SSD, mismunandi hraði á milli gagna


Höfundur
axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1777
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 72
Staðsetning: DK
Staða: Tengdur

SSD, mismunandi hraði á milli gagna

Pósturaf axyne » Þri 24. Feb 2015 13:33

Er með Lenovo E520, i5, 8 GB ram með Samsung 840 evo - 250 GB SSD.

Hef verið rosalega sáttur eftir ég setti SSD'inn í tölvuna, mjög snappy og ekkert til að kvarta yfir, þangað til í gær.
Ég nota mikið forrit frá OrCAD og þá sérstaklega capture+pspice, sem er teikni- og hermiforrit fyrir rafmagnsrásir.

Ég þurfti að export-a einu verkefni en sleppa öllum gögnunum frá herminum sem eru um 20 GB.
Mér til ama þá þarf forritið að renna yfir alla súpuna, þ.á.m öll gögnin og tölvan varð frekar unresponsive og allt ferlið tók mikinn tíma.
Ég kíkti í Task Manager og sá það var ekki óvenjuleg CPU notkun, kíkti í Resource Monitor/Disk og tók eftir að Read og Write frá þessu tiltekna forriti var um 25 MB/s. Ég lét þetta klárast og fór að gera smá tilraunir í dag.

Ef ég afrita handvirkt eina af gagnaskránnum (.dat 7 GB) frá SSD yfir á sama SDD þá er ég að fá ~25 MB/s.
Ef ég afrita HD bíómynd (.mkv 16 GB) frá SSD yfir á sama SDD þá er ég að fá ~180 MB/s
Ég notaði skeiðklukku til að reikna út hraðann og tók nokkrar endurtekningar.

Ég prufaði fleiri .dat skrár úr öðrum verkefnum og mismunandi stærðir og alltaf sami hraði ~ 25 MB/s.
Ég prufaði líka fleiri aðrar skrár, .exe, .iso og þar var hraðinn alltaf mikið hærri, mismunandi en alltaf vel yfir 100 MB/s

Búinn að prufa að slökkva á RAPID mode, performance benchmark frá Samsung Magician og AS SSD benchmark sýna ekkert óeðlilegt.
Vandamálið er bundið við þessa ákveðnu skráargerð...

Einhver með útskýringu á þessu mun ?


Electronic and Computer Engineer


braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1038
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: SSD, mismunandi hraði á milli gagna

Pósturaf braudrist » Þri 24. Feb 2015 14:53

Það er einhver böggur með alla Samsung 840 Evo diska að þeir missa read/write performance yfir tíma. Samsung gáfu út eitthvað firmware update sem átti að laga þetta, en eftir nokkra mánuði var fólk ennþá að tilkynna vandræði. Nú eru Samsung að græja patch #2 sem á að koma út einhvern tímann á næstunni. Ég er ekki búinn að kynna mér þetta mál neitt mikið en þetta er víst alls staðar á netinu.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

Hvati
Geek
Póstar: 803
Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: SSD, mismunandi hraði á milli gagna

Pósturaf Hvati » Þri 24. Feb 2015 15:03

Samþjöppuð vs. ósamþjöppuð gögn? Þessi .dat fæll er kannski bara container eins og zip/rar með engri samþjöppun, þannig gögn eru höndluð á öðruvísi máta af sumum SSD stýringum.




pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: SSD, mismunandi hraði á milli gagna

Pósturaf pegasus » Mið 04. Mar 2015 14:31

Getur verið að .dat fæll sé samansafn af mörgum litlum skrám sem eru þá út um allt á SSD drifinu? SSD diskar lesa miklu hraðar eina stóra skrá sem er geymd á einum stað frekar en margar litlar út um allt. Skoðaðu les/skrifa hraðann neðarlega hægra megin á eftirfarandi síðu:

http://ssd.userbenchmark.com/Samsung-84 ... ating/1594



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1740
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: SSD, mismunandi hraði á milli gagna

Pósturaf Kristján » Mið 04. Mar 2015 14:44

pegasus skrifaði:Getur verið að .dat fæll sé samansafn af mörgum litlum skrám sem eru þá út um allt á SSD drifinu? SSD diskar lesa miklu hraðar eina stóra skrá sem er geymd á einum stað frekar en margar litlar út um allt. Skoðaðu les/skrifa hraðann neðarlega hægra megin á eftirfarandi síðu:

http://ssd.userbenchmark.com/Samsung-84 ... ating/1594



Þetta



Skjámynd

dragonis
Gúrú
Póstar: 574
Skráði sig: Mán 25. Maí 2009 15:46
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: SSD, mismunandi hraði á milli gagna

Pósturaf dragonis » Mið 11. Mar 2015 22:47

Rakst á þetta, gæti skýrt þetta.

http://techreport.com/review/27727/some ... -slowdowns