Fim 18. Maí 2017 08:51
af GuðjónR
emil40 skrifaði:ég er með 2133 mhz ddr4 minni með mínum kaby lake örgjörva, myndi það borga sig fyrir mig að fara í hærri mhz minni eða kaupa bara meira minni sem er 2133 mhz ?

Er búinn að skoða þetta aðeins, ef ég skil þetta rétt þá græðir þú á meira minni upp að 16GB, er í raun eki að græða á meira minni nema þú sért að gera eitthvað sérstaklega minnisfrekt. Hærri tíðni gerir þér kleyft að yfirklukka kerfið þitt. Ef þú ætlar ekki að yfirklukka þá er 2133/2400 nóg.

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Fim 18. Maí 2017 12:29
af Viktor
Ég er með 1333Mhz og finn ekki fyrir neinu stami :lol:

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Fim 18. Maí 2017 14:40
af GuðjónR
Sallarólegur skrifaði:Ég er með 1333Mhz og finn ekki fyrir neinu stami :lol:

hahaha góður!
Er ekki kominn tími á uppfærslu?

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Fim 18. Maí 2017 14:53
af Viktor
GuðjónR skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Ég er með 1333Mhz og finn ekki fyrir neinu stami :lol:

hahaha góður!
Er ekki kominn tími á uppfærslu?


Nei alls ekki, þetta er bara leikjavél.

Mhz í minni skipta engu máli - og eina sem örgjörvar hafa verið að bæta sig í á síðustu árum er energy consumption.
Ég er með 2500K örgjörva sem keyrir í 4,5Ghz og er að performa svipað og high-end örgjörvar í dag.

Mhz á minni skiptir svo engu máli, svo þessi vél er fín fyrir komandi ár:

mhz.PNG
mhz.PNG (170.25 KiB) Skoðað 2004 sinnum


https://www.youtube.com/watch?v=dWgzA2C61z4

We did remark in the review that owners of the 2500K and 2600K may want to consider finally moving up to Kaby Lake, but if we think about that for a second, it almost seems ridiculous: Sandy Bridge is an architecture from 2011. The i5-2500K came out in 1Q11, making it about six years old as of 2017. That is some serious staying power. Intel shows gains less than 10% generationally with almost absolute certainty.
...
That’s not really the point of this article, though; today, we’re looking at whether it’s finally time to upgrade the i5-2500K CPU. Owners of the i5-2500K did well to buy one, it turns out, because the only major desire to upgrade would likely stem from a want of more I/O options (like M.2, NVMe, and USB3.1 Gen2 support).


http://www.gamersnexus.net/guides/2773- ... ?showall=1

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Fim 18. Maí 2017 15:17
af GuðjónR
Maður er eitthvað svo fljótur að detta í ruglið, ég ætlaði að setja saman ódýra litla vél sem myndi virka fyrir almenna desktop vinnslu og hefði möguleika á 4k@60Hz spilun og gæti spilað leiki í medium gæðum. Fann lítinn silent kassa í verkið, 17cmx17cm móðurborð sem ræður við framagreint, svo hef ég verið að spá í 8GB í ram og i3 Kaby Lake ásamt Noctua kælingu. En eftir því sem pælingarnar halda áfram þá magnast bullið, fór að hugsa það munar nú ekki öllu að fara í i5 og þegar þar var komið þá ... af hverju ekki i7 ekki eins og ég sé að uppfæra á hverju ári og nú er pælingin i7-7700k því það væri nú kannski gaman að prófa smá yfirklukkun.

Svo fór ég að spá, það væri nú kannski gaman að hafa auka skjákort ef það innbyggða réði ekki við við 4k afspilun eða leiki í medium gæðum, hálf fáránlegt að vera með svo lélegt i7 setup, stefnan sett á 1050 ... en nei það muna svo litlu á því og 1060, 1060 var klárlega "bang for the buck" kortið ... þá kom pæling, það væri nú gaman að prófa leik í 4k upplausn í 65" TV .. en þá þarf 1070 skjákort, en þá er maður bara einu skrefi frá því flottasta 1080...og hvað ef manni langar að prófa að yfirklukka og hafa stabílt setup í 5GHz? Þá verð ég að kaupa DDR4 3200 og að sjálfsögðu gengur ekki að vera með 8GB ... 16 dugar en svona alvöru settup á skilið 32GB. Svo dugar auðvitað ekkert minna en 1TB M.2.

Kannast einhver við svona pælingar? Maður ætlar að byrja í einhverju smáu og pælingarna enda alltaf í bullinu... :face

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Fim 18. Maí 2017 17:27
af gissur1
GuðjónR skrifaði:Maður er eitthvað svo fljótur að detta í ruglið, ég ætlaði að setja saman ódýra litla vél sem myndi virka fyrir almenna desktop vinnslu ...


Haha já ég kannast mikið við þetta... enda er þetta ástæðan fyrir að ég hætti alltaf við að setja saman nýja vél :face

Þegar maður fer að skoða dýrara dót verður þetta ódýra sem var partur af upprunalega planinu bara svo fjandi ó-sexy og á endanum hættir maður við þegar karfan er komin í fleiri hundruð þúsund og circa 2-3x meira heldur en upprunalega :money

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Fim 18. Maí 2017 17:30
af GuðjónR
gissur1 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Maður er eitthvað svo fljótur að detta í ruglið, ég ætlaði að setja saman ódýra litla vél sem myndi virka fyrir almenna desktop vinnslu ...


Haha já ég kannast mikið við þetta... enda er þetta ástæðan fyrir að ég hætti alltaf við að setja saman nýja vél :face

Þegar maður fer að skoða dýrara dót verður þetta ódýra sem var partur af upprunalega planinu bara svo fjandi ó-sexy og á endanum hættir maður við þegar karfan er komin í fleiri hundruð þúsund og circa 2-3x meira heldur en upprunalega :money


hehehe akkúrat!!
Ég hef svo oft lent í þessu!!!
En reyndar þá er dótið sem er í boði í dag orðið svo gott að það verður eflaust í fullu gildi eftir 5-10 ár, annað en fyrir 15 árum þegar allt varð úrelt á 1-2 ára fresti.

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Fim 18. Maí 2017 18:02
af rbe
uss amatör ! bara 32gb af minni. hvað styður þetta mini atx borð mikið af minni ?

vélin hjá mér spikeaði í 42gb noktun í gær.

Re: Pæling varðandi vinnsluhraða á DDR4 minni

Sent: Fim 18. Maí 2017 19:47
af GuðjónR
rbe skrifaði:uss amatör ! bara 32gb af minni. hvað styður þetta mini atx borð mikið af minni ?

vélin hjá mér spikeaði í 42gb noktun í gær.

32GB max, efast um að ég þurfi meira.
http://asrock.com/mb/Intel/Fatal1ty%20Z ... /index.asp