Síða 1 af 1

SSD í 3.5" hýsingu

Sent: Þri 17. Jan 2017 17:50
af FannyKaplan
Þannig er mál með vexti að ég keypti mér ssd-disk sem ég ætla að setja í Toshiba fartölvu.
Ég ætla að spegla diskinn í fartölvunni yfir á ssd-diskinn, en málið er að ég á bara gamla sata hýsingu fyrir 3.5" diska.
Og því spyr ég; er mér óhætt að setja ssd-diskinn í þessa hýsingu eða er hætta á að því að ég eyðileggi hann?
SSD-diskurinn er 250GB EVO 850.

Re: SSD í 3.5" hýsingu

Sent: Þri 17. Jan 2017 18:53
af Klemmi
Ef að það er í lagi með hýsinguna þá er þér alveg óhætt að setja SSD disk í 3.5" hýsingu.

Þetta er allt staðlað og ætti ekki að vera neitt vesen :)

Re: SSD í 3.5" hýsingu

Sent: Þri 17. Jan 2017 18:55
af Nacos
Það ætti að vera í góðu lagi.
Myndi samt setja SSDinn í tölvuna og gamla diskinn í hýsinguna, ef það er möguleiki. Skrif-hraðinn yfir USB er þó nokkuð lægri en les-hraðinn.