Geymsla á flökkurum + spurning um Crashplan

SSD og harðir diskar, flakkarar, minnislyklar og vinnsluminni.

Höfundur
falcon1
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 7
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Geymsla á flökkurum + spurning um Crashplan

Pósturaf falcon1 » Mið 08. Feb 2017 16:20

Ég er að plana að kaupa mér nýja tölvu mjög fljótlega og ég hef verið að spá í að nota þau tímamörk til þess að setja báða 4tb flakkarana sem ég nota sem backup (sama efni á báðum en annar er geymdur annars staðar en hjá mér) í geymslu. Þá á ég við að hætta að setja inn efni á þá og byrja með nýtt backup.

Efnið sem ég gerði og sankaði að mér til 2017 er þá geymt á eftirfarandi:

* Gömlu tölvunni (sem verður á neti þannig að ég geti nálgast eldra efni án þess að fara í flakkarana)
* 2x 4tb flökkurum
* Crashplan

Þarf ég að hafa eitthvað sérstakt í huga þegar kemur að því að varðveita flakkarana þannig að gögnin á þeim eyðileggist ekki eða koma í veg fyrir að þeir bili. Ólíklegt að þeir bili á sama tíma?

Svo önnur spurning með Crashplan, nú er Crashplan auðvitað með vísun í gögnin (5tb) á gömlu tölvuna en er hægt að sameina þær þannig að Crashplan fylgist áfram með gömlu tölvunni eins og venjulega en bæti við svo nýjum gögnum frá nýju tölvunni? Þarf ég kannski annan account til að gera það?

Með fyrirfram þökk.