Síða 1 af 1

NAS sem primary storage

Sent: Sun 01. Maí 2016 11:49
af Njall_L
Sælir vaktarar

Þannig er málið að ég er með 4TB Seagate HDD disk í tölvunni hjá mér sem að er lang háværasti íhluturinn. Tölvan er við hliðiná mér og þegar að hann fer í gang þá hlakkar mig til eftir að það slokkni á honum. Mín pæling var því sú að kaupa einhverskonar NAS hýsingu fyrir diskinn og láta hann sitja annarstaðar í íbúðinni en þetta mætti ekki trufla vinnuflæðið
Hefur einhver prófað þetta og veit hvort að hægt væri að setja upp NAS disk sem venjulegan harðan disk í W10. Einnig væri fróðlegt að vita hvort að svona uppsettning myndi eitthvað limita hraðan á disknum og hvort að einhver væri með betri hugmynd um hvernig væri hægt að gera þetta.
Boxið yrði beinteingt í routerinn hjá mér sem að tölvan er líka beinteingd í.

Routerinn sem ég er með: https://www.tolvutek.is/vara/trendnet-g ... c-n-router
NAS box sem að ég var að pæla í: https://www.tolvutek.is/vara/seagate-bu ... ns-stct200
http://tl.is/product/zyxel-nsa326-2-dis ... rk-geymsla
http://tl.is/product/qnap-ts-212p-turbo ... r-raid-0-1

Væri snilld að fá komment á þetta og hvaða NAS box væri þá sniðugast að velja

Re: NAS sem primary storage

Sent: Sun 01. Maí 2016 12:06
af emmi
Gætir sett upp iSCSI, hraðinn takmarkast við þann hraða sem localnetið býður uppá, ef þú ert með 1Gbit og NAS'inn er nógu öflugur þá ættirðu að geta náð 112MB/s í skrifhraða.

Ég er sjálfur með Synology 1515+ og setti upp iSCSI drif og tengdi hann inná tölvuna, það mountast inn eins og um local disk væri að ræða. Þú formattar diskinn svo sem NTFS.

Re: NAS sem primary storage

Sent: Sun 01. Maí 2016 17:39
af Njall_L
emmi skrifaði:Gætir sett upp iSCSI, hraðinn takmarkast við þann hraða sem localnetið býður uppá, ef þú ert með 1Gbit og NAS'inn er nógu öflugur þá ættirðu að geta náð 112MB/s í skrifhraða.

Ég er sjálfur með Synology 1515+ og setti upp iSCSI drif og tengdi hann inná tölvuna, það mountast inn eins og um local disk væri að ræða. Þú formattar diskinn svo sem NTFS.


Geturðu komist inn á þann disk í öllum tölvum sem að eru tengdar við netið eða bara einni ákveðinni?

Re: NAS sem primary storage

Sent: Mán 02. Maí 2016 08:00
af nidur
Er ekki eitthvað að disknum hjá þér? fyrst að það heyrist svona hátt í honum?

En ertu ekki að tala um 1 disk sem þú vilt setja eitthvert út í horn?

Gætir sett hann í hýsingu og notað usb á góðum router til að fá hann inn á networkið, en ég efast um að þú sért að ná mikið yfir ~65 MB/s ef hann er bara stakur alveg sama í hvað þú setur hann.

Annars er Zyxelinn alveg nógu góður í þetta, myndi taka hann.

Re: NAS sem primary storage

Sent: Mán 02. Maí 2016 09:09
af Njall_L
nidur skrifaði:Er ekki eitthvað að disknum hjá þér? fyrst að það heyrist svona hátt í honum?

En ertu ekki að tala um 1 disk sem þú vilt setja eitthvert út í horn?

Gætir sett hann í hýsingu og notað usb á góðum router til að fá hann inn á networkið, en ég efast um að þú sért að ná mikið yfir ~65 MB/s ef hann er bara stakur alveg sama í hvað þú setur hann.

Annars er Zyxelinn alveg nógu góður í þetta, myndi taka hann.


Diskurinn er ekki bilaður, passar öll test sem ég set hann í og hann er ekki "óeðlilega" hávær heldur bara nóg til að bögga mig. Mér hafði akkúrat dottið í hug að henda honum bara í hýsingu og tengja hana við tölvuna eða routerinn en staðsetningin sem hann verður á er sirka 10m frá tölvunni svo að USB snúran þyrfti að vera orðinn frekar löng. Þessvegna fór ég að skoða NAS pælinguna í von um að geta sett diskinn upp sem Cloud líka.