Síða 1 af 1

kópera milli flakkara

Sent: Þri 24. Jan 2017 11:33
af emil40
Hæ félagar.

Ég er að kópera milli 2 flakkara sem eru tengdir við tölvuna og fæ alveg niður í 1 mb per sec. Er einhver leið til þess að ná meiri hraða ??? væri fínt að fá smá tips í þessu :)

Re: kópera milli flakkara

Sent: Þri 24. Jan 2017 11:34
af Hizzman
léleg USB snúra?

Re: kópera milli flakkara

Sent: Þri 24. Jan 2017 12:17
af worghal
Usb3? Eða er e-sata möguleiki?

Re: kópera milli flakkara

Sent: Þri 24. Jan 2017 12:32
af Humbug
Ef þú ert að cópera mikið af litlum skrám, líkt og ljósmyndir, þá er ekki óeðlilegt að skrifhraði falli. Ef þetta eru stærri skrár, líkt og kvikmyndir og þættir, þá getur þetta verið allt frá kapli til samskiptaborðs í flakkara eða jafnvel bara léleg USB stýring.

Re: kópera milli flakkara

Sent: Þri 24. Jan 2017 15:08
af Geronto
líklegast best ef það er möguleiki að tengja báða diskana með sata snúru beint í móðurborðið, s.s. taka þá úr hýsingunni, annars eins og hefur verið komið inn á hérna fyrir ofan getur þetta verið usb snúra eða þar fram eftir götum.

Re: kópera milli flakkara

Sent: Þri 24. Jan 2017 15:13
af emil40
þetta eru stórar skrár frá 400 mb upp í kannski 2 gb

Re: kópera milli flakkara

Sent: Þri 24. Jan 2017 16:25
af Humbug
Ertu að tengja í USB tengi á móðurborði eða í Front Panel?

Ef þú ert að tengja í það seinna þá er það mjög algengt að samskiptaborðin þar ráði ekki við svona mikla inn út traffík. Þá væri best að afrita inn á tölvuna af öðrum og færa svo afritið yfir á hinn þegar upprunalegri afritun er lokið. veit að það er auka skref en ef vandamálið er þessi inn/út traffík þá erut örugglega fljótari með þetta auka skref en að skrifa á 1mb/sec

Re: kópera milli flakkara

Sent: Þri 24. Jan 2017 17:54
af Moldvarpan
Ertu þá ekki bara með þetta tengt í usb 2?
Afhverju ertu að nota alla þessa flakkara?

Re: kópera milli flakkara

Sent: Mið 25. Jan 2017 14:17
af emil40
er með gott safn af bíómyndum og þáttum :) c.a. er með sennilega 10-12 tb af efni inn á diskunum í heild. sumt geymi ég offline þessvegna er ég með það á flökkurunum.

Re: kópera milli flakkara

Sent: Mið 25. Jan 2017 14:43
af worghal
emil40 skrifaði:er með gott safn af bíómyndum og þáttum :) c.a. er með sennilega 10-12 tb af efni inn á diskunum í heild. sumt geymi ég offline þessvegna er ég með það á flökkurunum.

Mundi aldrei nenna þessu flakkara veseni. Hægur hraði á gögnum. Meiri líkur á skemmdum. Tekur upp allar innstungurnar. Af hverju ekki bara henda þeim í kassann? :)

Re: kópera milli flakkara

Sent: Mið 25. Jan 2017 15:54
af emil40
Worghal :

Þegar ég kaupi nýja kassann í júní þá fer þetta allt í kassann :) Er bara með 2 hdd ásamt hdd í þessum gamla kassa núna til að það hitni ekki of mikið. Tek engann sjéns með gögnin mín svo þegar diskarnir eru orðnir um 2 ára þá kaupi ég nýja diska :D

Re: kópera milli flakkara

Sent: Mið 25. Jan 2017 17:36
af Humbug
Þú ert alltaf að taka séns með flakkara og ekkert backup af því sem er á flökkurunum. ef þú ætlar að halda utan um 15GB+ af efni þá ertu hreinlega best settur með 4 diska NAS box. Það er fjárfesting, en ef þér er annt um þetta þá sérðu ekki eftir því þegar það kemur að því að diskur bilar og þú er með hentugt mirror raid í gangi.

Re: kópera milli flakkara

Sent: Mið 08. Feb 2017 15:17
af emil40
ég tók diskanna úr flökkurunum og setti í tölvuna :)