Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

SSD og harðir diskar, flakkarar, minnislyklar og vinnsluminni.

Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf biggi1 » Fim 26. Jan 2017 21:24

Góða kvöldið.

Ég var að setja upp nýju vélina í mesta sakleysinu þegar ég rakst á þennann óskiljanlega vanda.

setupið er;

i7 6800
móðurborð: asrock x99 extreme
system ssd: Samsung 256GB 960 PRO M.2
gpu geforce 1080

Ég bootaði semsagt upp vélinni á windows usb kubb, sama kubb og ég hef notað í heilar fjórar aðrar tölvur án vandræða.
Vélin greinir nýja ssd diskinn og allt ljómandi gott, uppsetning byrjar og nær upp í 70% þegar ég sé hana síðast.
þegar ég kem að henni aftur hefur hún krassað. Eftirá að hyggja hefði ég átt að skrifa niður hvað þar stóð, en gott og vel, ég restarta og byrja aftur.

Nema núna þegar ég reyni að formata diskinn, leyfir windows mér ekki að gera það, og ekki heldur að setja windows upp aftur.
Upp kemur "Windows setup could not reinitialize the deployment engine. To Install windows, restart the installation." þegar ég reyni install á nýjann leik.
Þegar ég reyni að googla það kemur upp allskonar leiðir og skýringar sem snúast mest að lélegum usb kubb, prófaði að búa til nýjann, með nýjum fæl, og öðrum usb lykli, en sama villumelding.
Það er eins og ssd diskurinn sé bara læstur, farinn í fílu útí horni, og vilji ekki leika með.

einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að?Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5584
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 409
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf rapport » Fim 26. Jan 2017 21:29

Ég mundi boota með UBCD, formatta diskinn og reyna aftur við windows uppsetninguna...Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 941
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf upg8 » Fim 26. Jan 2017 23:17

Kannski prófa að uppfæra útgáfuna af Windows sem er á uppsetningar kubbnum?


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2081
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 129
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf kizi86 » Fim 26. Jan 2017 23:43

opna cmd gluggann í byrjuninni á setupinu (ýtir á shift+F10) ferð þaðan í diskpart, og formatar diskinn þar http://www.windowscentral.com/how-clean ... windows-10 hér eru góðar leiðbeiningar hvernig á að gera þetta með diskpart.

svo er spurning um hvort drifið sé með GPT partition eða MBR, ef það er með GPT partition, þá er aðeins meira vesen að setja windowsið upp, usb kubburinn þarf líka þá að vera settur upp fyrir GPT (UEFI)


AsRock Fatal1ty Z77 Professional Intel 3770K@4.4GHz Asus GTX 980OC Strix 4GB GeiL Leggera DDR3 2x4GB@2133MHz 1.5TB Seagate Barrracuda 7200rpm stýrikerfi: Crucial m4 240GB SSD 2TB Hitachi 7200rpm 27" 1440p Shimian IPS LED WD RED 4TB 3TB WD Green Aerocool XpredatorAerocool X-Strike 1100w PSU


rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf rbe » Fös 27. Jan 2017 00:24

láttu vita ef þú finnur lausn á þessu og póstaðu .
er með sama mb og 950 .
gott að vita hvernig þetta er gert ef win fer í hönk.
lét kísildal setja vélina upp þegar ég keypti hana. spurði þá ekkert út í þetta.
þetta er kannski á asrock forum hef ekki gáð þar.
kv.Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1886
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf hfwf » Fös 27. Jan 2017 00:43

Shot in the dark Hérna, settu USB kubbinn í usb2port.

