Er harði diskurinn minn að bila?

SSD og harðir diskar, flakkarar, minnislyklar og vinnsluminni.

Höfundur
Manager1
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Er harði diskurinn minn að bila?

Pósturaf Manager1 » Þri 03. Maí 2016 12:37

Daginn.

Ég er með utanáliggjandi harðan disk, 2tb Lacie diskur.

Það er mjög erfitt að lesa efni af honum, video spilast mjög illa, höktir og jafnvel spilast ekki. Að copy-a skrár af disknum og á annan disk eða usb kubb er ekki hægt eða tekur heila eilífð, jafnvel með litlar skrár. Að opna möppur með mörgum skrám tekur langan tíma.

Allt ofantalið hefur gengið eins og í sögu hingað til. Diskurinn er mjög heitur og ég hef stórar áhyggjur af því að hann sé hreinlega að gefa upp öndina.


Hvað er til ráða? Er einhver leið að taka afrit af gögnunum yfir á annan disk? Ég er með kláran disk í það.


Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 802
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 143
Staða: Tengdur

Re: Er harði diskurinn minn að bila?

Pósturaf Njall_L » Þri 03. Maí 2016 12:40

Ef að þetta eru mikilvæg gögn myndi ég slökkva strax á disknum og taka hann til fagaðila í von um að ná öllum gögnum af honum. Miðað við hvernig þú lýsir þessu þá er diskurinn að klikka.
Ástæðan fyrir því að ég mæli með þessu er sú að ef að diskurinn er bilaður og þú ert að reyna afrita gögnin sjálfur getur það gert illt verra ef afritunin hjá þér mistekst og þú þarft að fara í gagnabjörgun


Tölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS | Utanáliggjandi GTX1070
Sími: iPhone XS Max 256GB - Space Grey

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4267
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 66
Staða: Ótengdur

Re: Er harði diskurinn minn að bila?

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 03. Maí 2016 12:42

Það fyrsta sem þú getur prófað að gera er að prófa hann með t.d. SeaTools til að vita hvort diskurinn sé að klikka.

Til að taka afrit af mjög biluðum diskum þá notaði ég oft ddrescue (bara til fyrir Linux eftir því sem ég best veit). En annars er til aragrúi af bæði fríum og ekki-fríum forritum fyrir Windows til að bjarga gögnum af diskum sem eru að gefa upp öndina.

Edit: en já, ef þetta eru krúsjal gögn þá væri best að fara með hann til fagaðila.
Höfundur
Manager1
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Er harði diskurinn minn að bila?

Pósturaf Manager1 » Þri 03. Maí 2016 13:14

Ég á heima útá landi og engin fagaðili í boði. Þetta er auðvitað diskurinn með myndunum og myndböndunum mínum, svosem ekki ómissandi gögn en það væri ömurlegt að missa nokkur ár af myndatökum.

Ég var að prufa mig áfram núna með að copy&paste af disknum yfir á annan og það virkar, þannig að ég hugsa að ég haldi mig við það á meðan það klikkar ekki.


Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"


playman
Of mikill frítími
Póstar: 1890
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 46
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Er harði diskurinn minn að bila?

Pósturaf playman » Þri 03. Maí 2016 14:23

Ég persónulega hefði rifið diskin úr hýsingunni og tengt hann beint við borðtölvuna (ef það á við)
og komið honum að góðu loftflæði svo að hann hitni ekki of mikið (sem mun drepa hann alveg)
og afritað þannig gögnin af honum og jafnvel á meiri hraða en ella.

Svo er auðvitað í dæminu að hýsinginn þín sé að klikka, það er eru nokkur dæmi um það.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


Höfundur
Manager1
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Er harði diskurinn minn að bila?

Pósturaf Manager1 » Þri 03. Maí 2016 14:27

Þetta er frekar skrítið, sumar skrár færir diskurinn á milli eins og ekkert sé, en svo klikkar hann á öðrum. Er þetta merki um bad sectors eða eitthvað annað?


Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"


playman
Of mikill frítími
Póstar: 1890
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 46
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Er harði diskurinn minn að bila?

