Uppfærsla á drifum í tölvunni


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Uppfærsla á drifum í tölvunni

Pósturaf falcon1 » Þri 18. Okt 2016 02:02

Ég er með rúmlega 4 ára tölvu og nú er ég búinn að éta upp nánast allt gagnapláss á henni en svo hef ég líka lesið að það sé gott að endurnýja drifin með X ára fresti. Hérna er staðan eins og hún er í dag:

Drif 1 - SSD - 1,4GB eftir af 111GB (Stýrikerfið og forrit)
Drif 2 - HD - 58GB eftir af 1,81TB (Ljósmyndir og vinnugögn)
Drif 3 - HD - 1GB eftir af 698GB (Afrit af eldri tölvu, ljósmyndir og vefsíðuefni)
Drif 4 - HD - 15GB eftir af 465GB (Tónlist og hljóðvinnsla)
Drif 5 - HD - 874MB eftir af 1,81TB (Vinnuljósmyndir (eykst svona um 0,7-1tb per ár))
Samtals 76GB eftir af 4,9TB

Hvað mynduð þið kaupa? Ég var með hugmynd um að kannski stækka SSD drifið í 256GB og kaupa 2x 6TB diska. Vil helst að vinnuljósmyndirnar haldist á einum diski framvegis, hef verið að lenda í því að ég hef þurft að nota pláss á drifi 2 til að taka við yfirflæðinu.

Ég er sem sagt aðallega í myndvinnslu en líka í hljóði. :)




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á drifum í tölvunni

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 18. Okt 2016 04:04

Það fyrsta sem ég myndi gera er að rannsaka eitthvað af nýlegu möguleikunum sem leyfa manni að nota misstóra diska sem nokkurskonar RAID. Ætla að gera ráð fyrir því að þú sért með Windows vél og að þessir diskar séu allir í vinnutölvunni, svo möguleikarnir eru þá líkega ReFS, storage spaces eða snapraid. Ef þú ert ekki á Windows vél eða ef diskasafnið er á einhverri annarri vél sem þú notar sem server vél þá eru möguleikarnir aðeins fleiri svo sem unraid, rockstor, eitthvað venjulegt Linux distro með btrfs, snapraid og fleira.

Ef þú notar eitthvað af þessu þá verður auðveldara að stækka og fikta í diskasafninu í framtíðinni; munt sjá alla diskana sem einn stóran disk í stýrikerfinu og getur bætt og tekið út diska að vild (með vissum takmörkunum). Forritið sem heldur utanum diskasafnið sér til þess að flytja gögnin milli diska auk þess sem það er hægt að stilla þessi forrit til að vera með „parity“ af öllum gögnum, svo ef einhver diskur deyr þá muntu ekki missa öll gögnin á þeim diski.

Ef þú velur einhvern af þessum kostum þá geturðu keypt einn eða nokkra nýja diska, búið til „pool“ á þeim og smám saman flutt eldri diskana yfir í poolið. Sé enga ástæðu fyrir því að þú ættir að losa þig við þessa 2x 2tb diska sem þú ert með, þó ég myndi líklega losa mig við litlu diskana.

4tb diskar eru sem stendur ódýrastir per terabyte, svo það er líklega best að halda þig við bara við 4tb diska nema að þú viljir koma einhverri ákveðinni terabætatölu fyrir í ákveðnum kassa, en mér sýnist ekki miðað við það sem þú skrifar. Ætli ég myndi ekki kaupa 2x eða 3x 4tb diska og poola þá með 2tb diskunum, þá muntu enda með eitthvað um 8tb af nýtanlegu plássi og einn eða tveir diskar mættu deyja án þess að eiga á hættu að missa gögn.