Sent from my SM-G925F using TapatalkSkjámynd

gotit23
Gúrú
Póstar: 530
Skráði sig: Sun 13. Jún 2010 19:37
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf gotit23 » Fös 27. Jan 2017 10:55

Mæli með að setja upp stýrikerfið á venjulegan ssd ,og nota svo samsung magican til að clona uppsettninguna ýfir :)
muna lika að sækja NVME rekil frá heimasiðuni @ samsung.com
Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf biggi1 » Fös 27. Jan 2017 11:06

Sælir og takk kærlega fyrir svörin!

opna cmd gluggann í byrjuninni á setupinu (ýtir á shift+F10) ferð þaðan í diskpart, og formatar diskinn þar http://www.windowscentral.com/how-clean ... windows-10 hér eru góðar leiðbeiningar hvernig á að gera þetta með diskpart.


Þetta prufaði ég og reyndi að formata diskinn, en viti menn, hann er read only. ég las mér að eins til hvernig ég ætti að létta á þessum höftum sem sjá má í viðhengi, en ekkert gerðist, og diskurinn ennþá ekki team player.

Mynd

Mynd

Mæli með að setja upp stýrikerfið á venjulegan ssd ,og nota svo samsung magican til að clona uppsettninguna ýfir :)
muna lika að sækja NVME rekil frá heimasiðuni @ samsung.com


ég prufa þetta núna, takk fyrir ábendinguna.

Þið eruð snillingar :)
Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf biggi1 » Fös 27. Jan 2017 12:15

Já nú er ég aldeilis hlessa..

ég setti gamlann ssd disk í vélina og installaði windows á hann. Ég er búinn að setja upp nvme driver frá samsung og restarta, en ég get ekki snert diskinn.. ekki í disk manager né með samsung Magician forritinu sjálfu!
Viðhengi
Capture.PNG
Capture.PNG (46.34 KiB) Skoðað 1113 sinnumSkjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1231
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Jan 2017 12:46

Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf biggi1 » Fös 27. Jan 2017 14:09

GuðjónR skrifaði:Þú reddar þessu með /diskpart
http://www.windowscentral.com/how-clean ... windows-10


Neflega ekki, diskurinn leifir það einusinni ekki.

Ég er alveg útá þekju. Hringdi í kísildal og þeir sögðu mér að prufa að updeita bios-inn.. ef það virkar ekki að bíða þá eftir update-i?! :face
Viðhengi
fail1.PNG
fail1.PNG (78.52 KiB) Skoðað 1081 sinnum
fail2.PNG
fail2.PNG (78.45 KiB) Skoðað 1081 sinnumSkjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1618
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 19
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf FuriousJoe » Fös 27. Jan 2017 14:21

Windows 10 ?


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD


Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf biggi1 » Fös 27. Jan 2017 14:30

FuriousJoe skrifaði:Windows 10 ?


Já, windows 10, sama version og ég hef verið að nota á 4 öðrum tölvum.

Ég prufaði að updeita biosinn, og enginn munur.Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1618
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 19
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf FuriousJoe » Fös 27. Jan 2017 14:36

Prófa að formatta í gegnum ubuntu live cd ?

http://askubuntu.com/questions/46462/ho ... -a-live-cd
https://help.ubuntu.com/community/Insta ... omUSBStick

Hef sjálfur lent í veseni með Windows og "permissions" grunar kannski að þarna séi old instance af Windows með permission læst svo nýtt instance nær ekki að taka yfir. Í mínu tilfelli þurfti ég að búa til nýtt instance og eyða gamla manually til þess að taka yfir slóðinni. Veit þetta hljómar asnalega, þetta er asnalegt. Vonandi kemstu nær sannleikanum.


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD


Humbug
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 20. Jan 2017 10:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf Humbug » Fös 27. Jan 2017 14:41

Ég hef verið að lenda í þessu með NVMe diska, bæði frá Intel og Samsung. eins og staðan er núna þá er þetta 1 af hverjum 10 diskum sem ég hef verið að setja í vélar. Þeir læsast í read only og sama hvað er reynt þá er engu breytt.