Pósturaf playman » Þri 03. Maí 2016 14:59

Manager1 skrifaði:Er þetta merki um bad sectors eða eitthvað annað?

Það er mögulega alveg rétt hjá þér, eða hugsanlega biluð prentplatan í flakkaranum.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


Höfundur
Manager1
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Er harði diskurinn minn að bila?

Pósturaf Manager1 » Þri 03. Maí 2016 15:08

Búinn að taka diskinn úr hýsingunni og tengja beint í tölvuna, enn sama vandamálið, færir sumar skrár yfir ekkert mál en aðrar neitar hann að færa á milli, þannig að þetta er þá diskurinn sem er að gefast upp?


Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4267
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 66
Staða: Ótengdur

Re: Er harði diskurinn minn að bila?

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 03. Maí 2016 15:13

Manager1 skrifaði:Búinn að taka diskinn úr hýsingunni og tengja beint í tölvuna, enn sama vandamálið, færir sumar skrár yfir ekkert mál en aðrar neitar hann að færa á milli, þannig að þetta er þá diskurinn sem er að gefast upp?


Prófaðu að keyra test á hann með SeaTools eða sambærilegu forriti. Það ætti nokkuð auðveldlega að geta sagt til um hvort þetta sé diskurinn að hrynja, skráarkerfið í rugli eða hvað.

Þó að Windows File Explorer nái ekki að afrita gögnin þá þarf það ekki að þýða að þú náir þeim ekki aftur. Gagnabjörgunarhugbúnaður getur í flestum tilfellum reddað þér. Það er nú nokkuð síðan ég var í tölvuviðgerðum en þá notaði ég mest ddrescue og R-studio til að ná gögnum af diskum sem voru að gefa upp öndina. R-studio kostar (ekki fyrir sjóræningja samt), en er þrælöflugt. Með ddrescue geturðu speglað diskinn beint yfir á annan disk.
playman
Of mikill frítími
Póstar: 1890
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 46
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Er harði diskurinn minn að bila?

Pósturaf playman » Þri 03. Maí 2016 15:59

Ef að aðrar leiðir hafa ekki dugað þér til þess að bjarga öllu því sem
að þú þarft þá mæli ég með PhotoRec, ég hef mikið notað PhotoRec og er
það frábært þegar að önnur forrit hafa klikkað eða windowsið hefur ekki fundið diskinn.
http://www.cgsecurity.org/
Þetta er bara DOS forrit og ef þú ert ekki vanur svona forritum þá þarftu að lesa þér vel til
áður en að þú notar það svo að þú skrifir ekki óvart yfir gögnin þín óvart eða eitthvað álíka.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


Höfundur
Manager1
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Er harði diskurinn minn að bila?

Pósturaf Manager1 » Þri 03. Maí 2016 20:59

Takk allir fyrir hjálpina, mér er að takast að afrita allt það mikilvægasta af disknum með copy&paste yfir á annan disk, aðeins örfáar af nýjustu ljósmyndunum sem vilja ekki færast á milli en það er ekkert stórtjón.

Annars prufaði ég SeaTools og þau próf sem ég keyrði gáfu strax til kynna að það væri eitthvað að disknum og m.a.s. kom upp villumelding frá Windows áðan að diskurinn minn væri að gefa sig. En eins og ég segi þá er mér að takast að afrita allt það mikilvægasta þannig að enginn skaði skeður.


Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2367
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: Er harði diskurinn minn að bila?

Pósturaf svanur08 » Þri 03. Maí 2016 22:18

Manager1 góð regla í framtíðinni að eiga svona gögn á 2 diskum.


Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE


Höfundur
Manager1
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Er harði diskurinn minn að bila?

Pósturaf Manager1 » Þri 03. Maí 2016 22:36

Já mikið rétt. Ég var reyndar að komast að því núna rétt áðan að ég átti afrit af rúmlega 100gb af ljósmyndum sem ég hefði þ.a.l. ekki þurft að afrita aftur, en better safe than sorry ;-)

Ég er búinn að panta nýjan disk í hýsinguna og kem til með að afrita gögnin þangað aftur en halda samt gömlu afritunum, þá á ég gögnin á tveimur diskum.


Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"