Færa windows leyfi á nýjann disk

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Færa windows leyfi á nýjann disk

Pósturaf Xovius » Mið 25. Maí 2016 01:00

Sælir,
var að pæla í að henda SSD í fartölvuna þar sem hún er alveg einstaklega lengi að öllu og HDDinn virðist alltof oft vera í 100% samkvæmt task manager. Var bara að pæla hvernig það virkar að skipta um disk varðandi stýrikerfið. Veit að þetta er svosem ekkert mál ef ég væri með sata-usb snúru til að tengja þá báða í einu og mirrora allt yfir. Ég á bara ekki svoleiðis og nenni ekki að vera að kaupa það fyrir þetta eina mál. Er hægt að gera bara fresh install og nota leyfið sem ég er að nota núna? Er kannski bara einfaldara að torrenta windowsinu aftur? Leiðinlegt ef ég þarf að gera það þar sem mér finnst skemmtilegt svona einusinni að vera að nota löglegt leyfi, synd að láta það bara hverfa. Samt kominn tími á fresh install hvorteðer.




Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 352
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 70
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Færa windows leyfi á nýjann disk

Pósturaf Diddmaster » Mið 25. Maí 2016 01:19



Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1361
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Færa windows leyfi á nýjann disk

Pósturaf nidur » Mið 25. Maí 2016 08:02

Ef þú ert með Win10 þá festist það serial á móðurborðið, setur bara stýrikerfið upp aftur og slærð inn sama serial.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Færa windows leyfi á nýjann disk

Pósturaf hagur » Mið 25. Maí 2016 10:02

Var að ganga í gegnum þetta bara í gær með tvær vélar heima. Þarft basically ekki að gera neitt. Getur notað media creation tool í Win 10 til að búa til bootable install CD eða USB kubb og svo bara installarðu aftur. Velur svo "I don't have a product key" í installinu og þá automatically activate-ast Windows bara aftur þegar þú ert búinn að klára uppsetninguna, svo framarlega sem þú varst áður með löglegan product key sem búið var að activate-a. Eins og Nidur segir hér að ofan þá er activation-ið bundið við móðurborðið í vélinni.




brynjarbergs
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
Reputation: 54
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Færa windows leyfi á nýjann disk

Pósturaf brynjarbergs » Mið 25. Maí 2016 11:20

Ég var að setja SSD í laptop og þurfti að activate-a windows í gegnum símtal. Hringdi í númer sem gefið var upp - sló inn tölur sem komu í win-installinu og svo las símsvarinn upp aðrar tölur sem ég setti inn í installerinn og voila! Easy - en tekur c.a. 5-10 min.