Síða 1 af 1

Spurning um vinnsluminnis-uppfærslu

Sent: Mán 19. Sep 2016 20:49
af Orgulaz
Daginn!

Mig langar aðeins að uppfæra vinnsluminnið hjá mér þar sem tölvan er orðin svolítið hæg.
Ég er með þetta vinnsluminni:

Mushkin 6GB kit (3x2GB) DDR3 1600MHz, CL9, PC3-12800, Blackline

Ég var að velta fyrir mér að uppfæra uppí 16GB , en ég fann þetta vinnsluminni hjá Tölvutækni:

Crucial 16GB kit (2x8GB) DDR3 1600MHz, CL9, BallistiX Sport
http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=28_34_126&products_id=2360

Get ég ekki örugglega notað þetta, og ef svo er, gæti ég jafnvel bætt þessu við það sem ég er með fyrir og verið með 22GB , þótt svo þetta séu minnin frá sitthvorum framleiðanda?

p.s. móðurborðið mitt segist styðja 6 minnisraufar svo það myndi sleppa í fjölda
p.s.2 þetta er móðurborðið mitt: http://www.gigabyte.com/products/product-page.aspx?pid=3449#ov

Re: Spurning um vinnsluminnis-uppfærslu

Sent: Þri 20. Sep 2016 06:27
af Hnykill
Þetta móðurborð styður Core i7 LGA1366 örgjörva og þeir nota 3 Channel minni. s.s þú ættir að nota 3 eins minniskubba eða 6 stk í einu. ekki 2 eða 4 eins og Dual DDR móðurborðin styðja.

það eru 3x hvítar minnisraufar og 3x ljósbláar á þessu borði. þú annaðhvort setur 3x eins kubba bara í hvítu raufarnar. eða bara í ljásbláu.. eða 6stk eins kubba í allar raufarnar.

Þá er allt að vinna á fullum hraða og eins og það á að vera.

Re: Spurning um vinnsluminnis-uppfærslu

Sent: Þri 20. Sep 2016 07:42
af Urri
hehe Þetta er sama móðurborð og ég var með seinast :) MJÖG gott (reyndar á það enþá)

þegar ég uppfærði minnið mitt fór ég í 6 x 4 gb kubba en þetta með að "fylla hvern lit" er rétt annars gæti vélin unnið eithvað vitlaust/takmarkað

Re: Spurning um vinnsluminnis-uppfærslu

Sent: Þri 20. Sep 2016 16:24
af Sydney
Gætir farið alla leið í 24GB Triple Channel með 3x kubba: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2629

Re: Spurning um vinnsluminnis-uppfærslu

Sent: Sun 25. Sep 2016 21:14
af Orgulaz
takk fyrir þessi svör, ég er þá kominn með einhverja hugmynd hvað ég geri, en einhverstaðar sá ég að þar sem ég er með windows 7 home edition að þá geti ég ekki verið með meira en 16gb , en það er nú svosem alveg nóg fyrir mig :)