Síða 1 af 1

SSD bad block pæling

Sent: Mán 15. Maí 2017 21:45
af k0fuz
Sælir vaktarar,

Þar sem 120gb SSD Mushkin diskurinn hjá mér virtist vera gefa upp öndina (hafði áður komið með badblock villu í event viewer og ég búin að gera fix bad block með chkdsk í cmd nokkrum sinnum) þá fór ég og keypti mér 250gb samsung disk og setti upp windows. Ég ákvað í gamni mínu að plugga 120gb disknum í og skoða hann aðeins, keyrði Error Scan-ið í HD Tune Pro 5.60 og fékk Damaged blocks uppá 25-30% af öllum disknum, helvíti hátt ég veit.
Hélt þá áfram að grenslast um hvort hægt væri að bjarga honum með því að nota restina af blockunum þótt það gæfi mér mögulega bara 80-90GB pláss þ.a. ég formattaði diskinn með quick format og keyrði svo Secure Eraser á diskinn, eftir það keyrði ég aftur Error Scan-ið með HD Tune og viti menn, ég fékk 1 bad block (ekki 1% heldur 1 block) sjá efri mynd.

En eins og neðri myndin sýnir þá eru enn einhverjar blockir skemmdar virðist vera. Einhver sem hefur reynslu af þessu sem hefur eitthvað til málana að leggja?

http://imgur.com/a/NycrX

http://imgur.com/a/YL8uS