Þetta er það næsta sem ég kemst skýringu á þessu:

http://www.tomshardware.com/news/intel- ... 32731.html

en klárlega er ég ekki farinn frammúr TBW á þessum diskum þar sem þeir eru glænýjir. en þetta er að triggera enga að síður og þeim hefur bara verið skilað í ábyrgð til söluaðila.Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1231
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Jan 2017 14:58

Mjög skrítið, ertu búinn að prófa list parttition síðan select parttion og svo delete parttion ? þ.e. ef það eru parttions?
Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf biggi1 » Fös 27. Jan 2017 15:04

Já, partitons, volumes og disks.. prufaði basicly alla valmögukeika í diskpart.Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1231
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Jan 2017 15:11

biggi1 skrifaði:Já, partitons, volumes og disks.. prufaði basicly alla valmögukeika í diskpart.

Þá er bara eitt í stöðunni, farðu með diskinn í Kísildal og fáðu þá til að setja hannn í tölvu og fixa, takist þeim það ekki þá er þetta augljóslega gallaður diskur.
Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf biggi1 » Fös 27. Jan 2017 15:17

Ég er einmitt sitjandi í sófanum hjá þeim as we speak.

Ég velti því samt fyrir mér afhverju það er ekki meira um þennann galla á netinu? Eins og Humbug segir að þetta sé einn af hverjum tíu...Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1231
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Jan 2017 15:22

biggi1 skrifaði:Ég er einmitt sitjandi í sófanum hjá þeim as we speak.

Ég velti því samt fyrir mér afhverju það er ekki meira um þennann galla á netinu? Eins og Humbug segir að þetta sé einn af hverjum tíu...

Sammála, mjög skrítið.

Það verður spennandi að sjá hver niðurstaða þeirra í Kísildal verður.
Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf biggi1 » Fös 27. Jan 2017 16:05

Niðurstaðan var sú að diskurinn var ónýtur.
Þeir voru alls ekki að trúa því og eyddu hátt í 45min að komast að þessu.
Fékk diskinn endurgreiddann og allt í góðu.

Mér var bent á að taka þátt í lottóinu, það átti að vera meiri líkur á að hreppa vinninginn en að lenda í dauðum m.2 disk.... Svo húrra fyrir því. :thumbsd
kelirina
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 12:48
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf kelirina » Fös 27. Jan 2017 16:21

Ég hef lent í svipuðu dæmi tvisvar upp á síðkastið. Í bæði skiptin var disk skipt út fyrir annann eins sem leysti vandamálið.
Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf biggi1 » Fös 27. Jan 2017 16:27

kelirina skrifaði:Ég hef lent í svipuðu dæmi tvisvar upp á síðkastið. Í bæði skiptin var disk skipt út fyrir annann eins sem leysti vandamálið.


Var um að ræða samsung 950/960 líka hjá þér?

Spurning hvort þetta sé samsung eða bara allir m.2 sem maður þurfi að vara sig á.Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1231
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Jan 2017 16:47

Flott að þú fékkst þetta bætt, miðað við hve margir eru að lenda í dauðum m.2 er þá ekki spurning um að kaupa lottomiða?
Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 435
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Reputation: 3
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með uppsetningu windows á Samsung 256GB 960 PRO M.2

Pósturaf biggi1 » Fös 27. Jan 2017 17:17

Jæja nú kaupi ég eina röð, með jóker.

Vandamálið óskiljanlega heldur áfram. Ég var að installa driverum og þessháttar og allt virkaði eins og í sögu.
Þá fraus google chrome fyrst, svo explorerinn sjálfur, þannig að ég ctrl-alt-del-a, og allt hverfur nema músarbendillinn.
Ég gat ekkert gert nema restarta á takkanum.

Og nú vill hún ekki starta sér! ég fæ bara þessar villumeldingar.

Mynd

Mynd

Nú er ég farinn að hallast að því hvort þetta sé móðurborðið sem er að grilla útfrá sér? :crying