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á drifum í tölvunni

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 18. Okt 2016 04:06

En, já, líka góð hugmynd að stækka SSD diskinn. 250 og 500gb SSD diskar eru orðnir talsvert ódýrari en fyrir 4 árum.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á drifum í tölvunni

Pósturaf falcon1 » Þri 18. Okt 2016 10:48

Ég er með Windows 8 tölvu og já hún er bæði vinnutölva og heimilistölva. :)

Er þetta sem þú ert að tala um sama og NAS eða eitthvað öðruvísi? Ég er ekki voðalega sleipur í þessum málum. :)




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á drifum í tölvunni

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 18. Okt 2016 12:00

Þessir möguleikar sem ég er að tala um eru að sumu leyti líkir NAS, að því leyti að maður getur gert einn stóran disk úr nokkkrum minni og að maður getur varið sig gegn því að tapa gögnum ef diskar deyja, en þetta er þó ekki NAS að því leyti að ég er að tala um að gera þetta í venjulegu tölvunnni þinni frekar en að vera með annað box þar sem diskarnir væru.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á drifum í tölvunni

Pósturaf falcon1 » Þri 18. Okt 2016 12:53

Hjá mér er mikilvægast gagnaöryggi og að hámarka gagnamagnið sem er í boði. :) Ætli það væri þá ekki sniðugast að prófa allavega til að byrja með "Storage spaces" sem Windows 8 býður uppá? Svo er spurning hvort maður ætti að uppfæra í Windows 10 í leiðinni? Hef reyndar alltaf haldið í þá trú að fikta ekki mikið í því sem virkar. ;)

Ég er með núna 2x utanáliggjandi 4tb flakkara sem backup, annar flakkarinn er alltaf geymdur utan heimilis/vinnu.

Ps. já, ég býst við því að ég reyni að nýta þessa 2x 2TB diska eitthvað áfram.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á drifum í tölvunni

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 18. Okt 2016 16:13

falcon1 skrifaði:Hjá mér er mikilvægast gagnaöryggi og að hámarka gagnamagnið sem er í boði. :) Ætli það væri þá ekki sniðugast að prófa allavega til að byrja með "Storage spaces" sem Windows 8 býður uppá? Svo er spurning hvort maður ætti að uppfæra í Windows 10 í leiðinni? Hef reyndar alltaf haldið í þá trú að fikta ekki mikið í því sem virkar. ;)

Ég er með núna 2x utanáliggjandi 4tb flakkara sem backup, annar flakkarinn er alltaf geymdur utan heimilis/vinnu.

Ps. já, ég býst við því að ég reyni að nýta þessa 2x 2TB diska eitthvað áfram.


Alls konar möguleikar í boði , fer auðvitað eftir budgeti.Líftími diska fer auðvitað eftir notkun og aldri (takmarkaður tími eftir af eldri diskunum eðlilega). Sé þú ert að skoða möguleikann á Crashplan þjónustu á Íslandi , Freenas stýrikerfið bíður uppá þann fídus (plugin). Hins vegar er það ákveðið lærdóms stig sem þarf að yfirstíga ef þú villt sérsníða að þínum þörfum (væri reyndar hægt að kaupa tilbúinn Freenas mini NAS server af IX systems með WD RED diskum).
Checksum-ið í ZFS (filesystem/Volume manager á Freenas) er nokkuð gott í að láta mann vita af data corruption og leiðréttir t.d bad block-ir (finnur redundant copy ef það gerist).Ekkert silent data corruption eins og í mörgum File systemum. Það þarf ekki nema einn bita af gögnum sem fer úr 0 í 1 t.d til að eyðileggja ljósmynd (verður fuzzy og lítur skringilega út).


Just do IT
  √


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á drifum í tölvunni

Pósturaf falcon1 » Þri 18. Okt 2016 17:34

Myndi segja að budgetið sé svona í kringum 100 þúsund kallinn max.




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á drifum í tölvunni

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 18. Okt 2016 20:36

2x 4tb diskar og prófa storage spaces!



Skjámynd

Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Reputation: 32
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla á drifum í tölvunni

Pósturaf Urri » Þri 18. Okt 2016 21:20

Fá sér bara nas fyrir sem geymslu og já uppfæra ssd'inn þeir eru ekki svo dýrir lengur þessir 250 gb


Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX