Síða 1 af 1

Vandræði með NAS

Sent: Þri 26. Apr 2016 18:21
af Varg
Ég er með seagate nas sem er alltaf að detta út hjá mér þar að segja ég sé hann í tölvunni en þegar ég reyni að oppna hann kemur bara loadingmerki og er þar endalaust. Er einhver hér sem kann lausn á þessum vanda?

Re: Vandræði með NAS

Sent: Þri 26. Apr 2016 20:26
af playman
Hvaða NAS er þetta?
Prófaðu að fara inná hann í annari tölvu.
Ef að hann er eins þar þá eru góðar líkur í því að raidið þitt sé að klikka.

Re: Vandræði með NAS

Sent: Þri 26. Apr 2016 21:07
af AntiTrust
Hljómar mjög einkennandi fyrir disk/raid sem er að feila. Hvernig er diskasetupið í NASinu?

Re: Vandræði með NAS

Sent: Þri 26. Apr 2016 21:09
af Varg
Þetta er nasinn http://www.span.com/product/Seagate-NAS ... mpty~45961
samkvæmt NAS OS (stírikerfið á nasinum) er raid volumið í fínu lagi.
ég var að fá ,,missing network protocol,, í windows svo ég setti það upp aftur og þetta er allavegana að virka núna